Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 46

Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 46
46 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR BOLTI Í LOFTI Japanski kylfingurinn Shigeki Maruyama lætur golfboltann skoppa á handlegg sín- um á Ford PGA-mótinu á Miami. Maryu- ama leiddist biðin eftir því að fá að slá og ákvað því að bregða á leik. Golf FÓTBOLTI Atvikið mun hafa átt sér stað á hótelherbergi skammt frá La Manga á Spáni þar sem leikmenn- irnir voru í æfingabúðum með Leicester til að undirbúa sig fyrir lokahnykkinn í úrvalsdeildinni. Konurnar halda því fram að níu menn hafi ráðist inn í hótel- herbergi þeirra og misnotað þær. Miðvallarleikmaðurinn Steffen Freund, sem er sakaður um að hafa horft á atvikið án þess að að- stoða fórnarlömbin, var síðar sleppt gegn tryggingu. Ekki hefur verið upplýst hverjir hinir leik- mennirnir eru, en þeir voru allir leiddir fyrir rétt í gær. Að sögn spænsku lögreglunnar höfðu fjórir menn verið ákærðir fyrir kynferðislega misnotkun og átta fyrir innbrot. Í yfirlýsingu hennar kom fram að einhverjir leikmannanna hafi verið drukknir og truflað aðra gesti hótelsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Leicester lenda í vand- ræðum á Spáni því fyrir fjórum árum setti Stan Collymore, þáver- andi leikmaður liðsins, slökkvi- tæki í gang á hótelbar á La Manga og skemmdi barstóla og borð. Lið- inu var vísað burt með skömm af hótelinu og fór í kjölfarið heim til Englands. Leicester er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur ekki sigrað í fimmtán deildar- og bik- arleikjum í röð. Næsti leikur liðs- ins er gegn Birmingham þann 13. mars. ■ FÓTBOLTI Gengi liðsins í undanförn- um leikjum hefur verið slakt og samkvæmt yfirlýsingu frá Peter Ridsdale, stjórnarformanni félags- ins, taldi stjórnin einu færu leiðina úr ógöngum liðsins að láta Guðjón fara. Í staðinn hefur Paul Hart, fyrrum knattspyrnustjóri Notting- ham Forest, verið ráðinn. Mun hann stýra liðinu í næsta leik liðs- ins gegn Luton Town á morgun. Í yfirlýsingu félagsins sagði: „Þrátt fyrir þá staðreynd að Guð- jón hafi byrjað tímabilið í mjög erfiðu vinnuumhverfi þá eru allir knattspyrnustjórar dæmdir af úr- slitum. Átta stig af síðustu 33 mögulegum síðan á annan í jólum og aðeins einn sigur í síðustu þrett- án deildar- og bikarleikjum hafa gert það að verkum að sæti í um- spili er fjarlægari. Guðjón yfirgef- ur félagið með þakklæti frá okkur og von um gæfuríka framtíð.“ Guðjón var ráðinn til starfa hjá Barnsley 30. júní á síðasta ári þeg- ar félagar hans Kenny Moyes og Sean Lewis keyptu félagið. Þá var Barnsley í greiðslustöðvun, öll leikmannakaup voru bönnuð og vinnuumhverfi Guðjóns var erfitt. Guðjón bretti upp ermarnar og byrjaði frábærlega með liðið. Fjór- ir sigrar í fyrstu sex leikjunum fullvissuðu flesta um að Guðjón væri rétti maðurinn í starfið. Fé- lagar hans, Moyes og Lewis, helt- ust hins vegar fljótlega úr lestinni þegar lítil innistæða var fyrir kaupum þeirra á félaginu. Peter Ridsdale, fyrrum stjórn- arformaður Leeds, kom þá til sög- unnar og keypti félagið í septem- ber. Fljótlega fóru að koma upp á yfirborðið raddir um að Ridsdale myndi láta Guðjón fara við fyrsta tækifæri og fá einhvern af sínum mönnum til að taka við stjórninni. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að Guð- jón nyti fulls trausts í starfi hefur Ridsdale nú ráðið Paul Hart í hans stað. Hart er fyrrum þjálfari ung- lingaliðs Leeds og starfaði hjá því á meðan Ridsdale réð ríkjum þar. ■ PELE OG HENRY Pele veitti Thierry Henry, leikmanni Arsenal, viðurkenningu í London fyrir að komast á listann. Pele velur 120 bestu leik- menn heims: Þrír samherj- ar úti í kuld- anum FÓTBOLTI Brasilíska knattspyrnu- goðið Pele hefur vakið mikla reiði í heimalandi sínu fyrir að velja ekki þrjá samherja sína úr heimsmeistaraliði Brasilíu 1970 á lista sinn yfir 120 bestu núlif- andi knattspyrnumenn heims. Leikmennirnir sem um ræðir heita Jarzinho, Gerson og Tostao. Á meðal fleiri leikmanna sem ekki komust á listann eru Dennis Law, Geoff Hurst, sem skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966, og ítalski framherjinn Sandro Mazzola. Einnig vakti Pele mikla undrun fyrir að velja El Hadji Diouf, leikmann Liver- pool, og Hollendinginn Clarence Seedorf á listann. Alls valdi Pele fimmtán brasilíska leikmenn, þar á meðal sjálfan sig og Carlos Alberto sem lék með honum á HM 1970. Ítalir og Frakkar eiga fjórtán leikmenn hvor á listanum, Hol- lendingar þrettán, Þjóðverjar og Argentínumenn tíu og Englend- ingar sjö. Aðeins tvær konur eru á listanum; þær Michelle Akers og Mia Mann frá Banda- ríkjunum. Pele, sem er þrefaldur heims- meistari í fótbolta, setti listann saman fyrir Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, í til- efni af aldarafmæli þess. ■ LIVERPOOL Liverpool var óstöðvandi gegn Levski á miðvikudag. Þeir mæta Marseille í sextán liða úrslitum og Inter eða Benfica í átta liða úrslitum vinni þeir Frakkana. UEFA-bikarkeppnin: Liverpool fékk Marseille FÓTBOLTI Liverpool leikur við Marseille í sextán liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Fyrri leikurinn verður í Liverpool 11. mars og sá seinni í Frakklandi 25. mars. Hætt er við að markvörður- inn Fabien Barthez, sem Marseille fékk að láni frá Manchester United, fái varmar viðtökur á Anfield Road. Stórveldin Inter Milan og Ben- fica slást um sæti í átta liða úrslit- um. Inter og Benfica hafa einu sinni áður mæst í Evrópukeppni en Inter vann úrslitaleik félag- anna í keppni meistaraliða áirð 1965. Félagið sem sigrar leikur við Liverpool eða Marseille í átta liða úrslitum. Celtic, sem lék til úrslita í UEFA-bikarkeppninni í fyrra, fékk Barcelona í sextán liða úr- slitum. Barca gekk brösuglega í haust en fór á flug eftir að Edgar Davids kom til félagsins en Barcelona hefur sigrað í átta af níu leikjum sem Hollendingurinn hefur tekið þátt í. Sigurvegarinn í leik Celtic og Barcelona leikur við Villarreal eða Roma. Villareal er eina félag- ið sem eftir er af þeim sem unnu sér þátttökurétt í UEFA-bikarnum í gegnum Getraunakeppni UEFA. Newcastle fékk spánska félag- ið Real Mallorca og leikur við Auxerre eða PSV Eindhoven í átta liða úrslitum vinni þeir Spánverj- ana. ■ AP /M YN D Níu leikmenn Leicester handteknir: Kærðir fyrir kyn- ferðislega misnotkun LEICESTER Leikmenn Leicester hafa verið iðnir við að koma sér í vandræði utan vallar. AP /M YN D LEIKIR Í SEXTÁN LIÐA ÚRSLITUM Celtic - Barcelona Genclerbirligi - Valencia Bordeaux - Club Brugge Newcastle - Real Mallorca Auxerre - PSV Eindhoven Inter Milan - Benfica Liverpool - Marseille Villarreal - Roma Fyrri leikirnir verða 11. mars og þeir seinni 25. mars. Guðjón rekinn frá Barnsley Guðjóni Þórðarsyni hefur verið sagt upp sem knattspyrnustjóra hjá enska 2. deildarliðinu Barnsley. Guðjón tók við starfinu fyrir aðeins átta mánuðum. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Guðjóni Þórðarsyni var í gær sagt upp störfum hjá enska 2. deildarliðinu Barnsley eftir átta mánaða starf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.