Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 22
22 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ÓLYMPÍULEIKARNIR UNDIRBÚNIR Enn eru tæpir fimm mánuðir þar til Ólympíuleikarnir í Aþenu hefjast. Undir- búningur er í fullum gangi og í gær fór fram lokaæfing fyrir athöfnina í dag þegar ólympíueldurinn verður kveiktur. Ísland eftirbátur nágrannaþjóða í vísindastörfum: Lítill hagvöxtur vegna nýsköpunar Það fjármagn sem rennur tilþeirra 92 ríkisstofnana sem flokkast undir vísinda- og rann- sóknarstofanir virðist að mestu vera ómarkvisst og eftirlitslaust,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, alþing- ismaður fyrir Samfylkinguna. Hann hefur óskað upplýsinga um það fé sem veitt hefur verið úr op- inberum sjóðum til rannsóknar- og þróunarstarfa af ýmsu tagi undan- farin ár. „Ég hef ekki fengið svar frá öll- um ráðuneytum en það er engin reglufesta í úthlutunum og sem af- leiðing virðast úthlutanir ómark- vissar enda er árangur okkar Ís- lendinga í samanburði við ná- grannaþjóðirnar afar dapurlegur.“ Ásgeir nefnir sem dæmi að í Finnlandi og Svíþjóð sé 70% alls hagvaxtar í þeim löndum tilkom- inn vegna nýsköpunar meðan hlut- fall hérlendis sé nálægt 10%. „Þrátt fyrir þennan mun setjum við svipað hlutfall þjóðartekna til rannsóknarstarfa en það er ein- faldlega ekki að skila sér aftur.“ ■ Bjartsýnir og opnir fyrir frekari stækkun Forsvarsmenn Century Aluminium eru bjartsýnir á framtíð áliðnaðarins. Þeir hyggjast fylgja eftir stækkunaráformum Norðuráls og vilja skoða möguleika á frekari stækkun í framtíðinni. Þeir sjá marga kosti þess að fjárfesta á Íslandi. VIÐSKIPTI „Við viljum gjarnan skoða möguleika á frekari stækk- un Norðuráls aðra en þá sem er langt komin,“ segir Craig Davis, forstjóri og stjórnarformað- ur Century Alu- minium, en fyrirtækið hefur gert samning við Columbia Ventures, fyrir- tæki Kenneth Peterson, um kaup á Norður- áli. Davis var í stuttu stoppi hér á landi til að heilsa upp á s t j ó r n e n d u r Norðuráls. Hann segir viðræður um kaup hafa haf- ist fyrir alvöru fyrir hálfu ári, en segist hafa átt í viðræðum við Pet- erson um hugsanlegt samstarf fyrir nokkrum árum. Davis er fyrrverandi stjórnandi hjá Alumax. Hann segir mikla kosti fyrir fyrirtæki eins og Century að fjárfesta í fullbúnu álveri, þar sem fyrirtækið sé lítið í samanburði við stærstu fyrirtæki í geiranum. Þannig geti framleiðslan hafist strax. Craig Davis segir Century ekki hafa lagt í miklar rannsóknir á ís- lenska hagkerfinu. „Við teljum að Ísland sé góður staður til að eiga viðskipti og að efnahagsumhverfi hér sé gott fyrir starfsemi okkar.“ Hann segir að fyrirtækið hafi horft til möguleika til frekari orkuöflun- ar, auk þess sem landið liggi vel við sjóflutningum. „Við litum til þess að hér eru miklir möguleikar til þess að framleiða meiri orku með jarðvarma- og vatnsaflsvirkjun- um.“ Hann segir umhverfismál of- arlega á blaði hjá Century. Þau mál séu í góðu standi hjá Norðuráli. „Umræða um umhverfismál hófst fyrr í Bandaríkjunum en víða ann- ars staðar, þannig að við erum vön því að horfa til umhverfismálanna í okkar vinnu.“ Áætlaður hagnaður af sölu Norðuráls er um fimm milljarð- ar króna. Kenneth Peterson seg- ist áfram munu horfa til Íslands sem fjárfestir. Ekkert sé þó á teikniborðinu fyrir utan eign hans í Og Vodafone. „Þessi sala er mjög jákvæð fyrir erlendar fjárfestingar á Íslandi. Century er skráð almenningshlutafélag með marga fjárfesta innan- borðs. Slíkt vekur áhuga fjár- festa sem áður vissu lítið sem ekkert um landið.“ Peterson segir að við söluna minnki áhersla hans á málmiðnað veru- lega. Hann hefur verið að hasla sér völl í fjarskiptum og býst við að svo verði áfram. Craig Davis segist meta það svo að framtíðin sé björt fyrir ál- iðnaðinn. Flest bendi til þess að notkun áls muni fara vaxandi. haflidi@frettabladid.is ISO 9001 gæðastaðall er okkar styrkur og þín trygging fyrir gæðavöru Allar TEKNOS vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli TEKNOS hágæðamálning fæst nú á öllum norðurlöndunum. TEKNOS er ein vandaðasta málningin á markaðnum í dag. M Á LN ING ARTILB O Ð frá kr. 2 98- lt r. Hágæða lakkmálning Gljástig 15, 40 og 80 Hágæða Akrýl innimálning Gljástig 3, 7 og 20 KAUPENDURNIR Craig Davis, forstjóri Century, hefur auk- ið vöxt þess með kaupum og endur- bótum á álfyrirtækjum. Century Aluminium: Kaupir frekar en að byggja VIÐSKIPTI Century Aluminium var stofnað árið 1995 og var skráð á markað ári síðar. Félag- ið hefur stækkað með kaupum á álverum í stað þess að byggja sín eigin. Meðal álvera sem fé- lagið keypti var álver Alcoa í Kaliforníu. Alcoa varð að selja frá sér álver í Bandaríkjunum til þess að uppfylla skilyrði um yfirtöku á Alumax. Craig Davis er stjórnarfor- maður og forstjóri Century, en hann starfaði áður hjá Alumax. Vöxtur félagsins hefur ekki farið framhjá fjárfestum og hafa hlutabréf félagsins fjór- faldast í verði á síðustu tólf mánuðum. ■ Kenneth Peterson: Úr málmi í fjarskipti VIÐSKIPTI Kenneth Peterson var alls óþekktur hér á landi þar til nafn hans birtist í tengslum við hugsanlega fjárfestingu í álveri á Íslandi. Peterson er lögfræð- ingur að mennt og starfaði sem slíkur til ársins 1987, þegar hann keypti 160 þúsund tonna álver í Washingtonfylki. Hér á landi birtist hann árið 1995 og skoðaði möguleika á að reisa álver. Margir voru efins um að þessi óþekkti Bandaríkjamað- ur væri draumafjárfestir Íslend- inga í stóriðju. Fjárfestingin hef- ur reynst farsæl bæði fyrir hag- kerfið og Kenneth Peterson sjálf- an. Upphaflega var lagt upp með 60 þúsund tonna álver, en fram- leiðslugetan var aukin í 90 þús- und tonn árið 2001. Norðurál hyggst auka framleiðslugetuna í 90 þúsund tonn og er líklegt að gengið verði frá ákvörðun um það á næstunni. Hann lýsir sér sem fjárfesti sem leiti kauptækifæra þegar verð hefur lækkað. Þannig steig hann sín fyrstu skref í áliðnaði. Ofurvæntingar fjárfesta til fjar- skiptageirans biðu skipbrot og hlutabréf fjarskiptafyrirtækja lækkuðu. Kenneth Peterson hef- ur við þær kringumstæður fjár- fest í fjarskiptageiranum. Hann er stærsti eigandi Og Vodafone hér á landi og á einnig bandarísk fjarskiptafyrirtæki. ■ CENTURY ALUMINIUM Markaðsverðmæti 40 milljarðar króna. Framleiðslugeta 525 þúsund tonn Hagnaður síðasta árs 3,3 milljarðar ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON Mun minni nýsköpun á Íslandi en hjá nágrannaþjóðum okkar. KENNETH PETERSON Peterson var óskrifað blað þegar hann reisti álver Norðuráls á Grundartanga. Fjárfestingin reyndist farsæl öllum þeim sem að henni komu. ÁNÆGÐIR MEÐ VIÐSKIPTIN Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures, á milli þeirra Jack Gates, aðstoðarforstjóra Century Aluminium, og Craig Davis, forstjóra og stjórnarformanns fyrirtækisins. „Við teljum að Ísland sé góður staður til að eiga viðskipti og að efnahags- umhverfi hér sé gott fyrir starfsemi okk- ar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.