Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 25.03.2004, Qupperneq 33
33FIMMTUDAGUR 25. mars 2004 Það er rosalega skemmtilegt aðtaka þátt í svona keppni,“ segir Sjöfn Sæmundsdóttir, sem lenti í öðru sæti í keppninni um ungfrú Vesturland sem haldin var á laugar- dagskvöldið í Bíóhöllinni á Akranesi. „Lífsreynslan er mikil og gaman að kynnast öllum þessum stelpum.“ Sig- urvegari kvöldsins var Ragnheiður Björnsdóttir sem hlaut titilinn ung- frú Vesturland 2004 og í þriðja sæti Hrafnhildur Harðardóttir sem ein- nig var valin vinsælasta stúlka keppninnar. „Við erum ánægð með þessa keppni, þetta tókst vel í alla staði,“ sagði Silja Allansdóttir, fram- kvæmdastjóri keppninnar Ungfrú Vesturland, eftir að úrslitin lágu fyr- ir. Ekki skemmdi fyrir að Bíóhöllin var troðfull af fólki og stemningin var rafmögnuð. Þær sem lentu í þremur efstu sætunum unnu sér inn rétt til að keppa um titilinn Ungfrú Ísland í Fegurðarsamkeppni Íslands sem haldin verður 29. maí. ■ Rafmagnað í kringum ungfrú Vesturland ■ Nýjar bækur VIÐ FLYTJUM.. . Afgreiðsla heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verður lokuð föstudaginn 26. mars og mánudaginn 29. mars nk. vegna flutnings ráðuneytisins frá Laugavegi 116 að Vegmúla 3 Beðist er velvirðingar á tímabundnum óþægindum sem lokunin kann að valda en hægt er að koma erindum á framfæri við ráðuneytið á póstfanginu: postur@htr.stjr.is Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið LjóðabókinMystic Jo- urney eftir Þórgunni Jónsdóttur er komin út en hún hefur áður gefið út ljóðabókina The Weel of Time. Ljóðin í bókinni eru ort á árunum 1997–2002 á Stokkseyri þar sem Þórgunnur hefur búið frá árinu 1995. Hún bjó í Kaliforníu frá 1975–1983 og þar byrjaði hún að yrkja á ensku en hún hefur haldið sig við að yrkja á þá tungu. Hún sækir efni ljóðanna í ýmsar áttir en flest eru þau innblásin af íslenskri náttúru auk þess sem hún yrkir um ferðalög til Sjálands og Mallorca. Mystic Journey fæst í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og Máli og menn- ingu við Laugaveg. ■ Samnorræn frímerki Á morgun, föstudag, kemur út samtímis á öllum Norðurlöndun- um ný frímerkjaröð sem er helguð norrænni goðfræði og kallast Heimur goðanna. Útgáfa frímerkjaraðarinnar er hluti af samstarfsverkefninu Efstir í heimi frímerkja sem póststjórn- ir Norðurlandanna ákváðu að efna til árið 2002. Heimur goðanna er fyrsta verkefnið af þremur og kemur út í veglegri frímerkjamöppu á föstudag. Hinar tvær möppurn- ar verða gefnar út á tveggja ára fresti. Tilgangurinn með sam- starfinu er að styrkja og efla samnorræna frímerkjaútgáfu og efla veg norrænna frímerkja á alþjóðavísu. Átta smáarkir eru í möpp- unni, ein frá hverju landi og hef- ur hver sitt sérstaka myndefni sem er tengt sögu og menningu hvers lands. Myndefnið er sótt í norrænar goðsagnir, þjóðtrú og þjóðkvæði. Hönnuður íslensku arkarinnar er grafíski hönnuð- urinn Tryggvi T. Tryggvarson. ■ ÓÐINN Á SLEIPNI Hluti af samnorrænni frímerkjaröð sem er helguð norrænni goðafræði. SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR OG HRAFNHILDUR HARÐARDÓTTIR Þær lentu í þremur efstu sætunum í keppninni um ungfrú Vesturland. Þær hafa því unnið sér inn þátttökurétt í Fegurðarsamkeppni Íslands.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.