Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Skátarnir okkar Ef það á að stækka víkingasveit-ina, þá legg ég til að við reynum að nota hana í eitthvað gagnlegt. Hingað til hafa þessir þrautþjálfuðu og fjölhæfu menn varla verið kall- aðir út nema til þess að standa svip- brigðalausir afsíðis með sólgler- augu og heyrnartæki þegar þjóð- höfðingjar koma til landsins eða til að afvopna einhverja fyllirafta með haglabyssur. Auðvitað er það ágætt að menn með lambúshettur séu sendir til að snúa svoleiðis vand- ræðagemsa niður og kenna þeim mannasiði, en þess á milli verður auðvitað að sjá til þess að hörkutól- in hafi eitthvað annað að gera. ÉG SÉ fyrir mér vaska sveit manna sem hægt verður að senda hingað og þangað í ýmsum erinda- gjörðum. Til dæmis eru verulegar brotalamir í heilbrigðisþjónustunni. Gamalt fólk og langveikir fá ekki heimahjúkrun nema í mýflugumynd um þessar mundir. Fólk kemst ekki upp úr rúmi sínu. Það liggur jafnvel á gólfinu heima hjá sér og getur sig hvergi hreyft. Þó það sé vissulega góðra gjalda vert að verja landið, þá er nú líka mikilvægt að fólkinu líði vel í landinu. Hér gæti víkinga- sveitin komið að góðu gagni. OKKUR VIRÐIST líka ganga illa að reka heilbrigðisþjónustu yfirhöf- uð með skilvirku móti, þannig að ekki þurfi endalaust að skera niður með tilheyrandi ramakveini. Hér mætti hæglega senda víkingasveit- ina á vettvang til þess að koma á hagkvæmu skipulagi. Kannski sér- sveitarmennirnir geti þá í leiðinni sest niður og markað stefnu í heil- brigðismálum til lengri tíma. Hver veit? Þetta eru sérþjálfaðir menn sem allir hafa tekið sérstakt sál- fræðipróf. Það gæti gagnast hér. ÞANNIG má sjá fyrir sér að vík- ingasveitin verði ekki bara eitt- hvað leynifélag í bakherberginu hjá ríkislögreglustjóra, heldur verði um raunverulega þjóna fólksins að ræða. Til mikils er að vinna. Alls staðar þar sem er grát- ur, óhamingja, erfiðleikar, sorg, of- beldi, brostnir draumar, óréttlæti – alls staðar þar sem byggja þarf brýr, leita sátta, koma á réttlæti, stuðla að framförum, þerra tár og sefa ótta, þar verður víkingasveit- in komin, ávallt til þjónustu reiðu- búin.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.