Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 33
33FIMMTUDAGUR 25. mars 2004 Það er rosalega skemmtilegt aðtaka þátt í svona keppni,“ segir Sjöfn Sæmundsdóttir, sem lenti í öðru sæti í keppninni um ungfrú Vesturland sem haldin var á laugar- dagskvöldið í Bíóhöllinni á Akranesi. „Lífsreynslan er mikil og gaman að kynnast öllum þessum stelpum.“ Sig- urvegari kvöldsins var Ragnheiður Björnsdóttir sem hlaut titilinn ung- frú Vesturland 2004 og í þriðja sæti Hrafnhildur Harðardóttir sem ein- nig var valin vinsælasta stúlka keppninnar. „Við erum ánægð með þessa keppni, þetta tókst vel í alla staði,“ sagði Silja Allansdóttir, fram- kvæmdastjóri keppninnar Ungfrú Vesturland, eftir að úrslitin lágu fyr- ir. Ekki skemmdi fyrir að Bíóhöllin var troðfull af fólki og stemningin var rafmögnuð. Þær sem lentu í þremur efstu sætunum unnu sér inn rétt til að keppa um titilinn Ungfrú Ísland í Fegurðarsamkeppni Íslands sem haldin verður 29. maí. ■ Rafmagnað í kringum ungfrú Vesturland ■ Nýjar bækur VIÐ FLYTJUM.. . Afgreiðsla heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verður lokuð föstudaginn 26. mars og mánudaginn 29. mars nk. vegna flutnings ráðuneytisins frá Laugavegi 116 að Vegmúla 3 Beðist er velvirðingar á tímabundnum óþægindum sem lokunin kann að valda en hægt er að koma erindum á framfæri við ráðuneytið á póstfanginu: postur@htr.stjr.is Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið LjóðabókinMystic Jo- urney eftir Þórgunni Jónsdóttur er komin út en hún hefur áður gefið út ljóðabókina The Weel of Time. Ljóðin í bókinni eru ort á árunum 1997–2002 á Stokkseyri þar sem Þórgunnur hefur búið frá árinu 1995. Hún bjó í Kaliforníu frá 1975–1983 og þar byrjaði hún að yrkja á ensku en hún hefur haldið sig við að yrkja á þá tungu. Hún sækir efni ljóðanna í ýmsar áttir en flest eru þau innblásin af íslenskri náttúru auk þess sem hún yrkir um ferðalög til Sjálands og Mallorca. Mystic Journey fæst í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og Máli og menn- ingu við Laugaveg. ■ Samnorræn frímerki Á morgun, föstudag, kemur út samtímis á öllum Norðurlöndun- um ný frímerkjaröð sem er helguð norrænni goðfræði og kallast Heimur goðanna. Útgáfa frímerkjaraðarinnar er hluti af samstarfsverkefninu Efstir í heimi frímerkja sem póststjórn- ir Norðurlandanna ákváðu að efna til árið 2002. Heimur goðanna er fyrsta verkefnið af þremur og kemur út í veglegri frímerkjamöppu á föstudag. Hinar tvær möppurn- ar verða gefnar út á tveggja ára fresti. Tilgangurinn með sam- starfinu er að styrkja og efla samnorræna frímerkjaútgáfu og efla veg norrænna frímerkja á alþjóðavísu. Átta smáarkir eru í möpp- unni, ein frá hverju landi og hef- ur hver sitt sérstaka myndefni sem er tengt sögu og menningu hvers lands. Myndefnið er sótt í norrænar goðsagnir, þjóðtrú og þjóðkvæði. Hönnuður íslensku arkarinnar er grafíski hönnuð- urinn Tryggvi T. Tryggvarson. ■ ÓÐINN Á SLEIPNI Hluti af samnorrænni frímerkjaröð sem er helguð norrænni goðafræði. SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR OG HRAFNHILDUR HARÐARDÓTTIR Þær lentu í þremur efstu sætunum í keppninni um ungfrú Vesturland. Þær hafa því unnið sér inn þátttökurétt í Fegurðarsamkeppni Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.