Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 53

Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 53
FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 THE ITALIAN JOB Það er líka puð að vera ræningi, þessu komast þau Charlize Theron, Mark Wahlberg og félagar að í endurgerð myndarinnar Italian Job. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 15 17 18 19 20 TOPP 20 - VINSÆLUSTU LEIGU- MYNDBÖNDIN - VIKA 9 The Italian Job Spenna Matchstick Men Drama Pirates of the Caribbean Ævint. American Wedding Gaman My Boss’s Daughter Gaman Bruce Almighty Gaman Underworld Ævintýri Bad Boys 2 Spenna Dumb and Dumberer Gaman Cabin Fever Hryllingsmynd Malibu’s Most Wanted Gaman Down With Love Söngleikur Hollywood Homicide Gaman Freddy vs. Jason Hryllingsmynd League of Extraord... Ævintýri Le Divorce Gaman City of God Drama Tomb Raider 2 Ævintýri The Life of David Gale Drama What a Girl Wants Gaman Vinsælustumyndböndin 800 7000 - siminn.is Skemmtilegur sími fyrir þig. 1.980 Léttkaupsútborgun Nokia 2100 og 750 kr. á mán. í 12 mán. Nokia 3200 1.980 Léttkaupsútborgun og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. GSM á góðu verði G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 3 9 2 Verð aðeins: 10.980 kr. Verð aðeins: 19.980 kr. • 84 gr. • Rafhlaða: 150 klst. í bið/3 klst. í tali. • Öflugt númeraminni. • Titrari. • Leikir. • 35 hringitónar. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. • Litaskjár. • MMS. • GPRS. • WAP. • 106 gr. • Pólýtónar o.fl. • Raddmerki fyrir allt að 10 nöfn. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Flottur sími með mynda- vél á frábæru verði. Það hljóta að teljast undarlegtíðindi að undirfataauglýsing skuli vera bönnuð í landi þar sem berbrjósta stúlkur skreyta blað- síðu þrjú í dagblöðum upp á hvern dag. Auglýsing, sem sést hér fyrir ofan, sýnir líkama ofurfyrirsæt- unnar Elle Macpherson og höfðu kvartanir borist til þeirra sem hafa eftirlit með auglýsingum um að fyrirsætan væri að fróa sér á myndinni. Dæmi nú hver fyrir sig. Yfirráð auglýsingastaðla (Advertising Standards Authority) í landinu tók mark á kvörtuninni og bannaði auglýsingafyrirtækinu, Bendon UK, að birta auglýsinguna aftur. Fyrirtækið segist hafa verið undir áhrifum frá Alfred Hitchcock myndinni Rear Window og segja talsmenn þess að beðið hafi verið um „kvenlega, íburðar- mikla og stílhreina“ auglýsingu. Ljósmyndin er tekin í gegnum skráargat og höfuð Elle sést ekki, einungis nærbuxur hennar og brjóstahöld. Þumlar hennar eru svo undir nærbuxum hennar. Tískutímaritið Vogue er eitt þeirra blaða sem auglýsendur fá ekki að birta auglýsinguna í. Tals- menn blaðsins segja hana þó „fallega og ómóðgandi“. ■ Undirfataauglýsing með Elle Macpherson þótti of svæsin fyrir Breta. Skrýtnafréttin AUGLÝSINGIN BANNAÐA Þessi auglýsing þykir of ögrandi fyrir gangandi vegfarendur í London. Nærfataauglýsing bönnuð í Bretlandi BÓKMENNTIR Höfundur ævintýr- anna um Harry Potter, JK Rowl- ing, segist ekki vilja útiloka það að hún skrifi fleiri bækur en sjö um töfradrenginn vinsæla. Áður hafði hún sagst aðeins ætla að skrifa sjö bækur, eina um hvert ár Potters í Hogwarts galdraskólanum. Nú segist hún ekki vilja útiloka það að hún muni einhvern tímann skrifa eina bók til viðbótar um Harry sem full- orðinn mann. Þetta sagði hún í vefspjalli við aðdáendur sína er haldið var af tilefni degi bókarinnar. „Ég skrifa líklegast ekki aðra bók um Potter eftir skólagöngu hans en ég vil aldrei segja aldrei. Yfirleitt þegar ég hef gert það brýt ég loforð mín strax,“ segir hún. Rowling er nú að skrifa sjöttu bókina um Potter. „Ég get ekkert sagt um hvenær bókin kemur út en þetta gengur mjög vel. Ég hef mjög gaman af því að skrifa þessa bók,“ segir Rowling. Rowling lofar meiri ástarævin- týrum í lífi Potters og fleiri áföll- um. Hvers á pilturinn eiginlega að gjalda? ■ Fleiri bækur um Harry Potter? HARRY POTTER Síðustu tvö árin í Hogwartsskóla verða víst eng- inn dans á rósum. Fleiri áföll og fleiri ástarævintýri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.