Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 8
8 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa Lesa smáa letrið „Við erum að gera kjarasamning sem mun marka farveginn fram á við í fjögur ár. Því er brýnt að þú skoðir allan samninginn í heild og metir kosti hans og þann árangur sem náðst hefur.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar, um atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Flóans. Morgunblaðið 24. mars. Íslensk blaðamennska „Ég veit ekki hvernig blaða- mennska á Íslandi væri ef hún væri eftir höfði dómsmálaráð- herra.“ Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags Íslands, um gagnrýni ráðherra á umfjöllun DV um Neskaupstaðarmálið. Fréttablaðið 24. mars. Glaður prestur „Ég hef það gott og er glaður í sinni enda vor í lofti, fermingar framundan og golfsumar í vænd- um.“ Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur. DV 24. mars. Orðrétt Solana reyndi að hughreysta Kosovo-Serba: Skelfilegar árásir KOSOVO, AP Reiðir Serbar flykktust að Javier Solana, utanríkismála- stjóra Evrópusambandsins, þegar hann kom til Kosovo til að kynna sér aðstæður eftir átökin sem brutust út fyrir nokkru og kost- uðu nær 30 manns lífið. „Sjáðu hvað þeir hafa gert. Þetta hefur gerst undir ykkar verndarvæng,“ kallaði grátandi kona að honum þar sem hann virti fyrir sér brunnin heimili Serba í bænum Kosovo Polje. Fimm ár eru nú liðin síðan Sol- ana, sem framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, átti þátt í því að hefja loftárásir á Serba til að stöðva ofsóknir á hendur Kosovo-Albönum. Nú sagði hann árásir Kosovo-Albana á Kosovo- Serba á dögunum skelfilegar, tók í hendur Serbanna og hlustaði á kvartanir þeirra. Þrír létu lífið þegar lögreglu- mönnum og friðargæsluliðum var veitt fyrirsát í Kosovo í fyrra- kvöld, lögreglumaður, friðar- gæsluliði og einn árásarmann- anna. Árásarmenn heyrðust kalla sín á milli á serbnesku en þegar einn þeirra varð fyrir skoti bölv- aði hann á albönsku. Sá lést af sár- um sínum en hann var einn þeirra sem eru grunaðir um árás á Kosovo-Serba árið 2001 sem kost- aði tíu manns lífið. ■ Hamas leggur á ráðin um hefndir fyrir víg Ahmeds Yassin: Sharon skotmark GAZA, AP Khaled Mashaal, leiðtogi Hamassamtakanna, segir að sam- tökin muni reyna að ráða Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísra- els, af dögum til að hefna fyrir vígið á Ahmed Yassin, trúarleg- um leiðtoga Hamas. Mashaal segir í viðtali sem birtist á vef samtakanna að nú verði athugað hvort samtökin hafi þá burði sem þarf til að ráða forsætis- ráðherrann af dögum. Abdel Aziz Rantisi, sem hef- ur verið kosinn leiðtogi Hamas á Gaza, sagði í gær að samtökin hefðu engin áform uppi um að ráðast gegn bandarískum skotmörkum. Sam- tökin höfðu látið að því liggja eft- ir að Ísraelar réðu Yassin af dögum. Á fundi með fréttamönnum í gær sagðist Rantisi ekki óttast tilræði Banda- ríkjanna. Hann sagði að ef hann ætti að velja á milli þess að andast af völdum sjúkdóms eða falla fyrir hendi óvina sinna vildi hann frekar falla fyrir hendi óvina sinna. Bresk stjórnvöld létu í gær frysta eig- ur Rantisi, Mashaals og þriggja annarra leiðtoga Hamas sem eru í þarlendum bönkum vegna tengsla þeirra við hryðjuverk. ■ Danmörk er kjörið land fyrir fjölskyldu sem langar til að ferðast á eigin vegum í bílaleigubíl. Hlýleg náttúran, heillandi smábæir, skemmti garðar, Legoland, hallir og söfn, hæfilegar vegalengdir og glaðlyndir Danir: Allt þetta er eins og sniðið fyrir ógleymanlegt fjölskylduævin týri. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). Flug og bíll út í heim Kaupmannahöfn Ferðatímabil: 2. - 9. júní og 25. ágúst - 1. september. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Verð frá 19.900 kr. á mann* Verð frá 28.835 kr. á mann** Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 – hefur þú séð DV í dag Á leið til Íslands U2 MINNT Á VOÐAVERK Rússnesk mannréttindasamtök gáfu í gær út geisladisk með nöfnum 1,3 milljóna fórnarlamba hreinsana Stalíns. Með því vilja þau vekja athygli á harðstjórn Sovétleiðtog- ans fyrrverandi sem fjölmargir Rússar minnast enn með hlýhug. Talið er að tíu milljónir hafi látið lífið í hreinsunum Stalíns. ÁRSBIÐ EFTIR LAUNUM Um 80 starfsmenn ríkisrekinnar úkra- ínskrar járnblendiverksmiðju hrósuðu sigri þegar tíu daga langt hungurverkfall þeirra varð til þess að stjórnvöld greiddu þeim vangoldin laun sem þeir höfðu ekki fengið greidd í upp undir ár. Verkföll eru algeng í Úkraínu en skila sjaldan árangri. SOLANA MEÐAL SERBA Javier Solana reynir að hugga serbneska konu meðan á heimsókn hans til Kosovo stendur. ABDEL AZIZ RANTISI Nýkjörinn leiðtogi Hamas á Gaza-svæðinu er harðlínumaður sem er á móti hvers konar eftirgjöf við Ísraela og þvertekur fyrir nokkurt vopnahlé. Neitar einnig málamiðlunum við Palestínustjórnina undir forsæti Yassers Arafat. Rantisi hefur varið sjö árum ævi sinnar á bak við lás og slá í ísraelskum fangelsum og var rekinn í útlegð til Lí- banon um eins árs skeið við upphaf síðasta áratugar. Palestínska heimastjórnin fangelsaði hann undir lok síðasta áratugar og hélt honum í fangelsi um nær tveggja ára skeið. Ísraelar reyndu að ráða hann af dögum í júní á síðasta ári en án árangurs. Rantisi er 54 ára gamall barnalæknir. KHALED MASHAAL Helsti leiðtogi Hamas er harðlínumaður sem býr í Sýrlandi og heldur utan um höfuðstöðvar samtakanna í Damaskus. Mashaal sem er á fimmtugsaldri lifði af tilræði Ísraela 1997. Þá skutu ísra- elskir útsendarar eitruðum örvum í hann. Hann lifði tilræðið af vegna þess að Jórdanir handsömuðu útsendarana og neyddu Ísra- ela til að senda mótefni til að bjarga lífi Mashaals í skiptum fyrir útsendarana. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr landi og fór til Sýrlands. Er á fimmtugsaldri, fæddur á Vesturbakkanum og er menntaður eðlisfræðikennari. Ísraelar segja hann standa á bak við sjálfsmorðsárásir. ARIEL SHARON Leiðtogi Hamas segir að samtökin muni reyna að myrða Sharon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.