Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 49
49FIMMTUDAGUR 25. mars 2004 GÓÐUR SIGUR ÍSLANDS Íslenska drengjalandsliðið, skipað leik- mönnum 17 ára og yngri, byrjaði vel í milliriðli EM sem fram fer á Englandi. Íslenska liðið lék gegn því norska í fyrsta leik í gær- kvöld og fór með sigur af hólmi, 2-1. Norðmenn komust yfir á 37. mínútu en KR-ingurinn Gunnar Kristjánsson jafnaði metin strax í byrjun síðari hálfleiks. Það var síðan Arnór Smárason, leikmaður Heerenveen, sem skoraði sigur- markið þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. FÓTBOLTI Chelsea og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen, sem var í byrjunarliði Chelsea, kom sínum mönnum yfir í byrjun síðari hálf- leiks þegar hann skaut í opið markið eftir skógarferð hjá Jens Lehman í marki Arsenal. Ekki leið á löngu þar til Frakk- inn Robert Pires jafnaði metin fyrir Arsenal með góðu skalla- marki. Ekki voru fleiri mörk skor- uð en Marcel Desailly, varnarjaxl Chelsea, var rekinn út af á 83. mínútu með sitt annað gula spjald. Arsenal er í betri stöðu fyrir seinni leik liðanna vegna marks- ins sem liðið skoraði á útivelli. Þess má geta að Chelsea hefur ekki unnið Arsenal í síðustu 17 leikjum liðanna. Real Madrid vann Mónakó 4-2 á Spáni. Sebastien Squillaci kom Mónakó yfir tveimur mínútum fyrir leikhlé. Real var ekki af baki dottið og skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik. Luis Figo skoraði tvö mörk og þeir Zinedine Zidane og Ronaldo sitt markið hvor. Fern- ando Morientes, sem er í láni frá Real, minnkaði muninn fyrir Mónakó undir lok leiksins. ■ KÖRFUBOLTI Keflavík vann ÍS örugg- lega, 80-56, í fyrsta úrslitaleik lið- anna í 1. deild kvenna. Stúdínur voru tveimur stigum yfir, 25-27, þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá snerist leikurinn við. Keflavík skoraði þá 18 stig á móti tveimur hjá ÍS og staðan í hálf- leik var 43-30 fyrir Keflavík. Þessi munur hélst það sem eftir lifði leiks. Erla Þorsteinsdóttir var stiga- hæst hjá Keflavík með 22 stig og þær Anna María Sveinsdóttir og Erla Reynisdóttir settu 14. Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst hjá ÍS með 10 stig og Lovísa Guðmundsdóttir skoraði 9. Casie Lowman átti slakan dag í liði Stúdína og skoraði aðeins 6 stig. Hitti hún úr þremur af 16 skot- um sínum í leiknum. ■ HANDBOLTI Valsarar skutust á topp RE/MAX-úrvalsdeildar karla í handknattleik í gærkvöld þegar þeir lögðu KA-menn að velli á Ak- ureyri, 35-32. KA-menn byrjuðu betur en Valsmenn náðu undirtök- unum um miðbik fyrri hálfleiks, mest fyrir tilstilli Pálmar Péturs- sonar, markvarðar Vals, sem fór á kostum og varði alls 21 skot í leiknum. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum. KA-menn byruðu ágætlega en það fjaraði undan þeim og Valsmenn unnu mikilvægan sigur. Arnór Atlason var markahæstur hjá KA með tólf mörk, Andreus Stelmokas skoraði sex mörk og þeir Jónatan Magn- ússon og Einar Logi Friðjónsson skoruðu fjögur mörk hvor. Bald- vin Þorsteinsson skoraði tíu mörk fyrir Val og Sigurður Eggertsson og Hjalti Þór Pálmason skoruðu sex mörk hvor. Haukar misstu af tækifærinu til að halda toppsætinu með því að gera jafntefli við ÍR, 25-25. ÍR- ingar höfðu yfirhöndina mest all- an leikinn en Haukar náðu að jafna leikinn undir lokin og gátu tryggt sér sigur á síðustu sekúnd- unum. Einar Hólmgeirsson skor- aði átta mörk fyrir ÍR og Hannes Jón Jónsson og Ingimundur Ingi- mundarson skoruðu fimm mörk hvor. Ólafur Helgi Gíslason varði 25 skot í marki ÍR. Robertas Pauzoulis var yfirburðamaður hjá Haukum með tólf mörk. HK og Grótta/KR gerðu jafn- tefli, 24-24, í Digranesi í slagnum um sjötta sætið. Leikurinn var gífurlega jafn og spennandi og nánast jafnt á öllum tölum. Ólafur Víðir Ólafsson tryggði HK jafn- tefli með marki úr vítakasti þegar 15 sekúndur voru eftir. Hann var markahæstur hjá HK með sjö mörk, Andrius Rackauskas skor- aði sex og Elías Már Halldórsson skoraði fimm. Björgvin Gústavs- son varði tólf skot í marki HK og skoraði einnig eitt mark. Páll Þór- ólfsson skoraði átta mörk fyrir Gróttu/KR, Kristinn Björgúlfsson skoraði fimm mörk og Daði Haf- þórsson og Konráð Olavsson skor- uðu fjögur mörk. Framarar rúlluðu yfir skelfi- lega slaka Stjörnumenn, 35-17, á heimavelli í gær. Staðan í hálf- leik var 15-8, Frömurum í vil og var aðeins spurning hversu stór sigurinn myndi verða í síðari hálfleik. Stefán Baldvin Stefáns- son og Valdimar Þórsson voru markahæstir hjá Fram með sjö mörk, Arnar Þór Sæþórsson skoraði sex, Jóhann G. Einarsson var með fimm og Jón Þór Þor- varðarson skoraði fjögur mörk. Egedijus Petkevicius varði 23 skot í marki Fram. Björn Frið- riksson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna, Arnar Theódórsson skoraði fjögur og Guðmundur Guðmundsson og Kristján Krist- jánsson skoruðu tvö mörk hvor. ■ ERLA ÞORSTEINSDÓTTIR MIÐHERJI KEFLAVÍKURLIÐSINS Var atkvæðamest í gær með 22 stig. Fyrsti úrslitaleikur 1. deildar kvenna: Öruggur sigur Keflavíkur FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R ÓSKAR MEÐ SÍNA MENN Á TOPPINN Óskar Óskarsson, þjálfari Vals, fór með lærisveina sína til Akureyrar, lagði KA og komst á toppinn. RE/MAX-ÚRVALSDEILD Valur 13 7 2 4 363:334 24 Haukar 13 7 4 2 415:353 23 ÍR 13 6 2 5 383:379 22 KA 13 7 0 6 405:401 21 Fram 13 7 0 6 388:360 20 HK 13 5 1 7 358:374 16 Grótta/KR 13 6 1 6 337:334 16 Stjarnan 13 2 0 11 309:423 10 Á toppinn á ný Valsmenn lögðu KA-menn á Akureyri á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn ÍR. Jafntefli í Lundúnarslag meistaradeildarinnar: Eiður á skotskónum fyrir Chelsea MIKIVÆGT MARK Eiður Smári Guðjohnsen fagnar ógurlega marki sínu gegn Arsenal. ■ Fótbolti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.