Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 6
6 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71.85 0.34% Sterlingspund 132.07 -0.08% Dönsk króna 11.83 -0.17% Evra 88.11 -0.15% Gengisvístala krónu 122,66 -0,21% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 463 Velta 6.298 milljónir ICEX-15 2.548 0,13% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 2.786.742 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 885.635 Pharmaco hf. 138.348 Mesta hækkun Íslandsbanki hf. 2,56% Grandi hf. 1,47% Landsbanki Íslands hf. 1,28% Mesta lækkun MP BIO -20,00% Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. -14,89% Vinnslustöðin hf. -2,78% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.093,3 0,3% Nasdaq* 1.919,0 0,9% FTSE 4.309,4 -0,2% DAX 3.726,1 -0,1% NK50 1.407,2 -0,0% S&P* 1.095,2 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvaða dóm fékk morðingi ÖnnuLindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar? 2Hvaða íslenski ráðherra verður full-trúi Íslands við minningarathöfnina um fórnarlömb árásanna í Madríd? 3Hvað heitir trúarleiðtogi Hamas semráðinn var af dögum? Svörin eru á bls. 55 Íslenska ánægjuvogin: Ölgerðin efst og Vodafone neðst VIÐSKIPTI Ölgerðin Egill Skalla- grímsson kom best út í rannsókn IMG Gallup á ánægju viðskipta- vina með ýmis íslensk fyrirtæki, svokallaðri ánægjuvog. Ölgerðin fékk 80,4 stig en helsti samkeppn- isaðili fyrirtækisins, Vífilfell, fékk 74,6 stig. Í flokki banka og tryggingarfé- laga komu sparisjóðirnir best út. Þeir fengu 76,5 stig og er þetta fimmta árið í röð sem sparisjóð- irnir eru hærri en aðrar fjármála- stofnanir. Íslandsbanki var í öðru sæti með 74,3 stig. Tryggingarfé- lögin eru nokkuð lægri en bank- arnir en þeirra efst var Trygg- ingamiðstöðin með 67,6 stig en Sjóvá fékk 66 stig og VÍS 65,2 stig. Hitaveita Suðurnesja er efst meðal orkufyrirtækja með 73,9 stig en Orkuveita Reykjavíkur er með 69,2 stig. Þjónusta Símans vegna heimilissíma fékk 68,7 stig en Síminn GSM var með 66,7 stig og Og Vodafone með 64,6 stig og neðst af öllum fyrirtækjum sem mæld voru. Nóatún er sú verslun sem neytendur eru ánægðastir með samkvæmt niðurstöðum ánægju- vogarinnar. Nóatún fékk 71,2 stig, Olís fékk 70,2 og Samkaup sömu- leiðis. ÁTVR var neðst í þessum flokki með 65,6 stig. ■ LÖGREGLUMÁL Hundaeigendur eru felmtri slegnir eftir að bóndi og landeigandi á bænum Dysjum II við Garðaveg á mótum Garðabæj- ar og Hafnarfjarð- ar skaut til bana h r e i n r æ k t a ð a n Boxer-hund, sem ásamt öðrum hund- um var að leika sér á svæðinu í gær. Atvikið var kært til lögreglunnar í Hafnarfirði og fer hún nú með rann- sókn málsins. Að sögn fulltrúa rann- sóknardeildar lögreglunnar verð- ur skýrsla tekin af málsaðilum og málið síðan sent fulltrúum sýslu- manns til frekari meðferðar. Hundaeigendur hafa í mörg ár notað svæðið við Bala við Garða- veg, sem er skammt frá Dysjum II, til að láta hunda sína hlaupa og leika sér. Þrír hundar voru ásamt eigendum sínum á svæðinu í gær og í hita leiksins hlupu þeir í átt að bóndabænum, en engin girðing er á staðnum. Kristrún Úlfarsdóttir, einn hundaeigandanna, segir að bóndinn hafi skyndilega birst með skotvopn, en hennar hundur slapp með skrekkinn. „Maðurinn birtist allt í einu með byssu og við heyrðum skot- hvelli og urðum skelfingu lostin. Við óttuðumst um líf okkar því við vorum ekki langt frá hundunum og vorum dauðhrædd um að það yrði skotið á okkur. Bóndinn skaut að minnsta kosti tveimur skot- um,“ segir Kristrún og bætir því við að lögreglan hafi strax verið látin vita af atvikinu og hún síðan komið á staðinn og tekið skot- vopnið af manninum. „Ég þori aldrei aftur að fara með minn hund á þennan stað,“ segir Kristrún. Kindur eru á bænum Dysjum II og hefur þeim nýlega verið sleppt út. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins drap hundur eina kind á bænum í fyrradag og særði aðra, en eigandi þess hunds er enn ófundinn. Svæðið við Bala var í mörg ár nýtt sem aðsetur fyrir björgunarhundasveitina og síðan fyrir Hundaræktarfélag Íslands. Kjartan Björn Guðmundsson, fyrrverandi formaður björgunar- hundasveitarinnar, segir hunds- drápið hræðilegt og hann hafi aldrei vitað annað eins. „Þetta er alvarlegt mál, ekki síst vegna þess að eigendur hund- anna voru að hlaupa á eftir þeim. Ég get ekki skilið hvers vegna maðurinn sá ástæðu til að drepa Boxer-hundinn. Það hafði verið rætt við hann á sínum tíma um að reyna að halda kindunum frá leik- svæðinu við Bala, en það er auð- vitað stórhættulegt að hann geti bara gripið til byssu með þessum hætti,“ segir Kjartan Björn. bryndis@frettabladid.is Undirskriftasöfnun: Enn snýst niðurstaðan VENESÚELA, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, fagnaði þegar stjórn- lagadeild hæstaréttar Venesúela ógilti úrskurð kjördeildar hæsta- réttarins um gildi undirskrifta sem hefur verið safnað til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans. Kjördeildin sagði allar undir- skriftirnar gildar svo framarlega sem fólk mótmælti því að hafa skrifað sjálft undir en á neðri dóm- stigum var niðurstaðan að hluti und- irskriftanna væri ógildur nema þeir sem skrifuðu undir staðfestu það sérstaklega. Hæstiréttur Venesúela skiptist í nokkrar deildir sem úr- skurða hver um sitt svið. ■ Brauðrisi skiptir um eigendur: Myllan- Brauð seld VIÐSKIPTI Íslensk-ameríska versl- unarfélagið hefur keypt öll hluta- bréf í Myllunni-Brauð hf. en fyrir- tækið er hið stærsta í brauð- og kökugerð í landinu. Hjá Myllunni starfa tæplega 200 manns og velta fyrirtækisins undanfarin ár hefur verið í kringum einn og hálfan milljarð. Hugmyndin með kaup- unum er að styrkja Íslensk-amer- íska enn frekar sem leiðandi markaðs- og framleiðslufyrirtæki og auka samkeppnishæfni með samlegðaráhrifum og sparnaði. ■ – hefur þú séð DV í dag Fjórði maðurinn geymdi fernu af amfetamíni fyrir Grétar Hundaeigendur óttuðust um líf sitt Eigandi lands í grennd við leiksvæði hunda í Garðabæ skaut og drap í gær Boxer-hund sem hafði óvart hlaupið inn á landareignina. Lögreglan rannsakar málið. Hundaeigendur sem voru vitni að drápinu óttuðust um líf sitt. „Við vor- um ekki langt frá hundunum og vorum dauðhrædd um að það yrði skotið á okkur.” LANDSVÆÐI DYSJA II Bóndinn að bænum Dysjum II á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar greip til skot- vopna og drap hreinræktaðan Boxer-hund sem var að leika sér ásamt öðrum hundum á svæðinu í gær. Leiksvæði hunda við Bala er í grennd við bæinn og hafði hundurinn óvart hlaupið þaðan yfir á bæjartúnið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N TOBBI ÓHRÆDDUR Hundurinn Tobbi lék sér á svæðinu við Bala í gær, skömmu eftir að hið sorglega atvik varð við bæinn Dysjar. Bali hefur í mörg ár verið notað sem leiksvæði fyrir hunda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ÁNÆGJA MEÐ ÖLIÐ Ölgerðin Egill Skallagrímsson er það fyrir- tæki sem fólk er ánægðast með sam- kvæmt ánægjuvog Gallup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.