Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 18
18 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR HERVÖRÐUR Í SRI LANKA Ung stúlka lætur sér ekki bregða þó að vopnaður uppreisnarmaður sé á verði bak við hús hennar á Sri Lanka. Uppreisnar- maðurinn er úr röðum klofningshreyfingar Tamíl-Tígra, sem deila nú alvarlega inn- byrðis í fyrsta skipti í þá tvo áratugi sem uppreisn þeirra hefur staðið yfir. Frumvarp um lágmarksfjölda sóknardaga: Viðunandi fyrir smábátasjómenn SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er einmitt það sem við og aðrir eigendur smábáta höfum barist fyrir undanfarin ár svo við fögnum þessu framtaki,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda, vegna frumvarps Magn- úsar Þórs Hafsteinssonar, þing- manns Frjálslyndra flokksins, þess efnis að 23 dagar verði lágmarksfjöldi sóknardaga fyrir smábáta. Hugmyndin með frumvarp- inu er að skapa festu í veiði- kerfi smábáta sem hafa leyfi til veiða með takmörkun á sóknar- dögum. Undir núverandi kerfi fækkar þessum sóknardögum um 10% á ári hverju og verða 19 árið 2005. Örn segir afar jákvætt að þetta sé lagt fram með þessum hætti enda sé búið að skera nóg niður að hans viti. „Menn innan okkar vébanda telja að 23 dagar sé ásættanlegt og víst er að það er betra en núverandi staða.“ ■ Varaformaður Frjálslyndra: Forystan sitji á þingi STJÓRNMÁL „Gunnar hefur rétt á að hafa sínar skoðanir á því hverjir eru í forystu flokksins,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokks- ins. Flokksbróðir hans, Gunnar Örlygsson, hefur lýst því yfir að hann telji Margréti Sverrisdóttur hæfasta til að stýra flokknum við hlið núverandi formanns, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. „Margrét er mjög hæf á allan hátt en það er auðvitað erfitt fyrir mig að dæma um það hvort okkar er hæfara. Hún er reyndar ekki á þingi og mér finnst æskilegra að bæði formaður og varaformaður séu á þingi,“ segir Magnús Þór. Hann bendir jafnframt á að Mar- grét hafi þegar mikil völd og áhrif í flokknum sem framkvæmda- stjóri. ■ Sýningin er opin öllum og aðgangur ókeypis Fræðslumiðstöð Reykjavíkur móðurskólarnir í Reykjavík: Austurbæjarskóli Álftamýrarskóli Breiðagerðisskóli Foldaskóli Hamraskóli Háteigsskóli Hlíðaskóli Korpuskóli Melaskóli Móðurskólar Sýning þar sem móðurskólar í Reykjavík sýna frumkvöðlastarf í uppbyggingu náms, haldin í Borgarleikhúsinu 24.-27. mars 2004 SÝNING - SÝNIKENNSLA - FYRIRLESTRAR - FAGLEG RÁÐGJÖF UPPLÝSINGAR - UPPÁKOMUR - OPIÐ HÚS Í MÓÐURSKÓLUM Nánari upplýsingar um dagskrá á www.grunnskolar.is . . . að verk i leiklist fjölmenn ing fjölgreind tungumál tækni og vísindi tengsl við leikskóla listasmiðja vellíðan og samkennd nýsköpun Opnunartímar sýningarinnar: Miðvikudagur 24. mars kl. 13:00 - 17:00 Setningarhátíð kl. 14:30 - 15:30 Fimmtudagur 25. mars kl. 11:00 - 16:00 Dagskrá á Nýja sviði kl. 14:30 - 16:30 Föstudagur 26. mars kl. 11:00 - 16:00 Dagskrá á Nýja sviði kl. 14:30 - 16:30 Laugardagur 27. mars kl. 11:00 - 14:00 Esso: Kynna nýtt safnkort NEYTENDAMÁL Esso er komið með nýtt safnkort fyrir viðskiptavini sína. Í tilkynningu frá Esso segir að ýmsar nýjungar fylgi nýja kortinu. Þeir punktar sem safn- ist við notkun kortsins séu ígildi peninga sem hægt sé að nota hvenær sem er með framvísun kortsins. Kortið er ætlað þeim sem kaupa vörur eða þjónustu á þjónustustöðvum Esso, í Nesi, Hraðbúðum, smurstöðvum, grillskálum eða öðrum sam- starfsaðilum Esso sem tengjast kortinu. Einnig býðst safnkorts- höfum að nýta punkta sína upp í flugferð með Iceland Express frá og með 1. apríl. ■ FYRIRHUGUÐ UPPBYGGING Svæðið sem er litað blátt er það svæði sem boðið verður út í tengslum við byggingu tónlistarhúss. Tónlistarhús og bygging á nálægum lóðum boðin út saman: Uppbygging tengist Kvos BORGARMÁL Borgaryfirvöld hafa samþykkt að bjóða út byggingu tónlistarhúss og uppbyggingu á lóðum milli Geirsgötu og Lækjar- torgs í einu lagi. Áður höfðu borg- aryfirvöld fyrirhugað að bjóða aðeins út byggingu tónlistarhúss- ins. Tilgangurinn með því að bjóða saman út uppbyggingu tónlistar- húss og uppbyggingu á nálægum lóðum er að búa til heildrænt skipulag fyrir allt svæðið. Þannig á að tengja framkvæmdir vegna tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðv- ar og hótels saman við aðra upp- byggingu í Kvosinni. Hugmyndin að því að tengja uppbygginguna kom frá aðilum sem lýst höfðu áhuga á þátttöku í útboðinu. Þó gert sé ráð fyrir að boðið verði í verkefnið í heilu lagi verð- ur sá valkostur áfram í boði að bjóða aðeins í byggingu og rekst- ur tónlistarhússins sjálfs. Verk- efnið verður boðið út af Austur- höfn - TR, sem er í eigu Reykja- víkurborgar og ríkisins. ■ OSLÓ, AP „Við erum að verða þjóð vælukjóa, jafnvel þó að við höfum það mjög gott. Við höfum aldrei verið við betri heilsu en líður samt illa,“ sagði Finn Bergesen, leiðtogi norskra atvinnurekenda, þegar hann kvartaði undan því að allt of algengt væri að norskir launþegar tilkynntu vinnuveitendum sínum um veikindi. Samkvæmt tölum norsku hag- stofunnar voru að meðaltali 8,5% Norðmanna frá vinnu vegna veikinda á degi hverjum á síð- asta ársfjórðungi síðasta árs og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Þetta segir Bergesen furðu- legt miðað við hversu gott N o r ð m e n n hafa það. Síð- ustu tvö ár hafa Norð- menn haft það best allra þjóða s a m k v æ m t lífsgæðakönn- un Sameinuðu þjóðanna. ■ SMÁBÁTAR Í HÖFN Verði nýtt frumvarp samþykkt fá þeir 23 sóknardaga að lágmarki á ári hverju. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON „Ég, Margrét og Guðjón Arnar höfum átt gott samstarf og það er góður andi á milli okkar,“ segir varaformaður Frjálslynda flokksins. BERGESEN Segir Norðmenn orðna vælukjóa. Atvinnurekendur: Norskir eru vælukjóar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.