Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR STÓRLEIKUR Í STYKKISHÓLMI Snæfell tekur á móti Njarðvík í undan- úrslitum Intersport-deildar karla í körfu- bolta klukkan 19.15. Á sama tíma fara fram fjórir leikir í RE/MAX-deild kvenna í handbolta: Fram - KA/Þór, Haukar - FH, Valur - Grótta KR og Víkingur - ÍBV. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝTT EN ÞUNGBÚIÐ Víða væta síst þó á Austurlandi. Minnkandi úrkoma og rofar heldur til síðdegis. Blástur hér og hvar og einna mest á Vestfjörðum. Sjá síðu 6. ● páskaferðir ● pistill úr heimsferð Getur ekki gert upp á milli Grænlands og Japans ferðir o.fl. Páll Stefánsson: ▲ SÍÐUR 36 & 37 25. mars 2004 – 84. tölublað – 4. árgangur ● uppáhaldsflík landsliðsþjálfarans Áhrif frá langömmu og indjánum tíska o.fl. Pönkarar hanna: ▲ SÍÐUR 34 & 35 KJÖRIN RÝRNUÐU Nýr kaupréttur stjórnenda er tveimur milljónum lægri að nafnvirði en umdeildur réttur sem þeir afsöluðu sér í nóvember. Sjá síðu 2 LOKAÐ Á KYNFERÐISGLÆPA- MENN Unnið er hörðum höndum að samhæfingu hugmynda um hvernig koma megi í veg fyrir að óæskilegt fólk ráðist í vinnu með börnum og unglingum. Sjá síðu 4 ANDSTAÐA VIÐ STEFNU STJÓRN- VALDA Rúmlega 82% þjóðarinnar telja að það hafi verið rangt hjá ríkisstjórn Ís- lands að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Sjá síðu 2 SKAUT HUND Hundaeigendur eru felmtri slegnir eftir að bóndi og landeig- andi í Garðabæ skaut til bana hreinræktað- an boxer-hund. Hundaeigendur óttuðust um líf sitt. Sjá síðu 6 WASHINGTON, AP Þjóðaröryggisráð- gjafa Bills Clinton, fyrrum Banda- ríkjaforseta, og yfirmann banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, greinir á um hvort leyniþjónustan hafi fengið skýrt umboð til að ráða Osama bin Laden af dögum. George Tenet, yfirmaður CIA, sagði í gær að leyniþjónustumenn hefðu ekki talið sig hafa leyfi til að bana bin Laden þó þeir kæmust í tæri við hann. Þetta sagði hann í vitnaleiðslu frammi fyrir nefnd sem kannar viðbúnað bandarískra stjórnvalda við hryðjuverkum fyrir árásirnar 11. september 2001. Þessu hafnaði Sandy Berger, fyrr- verandi þjóðaröryggisráðgjafi Clintons. „Ef það ríkti einhver vafi um þetta innan leyniþjónustunnar var því aldrei komið á framfæri, hvorki við mig né forsetann. Ef beðið hefði verið um frekari heim- ildir efast ég ekki um að þær hefðu verið veittar samstundis.“ Í kjölfarið var ákveðið að treysta á Afgana til að vinna verk- ið og segir nefndin að það hafi dregið úr möguleikum á að bin Laden næðist eða yrði ráðinn af dögum. Donald Rumsfeld hafði áður sagt við yfirheyrslur að óvíst væri að handtaka eða víg bin Ladens hefði komið í veg fyrir árásirnar 11. september þar sem þeir sem framkvæmdu þær hefðu þegar verið byrjaðir á undirbúningi sín- um. ■ UMFERÐARSLYS Önnur bifreiðin kastaðist á hús á horni Lönguhlíðar og Barmahlíðar. Engan í húsinu sakaði. LÍKFUNDARMÁLIÐ Sakborningarnir þrír í líkfundarmálinu eru lausir úr gæsluvarðhaldi og farnir frá Litla-Hrauni. Hæstiréttur úr- skurðaði í gær að lögreglunni bæri að láta þá Grétar Sigurðar- son, Jónas Inga Ragnarsson og Tomas Malakauskas lausa en í síð- ustu viku úrskurðaði Héraðsdóm- ur Reykjavíkur mennina, sem hafa setið í varðhaldi frá 21. febr- úar, í gæsluvarðhald til 30. apríl. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Jónasar Inga, segir úr- skurð Hæstaréttar ekki koma á óvart. „Þetta hékk á brúninni í Hér- aðsdómi Reykjavíkur,“ segir Sveinn Andri. „Við verjendurnir töldum að sakargiftir í málinu væru ekki nægjanlegar til þess að um gæti verið að ræða almanna- hagsmuni og ég geri ráð fyrir að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu.“ Sveinn Andri heyrði í Jónasi Inga eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. „Hann sagðist vera mjög sátt- ur,“ segir Sveinn Andri. Arnar Jensson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra, segir að krafa lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið byggð á ákvæðum laga um almannahagsmuni. „Úrskurð- ur Hæstaréttar hefur engin áhrif á rannsókn málsins því mennirnir voru ekki í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Við reikn- uðum alveg eins með því að svona færi.“ Arnar segist hafa meiri áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla sem birt hafa lögregluskýrslur um málið. „Við óttumst það að umfjöllun fjölmiðla muni hafa þau áhrif að sá þáttur málsins sem snertir tengsl við fíkniefnaheiminn í Litháen verði ekki upplýstur því í þeim gögnum sem hafa birst koma fram viðkvæmar upplýsing- ar, þar á meðal nafn á grunuðum manni í Litháen.“ Sjá nánar bls. 2, 10 og 12 brynhildur@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Þrír fluttir á slysadeild: Bíll kastaðist á húsvegg UMFERÐSLYS Bíll kastaðist á hús- vegg eftir árekstur á mótum Lönguhlíðar og Barmahlíðar í Reykjavík síðdegis í gær. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Töluverðar skemmdir urðu á hús- inu. Bifreið var ekið suður Löngu- hlíð og beygt austur í átt að Barmahlíð í veg fyrir bíl sem var á leið norður Lönguhlíðina. Við áreksturinn kastaðist önnur bif- reiðin á hús á horninu með þeim afleiðingum að rúður í húsinu brotnuðu og bíllinn stórkemmdist. Ökumenn beggja bifreiðanna og farþegi í annarri þeirra voru flutt- ir með minniháttar meiðsli á slysadeild Landspítalans. Tvö börn voru í annarri bifreiðinni en þau sakaði ekki. Bílarnir skemmdust töluvert og voru fluttir á brott með krana- bíl. ■ Kvikmyndir 50 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 46 Sjónvarp 52 Lausir úr varðhaldi Hæstiréttur úrskurðaði í gær að þrír sakborningar í líkfundarmálinu skyldu leystir úr haldi. Lögregla segir þetta ekki hafa áhrif á rannsókn málsins en hefur meiri áhyggjur af fjölmiðlaumfjölluninni um það. Fylgir Fréttablaðinuí dag Yfirmann CIA og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa greinir á um víg bin Ladens: Deilt um heimild til dráps YFIRMAÐUR LEYNIÞJÓNUSTUNNAR Segir að heimild til að ráða Osama bin Laden af dögum hafi skort. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M JÓNAS INGI RAGNARSSON Jónas Ingi segist vera mjög sáttur eftir að hafa verið leyst- ur úr haldi lögreglu. Viðræður Starfsgreina- sambandsins við ríkið: Félögin huga að verkföllum KJARAMÁL Ágreiningur er um mörg atriði í viðræðum Starfsgreina- sambandsins og ríkisins. „Það er ekki hægt að festa hendur á neitt eitt,“ segir Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands- ins. Lífeyrissjóðsmál eru þó talin vega þungt í deilunni. Formenn aðildarfélaga Starfs- greinasambandsins funduðu í gær og var niðurstaðan sú að hver um sig mun halda heim í hérað og taka þar afstöðu til þess hvort boðað verði til verkfalla. „Eins og þetta lítur út núna, þá er allt í hnút,“ segir Halldór. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.