Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 49

Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 49
49FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Heimsmeistara- mótið í frjálsum íþróttum innan- húss hefst í Búdapest í dag. Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í stangarstökki klukkan 15.30 í dag en Jón Arnar Magnússon keppir í sjöþraut á morgun og á sunnudag. Þórey Edda þarf að stökkva 4,45 metra, eða verða meðal tólf efstu, til að vinna sér sæti í úrslit- um. Guðmundur Karlsson lands- liðsþjálfari er bjartsýnn á að henni takist það og bendir á að Þórey Edda hafi komst í úrslit á HM í París í fyrra. Hann segir að tvö efstu sætin í keppninni séu frátekin en Þórey Edda sé í hópi nokkurra stökkvara sem hafa ný- lega farið yfir 4,50 metra. Það get- ur brugðið til beggja vona hjá þeim og þetta sé alltaf spurning um spennustigið. Rússarnir Yelena Isinbayeva og Svetlana Feofanova munu að öllum líkindum berjast um sigur í stangarstökkinu. Isinbayeva setti heimsmet, 4,83, fyrir þremur vik- um en Feofanova stökk 4,85 viku síðar og enduheimti heimsmetið. Guðmundur á von á jafnri keppni í þriðja til áttunda sæti í sjöþrautinni. Tölfræðilega séð byrjar Jón Arnar keppnina í sjö- unda sæti og snýst keppnin um að vinna sig upp úr þessu sæti. Jón Arnar varð í fjórða sæti á tugþrautarmóti Erki Nool í Tall- inn fyrir mánuði með 5.916 stig. Hann náði góðum árangri í kúlu- varpi og var sáttur við árangurinn í 1.000 metra hlaupi og stangar- stökki en ósáttur við frammstöðu sína í öðrum greinum. Guðmundur segir að Jón Arnar eigi töluvert inni frá Tallinn. Hann hefur verið að vinna úr því sem fór aflaga í Tallinn en þetta verður alltaf spurning um hvernig hlutirnir gangi upp á þessum tveimur dög- um. Jón Arnar Magnússon keppir í 60 metra hlaupi, langstökki og kúluvarpi í fyrramálið og hástökki síðdegis. Á sunnudag keppir hann í 60 metra grindahlaupi, stangar- stökki og 1.000 metra hlaupi. Guðmundur segir að ekki sé hægt að heimfæra árangur í sjö- þraut fyrirvaralaust yfir á tug- þrautina. Árangurinn í Búdapest verði engu að síður einhver mæli- kvarði á Ólympíuleikana í sumar. Jón Arnar er í sjöunda sæti í heiminum í tugþraut og nái hann sjötta sætinu í Búdapest gefur það fyrirheit um áttunda sætið á Ólympíuleikum. ■ KÖRFUBOLTI Haukar unnu Keflvík- inga með 90 stigum gegn 88 í Intersportdeildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar voru með yfirhönd- ina mest allan fyrri hálfleikinn og höfðu yfir í hálfleik 49-42. Þeir voru einnig sterkari í síð- ari hálfleik, allt þar til Haukar komust yfir á lokakaflanum og tryggðu sér sigurinn. Whitney Robinson var mikilvægur fyrir heimamenn í lokin því kappinn skoraði átta síðustu stig Haukanna og setti niður sigur- körfu leiksins þegar fimm sek- úndur voru til leiksloka. Mike Manciel var stigahæstur Hauka með 27 stig og Sævar Ingi Haraldsson og Robinson skoruðu 13 stig hvor. Hjá Keflavík var Derrick Allen stigahæstur ásamt Nick Bradford með 30 stig. KR-ingar unnu ÍR-inga örugg- lega með 114 stigum gegn 90. Staðan í hálfleik var 48-44 heima- mönnum í vil og juku þeir forskot- ið jafnt og þétt í síðari hálfleik. Joshua Murray var stigahæstur KR-inga með 31 stig, Elvin Mims skoraði 21 og Magni Hafsteinsson setti niður 18. Hjá ÍR var Maurice Ingram stigahæstur með 27 stig. Leikurinn var heldur tilþrifalítill enda lítið í húfi fyrir bæði lið. Grindavík vann Breiðablik, sem þegar var fallið í 1. deild, 101- 78, og Þór Þorlákshöfn hífði sig upp úr botnsætinu á kostnað Blika með sigri á Hamarsmönnum, 83- 75. Þá vann Njarðvík góðan útisig- ur á Tindastól 96-99 og loks vann KFÍ óvæntan sigur á deildar- meisturum Snæfells, 93-90. Í úrslitakeppninni, sem hefst 11. mars, mætir Snæfell Hamri, Grindavík og KR eigast við, Keflavík mætir Tindastól og Njarðvíkingar og Haukar leiða saman hesta sína. ■ STEINAR KALDAL Skorar hér tvö af átta stigum sínum fyrir KR gegn ÍR í gærkvöldi. Lokaumferð Intersportdeildarinnar: Robinson með sigurkörfu Hauka Úrslit: UMFG - Breiðablik 101-78 Haukar - Keflavík 90-88 KFÍ - Snæfell 93-90 KR - ÍR 114-90 Tindastóll - UMFN 96-99 Þór Þorl. - Hamar 83-75 LOKASTAÐAN Í INTERSPORTDEILDINNI: L U T S Snæfell 22 18 4 36 UMFG 22 18 4 36 Keflavík 22 15 7 30 UMFN 22 14 8 28 Haukar 22 13 9 26 Tindastóll 22 12 10 24 KR 22 11 11 22 Hamar 22 10 12 20 ÍR 22 6 16 12 KFÍ 22 6 16 12 Þór Þorl. 22 5 17 10 Breiðablik 22 4 18 8 Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda keppa Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss hefst í dag. Undankeppni í stangarstökki fer fram síðdegis en keppni í sjöþraut hefst í fyrramálið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Keppir í stangarstökki í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.