Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 48
48 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR
KÚBVERSKT STÖKK
Luis Meliz frá Kúbu bar sigur úr býtum í
langstökki á frjálsíþróttamóti í Þýskalandi á
dögunum. Sigurstökkið mældist 7,95 metrar.
Frjálsar
hvað?hvar?hvenær?
4 3 4 5 6 7 8
MARS
Föstudagur
Meistarakeppni KSÍ hefst í kvöld:
KR og ÍA mætast í Egilshöll
FÓTBOLTI Meistarakeppni KSÍ
hefst í Egilshöll í kvöld með leik
Íslandsmeistara KR og bikar-
meistara ÍA í karlaflokki. Ís-
landsmeistara KR og bikar-
meistarar Vals mætast í
kvennaflokki í Egilshöll á
sunnudag.
Fjórir leikmenn KR, þeir
Garðar Jóhannsson, Sverrir
Bergsteinsson, Páll Kristjánsson
og Sölvi Davíðsson, verða í leik-
banni gegn ÍA. Í kvennaflokki
verða Embla Sigríður Grétars-
dóttir, KR, og Íris Andrésdóttir,
Val, í leikbanni.
Meistarakeppni KSÍ var end-
urvakin árið 2003, en hún fór ekki
fram 1999–2002 þar sem erfitt
var að finna hentuga leikdaga.
Ákvörðun um að endurvekja
keppnina var tekin í ljósi þeirrar
stórbættu aðstöðu sem felst í
knattspyrnuhúsunum sem risið
hafa á undanförnum misserum.
Keflavík, Fram og Valur hafa
oftast unnið meistarakeppni
karla, eða sex sinnum, en
keppnin fór fyrst fram árið
1969. Frá árinu 1980 hefur verið
keppt um Sigurðarbikarinn,
sem var gefinn af Knattspyrnu-
deild KR til minningar um Sig-
urð Halldórsson. Í meistara-
keppni kvenna var fyrst leikið
1992 og hefur Breiðablik oftast
sigrað í keppninni, eða fimm
sinnum. ■
Nýr stjóri Southampton:
Sturrock
ráðinn
FÓTBOLTI Paul Sturrock hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri
Southampton. Sturrock var áður
framkvæmdastjóri Plymouth
Argyle frá október 2000.
Undir stjórn hans sigraði
Plymouth í 3. deildinni árið 2002 og
er félagið efst í 2. deildinni þegar
hann yfirgefur það. Sturrock lék 20
A-landsleiki fyrir Skota. Hann var
liðsmaður Dundee United
1974–1989 og lék meðal annars með
gegn Keflvíkingum í UEFA-bikarn-
um árið 1975. Sturrock gerðist
stjóri St Johnstone árið 1993, fór til
Dundee United árið 1998 og loks til
Plymouth árið 2000. ■
OWEN
Hefur margoft verið hótað lífláti og telur
að David Beckham sé í sömu sporum.
Michael Owen:
Margoft
hótað lífláti
FÓTBOLTI Michael Owen, framherji
Liverpool og enska landsliðsins,
segist margoft hafa fengið dauða-
hótanir á borð við þá sem Gerard
Houllier, stjóri Liverpool, fékk á
dögunum.
„Því miður hefur þetta oft
komið fyrir mig líka. Þetta virðist
vera orðinn hluti af fótboltanum
nú til dags. Ég hef ekki bara feng-
ið bréf heldur hafa aðrir hlutir
gerst sem gætu talist mun alvar-
legri,“ sagði Owen. Hann bætti
því við að David Beckham, fyrir-
liði enska landsliðins og leikmað-
ur Real Madrid, hafi vafalítið
fengið fjölmargar morðhótanir í
gegnum tíðina eins og hann. ■
■ ■ LEIKIR
19.00 KR og ÍA leika í Egilshöll í
meistarakeppni KSÍ í karlaflokki.
19.15 Stjarnan leikur við Fram í
Ásgarði í úrvalsdeild RE/MAX-
deildar karla í handbolta.
19.15 Grótta/KR og HK keppa á
Seltjarnarnesi í úrvalsdeild
RE/MAX-deildar karla í handbolta.
20.00 Haukar keppa við ÍR að Ás-
völlum í úrvalsdeild RE/MAX-
deildar karla í handbolta.
20.00 Valur mætir KA í Valsheimil-
inu í úrvalsdeild RE/MAX-deildar
karla í handbolta.
21.00 KA og Þróttur Nes. leika í
KA-heimilinu í 1. deild kvenna í
blaki.
■ ■ SJÓNVARP
9.50 HM í frjálsum íþróttum inn-
anhúss á RÚV.
15.15. HM í frjálsum íþróttum
innanhúss á RÚV.
18.05 HM í frjálsum íþróttum
innanhúss á RÚV.
AP
/M
YN
D
KR-ÍA
Frá viðureign KR og ÍA í Egilshöll í deilda-
bikarkeppninni á síðasta ári.
AP/M
YN
D