Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 2
2 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR „Lagalega séð er lagið einstakt.“ Sveinn Rúnar Sigurðsson er höfundur lagsins sem verður framlag Íslands í Júróvisjón. Eins og venju- lega telja einhverjir sig hafa heyrt svipað lag áður og velta fyrir sér hvort það sé stolið eða stælt. Spurningdagsins Sveinn Rúnar, er þetta engu lagi líkt? VIÐSKIPTI Æðstu stjórnendur KB banka, Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, munu geta keypt bréf í bankanum fyrir 1,2 millj- arða á næstu fimm árum. Tillaga þessa efnis verður lögð fyrir hluthafa bankans á aðalfundi hans á laugardag. Kaupréttirnir eru með sölutryggingu að hluta og er stjórnendum boðið að taka lán í samræmi við almennar regl- ur til að fjármagna kaupin. Um er að ræða kauprétt á 812 þúsund hlutum á ári næstu fimm ár. Kaupgengið miðast við mark- aðsvirði daginn sem rétturinn er veittur. Gengi bankans nú er 300 krón- ur á hlut, en fyrri samningar sem stjórnendur bankans drógu til baka hljóðaði upp á gengið 156. Gengið þá var sótt til 1. júní þeg- ar Kaupþing og Búnaðarbanki sameinuðust. Samhliða kauprétti Sigurðar og Hreiðars Más fengu aðrir lykilstarfsmenn kauprétt á genginu 210. Hörð umræða varð í samfélaginu vegna þessara samninga og tók Davíð Oddsson forsætisráðherra meðal annars út innistæðu sína í bankanum. Rekstur bankans hefur gengið vel og gengi bréfa hans hækkað mikið. Miðað við að núverandi gengi borga þeir hvor um sig 586 milljón krónum meira fyrir bréf- in en samkvæmt fyrri samning- um. Ef miðað er við kaupréttar- gengi annarra kaupenda, þá borga Sigurður og Hreiðar 363 milljónum meira fyrir bréfin. Fjöldi hluta sem þeir fá að kaupa næstu fimm ár er rúmar fjórar milljónir hluta. Það sem þeim stóð til boða að kaupa í nóv- ember voru um sex milljónir hluta. Hefði fyrri kaupréttur gilt væri verðmæti hans nú níu hund- ruð milljónum meiri miðað við gengi dagsins. Þess ber að geta að framtíðar- gengi KB banka liggur ekki fyr- ir. Eignin er bundin næstu fimm árin og því framtíðin ein sem getur skorið úr um hagnað af þessum samningum. Röksemdir stjórnar bankans fyrir tillög- unni er að stjórnendur og lykil- starfsmenn ráði miklu um áframhaldandi vöxt bankans og verðmætaaukningu fyrir hlut- hafa bankans. haflidi@frettabladid.is KÖNNUN Rúmlega 82% þjóðarinn- ar telja að það hafi verið rangt hjá ríkisstjórn Íslands að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæplega 18% telja að það hafi verið rétt. Þetta miðast einungis við þá sem tóku afstöðu. Alls tóku 91,1% aðspurðra af- stöðu til spurningarinnar. Ríf- lega 5% segjast óákveðnir og rúmlega 3% neituðu að svara. Marktækur munur er á afstöðu kynjanna. Um 25% karla telja það hafa verið rétt af ríkis- stjórninni að styðja innrásina samanborið við aðeins 10% kvenna. Ekki er marktækur munur á afstöðu fólks með tilliti til búsetu. Stuðninur almennings við stefnu íslenskra stjórnvalda í málinu hefur minnkað töluvert á einu ári. Í apríl í fyrra leiddi skoðanakönnun Fréttablaðsins í ljós að 28% fólks var fylgjandi stefnu íslenskra stjórnvalda en 72% mótfallin henni. Skoðanakönnunin var unnin á föstudaginn. Hringt var í 800 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega eftir búsetu, og þeir spurðir: „Var það rétt eða röng ákvörðun hjá ríkisstjórn Íslands að styðja innrásina í Írak?“ Alls tóku 91,1% að- spurðra afstöðu. ■ FRÁ STRANDSTAÐ Baldvin Þorsteinsson er nú í Noregi þar sem verið er að kanna skemmdir. Strand Baldvins Þorsteinssonar: Sjópróf hefjast í dag STRAND Sjópróf vegna strands fjölveiðiskipsins Baldvins Þor- steinssonar í Meðallandsfjöru fyrr í mánuðinum, hefjast í hér- aðsdómi Norðurlands eystra í dag. Sjóprófin áttu upphaflega að hefjast síðastliðinn mánudag, en þeim var frestað þar til allir skip- verjar væru komnir til landsins. Þeir komu frá Noregi í gær, en eftir að skipinu var bjargað af strandstað var það flutt þangað til að kanna skemmdir. Aðalfundi Samherja, útgerðarfélags Bald- vins Þorsteinssonar, hefur verið frestað til 29. apríl vegna óhapps- ins. ■ EKIÐ Á BARN Á REIÐHJÓLI Ekið var á níu ára gamla stúlku á reið- hjóli við Fjölbrautarskóla Suður- lands á Selfossi um klukkan eitt í gær. Að sögn lögreglu var stúlk- an með hjálm en talið er að hún sé lærbrotin. Stúlkan var flutt á slysadeild í Fossvogi. BRAUTARSPOR SKOÐUÐ Hótanir um að lestarteinar yrðu sprengdir í loft upp urðu til þess að svipast var eftir sprengjum víða um Frakkland. Frakkland: Sprengja á lestarteinum PARÍS, AP Starfsmaður frönsku lestanna fann í gær sprengju sem hafði verið grafin niður að hluta við lestarteina. Stutt er síðan áður óþekkt samtök sögðust hafa graf- ið níu sprengjur við lestarteina í Frakklandi og hótuðu því að sprengja þær ef þau fengju ekki greiddar háar fjárhæðir. Sprengjan fannst við járn- brautarsporin sem liggja frá Par- ís til Basel í Sviss. Sprengju- sérfræðingar grófu sprengjuna upp og gerðu hana óvirka. ■ ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir BROTIST INN Í FJÓRA BÍLA Til- kynnt var um fjögur innbrot í bíla í Hvömmunum í Kópavogi í fyrrinótt. Þjófarnir brutu hliðar- rúður og höfðu á brott með sér hljómflutningstæki. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. FLUTNINGABÍL EKIÐ Á HEST Flutningabíl var ekið hest á við Hala í Suðursveit í gærmorgun. Bíllinn var ökufær en skemmdist þó töluvert. Hesturinn hljóp á brott og var hann ófundinn þegar rætt var við lögregluna á Höfn síðdegis í gær. Að sögn lögreglu er lítið um girðingar á þessu svæði og því algengt að hestar gangi lausir við þjóðveginn. Kjörin rýrnuðu um níu hundruð milljónir Nýr kaupréttur stjórnenda er tveimur milljónum lægri að nafnvirði en umdeildur réttur sem þeir afsöluðu sér í nóvember. Nýr samningur verður lagður fyrir hluthafafund á laugardag. NÝIR SAMNINGAR Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, og Hreiðar Már Sigurðsson bankastjóri munu með fyrirvara um samþykki aðalfundar, gera nýja kaupréttarsamninga um kaup í bankanum. Upphæðin frá síðasta samningi hefur lækkað, auk þess sem gengi kaupréttarins er mun hærra en í fyrri samningi. Nafnverð Nafnverð kaupréttar kaupréttar nú í nóvember 4.060.000 6.090.000 Kaupgengi gamla samningsins 156 633.360.000 950.040.000 Kaupgengi annarra stjórnenda KB banka 210 852.600.000 1.278.900.000 Kaupgengi í gær 300 1.218.000.000 1.827.000.000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FJÖGURRA BÍLA ÁREKSTUR Fjög- urra bíla aftanákeyrsla varð á þjóð- veginum milli Egilstaða og Fellabæj- ar síðdegis á þriðjudag. Engin slys urðu á fólki en einn bíllinn var óöku- fær og var hann dreginn í burtu. ELDUR KVIKNAÐI Í RAFMAGNS- KASSA Slökkvilið var kallað á vett- vang þegar eldur kviknaði í raf- magnskassa skammt frá höfninni í Keflavík á þriðjudagskvöld. Raf- magnslaust varð í hluta bæjarins í kjölfarið. ELDUR KVIKNAÐI Í BÍL Eldur kom upp í vélarrými bifreiðar á þjóðveg- inum undir Ingólfsfjalli á þriðjudag. Slökkvilið Árborgar var kallað á stað- inn og gekk greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Tveir menn voru í bílnum og komust þeir klakklaust út. Skoðanakönnun Fréttablaðsins um innrásina í Írak: Mikil andstaða við stefnu stjórnvalda RÖNG ÁKVÖRÐUN 82,4% VAR ÞAÐ RÉTT EÐA RÖNG ÁKVÖRÐ- UN HJÁ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS AÐ STYÐJA INNRÁSINA Í ÍRAK? RÉTT ÁKVÖRÐUN 17,6% ■ Lögreglufréttir Arnar Jensson segir það blasa við að þremenningarnir verði ákærðir: Kanna tengsl við glæpastarfsemi erlendis LÍKFUNDARMÁLIÐ Lögreglan er að kanna hvort líkfundarmálið tengist skipulagðri glæpastarfsemi í Lit- háen eða annars staðar í heiminum, að sögn Arnars Jenssonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns hjá Ríkislög- reglustjóra. „Við erum í samstarfi við al- þjóðlegar lögreglustofnanir og Lit- háa en engar handtökuskipanir hafa verið gefnar út erlendis vegna málsins,“ segir Arnar. Arnar staðfestir að grunur leiki á að fleiri Íslendingar tengist dreifingu á fíkniefnum frá Litháen en segir að enn hafi engir verið yfirheyrðir. „Það getur einnig reynst erfitt að upplýsa þennan þátt vegna um- fjöllunar fjölmiðla en það sem varðar dauða mannsins og meðferð á líkinu teljum við mjög vel upp- lýst.“ Enginn sem nafngreindur er í þeim skýrslum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum hefur haft sam- band við lögreglu. Arnar segir að líkfundarmálið sé ekki á leið til saksóknara á næstu dögum. „Við erum að bíða eftir ýmsum gögnum að utan og frá tækni- mönnum,“ segir Arnar. „Við eig- um von á niðurstöðum eftir eina til tvær vikur og svo verðum við að sjá hvert angarnir leiða okkur. Mér finnst það blasa við að þre- menningarnir verði ákærðir en ég get ekki svarað því hvort fleiri verða ákærðir.“ ■ ARNAR JENSSON Arnar segir að líkfundarmálið sé ekki á leið til saksóknara á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.