Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 12
12 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR BARN AÐ LEIK Kofarnir í Cité Soleil, fátækrahverfi í Port- au-Prince á Haítí, þar sem barnið á mynd- inni leikur sér eru fjarri því ríkulegir. Þar búa helstu stuðningsmenn Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta. Þeirra helstir eru ungir menn sem forsetinn fyrrverandi sá fyrir peningum, matvælum og vopnum. FJARSKIPTI Meðal nýjunga sem símafyrirtækið Og Vodafone hefur kynnt að undanförnu er þjónusta sem þeir kalla „Einn sími“ og er markmiðið að ná til þess sístækk- andi hóps notenda sem búa einir og nota heimasíma lítið sem ekkert. Pétur Pétursson, talsmaður Og Vodafone, segir þetta orðið áber- andi hér á landi og hlutfall þeirra sem láti farsímann duga fari vax- andi. „Í löndum eins og Svíþjóð og Finnlandi er hlutfallið mun hærra en hér á landi og það bendir allt til að þessi þróun verði áfram. Með þessu erum við að koma til móts við þessa viðskiptavini og á sama tíma nota tækifærið til að einfalda gjaldskrá okkar til muna.“ Samkvæmt nýju gjaldskránni lækkar kostnaður úr 15 kr. mínút- an í 1.50 kr. sé hringt úr farsíma Og Vodafone í heimasíma. Getur viðkomandi einnig hætt áskrift að fastlínu og sparað sér um 15 þús- und krónur á ári. Umtalsverðar hækkanir eru í gjaldskránni þurfi viðskiptavin- ur Og Vodafone að hringja í far- síma Símans, helsta samkeppnis- aðilans. Kvöld- og helgartaxti hækkar þannig um rúmlega 40% og dagtaxti um 6%. Að sama skapi lækkar verðið um tæp 30% sé hringt í farsíma innan kerfis Og Vodafone. ■ LÍKFUNDARMÁLIÐ Fát var á þre- menningunum eftir dauða Juceviciusar og vissu þeir ekki hvað gera skyldi við líkið sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jónas stakk upp á því að koma lík- inu fyrir í hraunsprungu, Malakauskas vildi grafa það en vegna þess hve mikið frost var í jörðu reyndist það ekki hægt. Grétar kom með þá uppástungu að fara með líkið á Neskaupstað því þar sé lítið um lögreglumenn og staðurinn fremur afskekktur. Hann væri hvort eð er á leiðinni í heimsókn til móður sinnar. 6. febrúar Grétar yfirgefur Malakauskas og Jónas Inga eftir að líkinu hafði verið komið fyrir í skottinu á jeppa sem þeir höfðu tekið á leigu. Jónas Ingi og Malakauskas fara og fá sér nautasteik á veitingastað í Reykjavík áður en þeir koma aftur í íbúðina en taka með sér mat fyrir Grétar. Grétar keyrir til Neskaupstaðar þar sem móðir hans býr og ber því við að hann hafi þurft á hvíld að halda. Jónas Ingi og Malakauskas fylgja hon- um eftir á jeppanum með líkið í farteskinu. Þeir stoppa í Hvera- gerði og kaupa sér gos og sæl- gæti. Á leið á Neskaupstað skellur á óveður og verða þeir innlyksa á Djúpavogi í tvær nætur þar sem þeir gista á hóteli. 8. febrúar Malakauskas og Jónas Ingi hitta Grétar á Neskaupstað. Þeir ræða hvernig hægt sé að koma líkinu fyrir. Einnig ræða þeir hvort skera eigi líkið upp og sækja fíkniefnin í líkið. Þeir keyra um og kanna ýmsa staði þar sem koma megi líkinu fyrir. Malakauskas segist hafa gert ráð fyrir því að þeir græfu líkið en vegna þess hve mikið frost var í jörðu og snjór yfir hafi það ekki verið hægt. Grétar stingur upp á því að koma lík- inu tímabundið fyrir í göngunum í Oddskarði og grafa það svo í jörð þegar snjóa létti. Þeir kanna göngin en komast að því að ekki væri mögulegt að losa sig við líkið þar. Loks keyra þeir niður á höfnina við netagerðina á Nes- kaupstað, bakka bílnum niður að höfninni, taka lík- ið út, velta því úr teppinu og hnýta sökkur í líkið. Sökkurnar, skopp- ara og keðju, fundu þeir á bryggjunni. Grétar stingur líkið fimm sinnum með hnífi til þess að hleypa úr því lofti svo það sökkvi. Ein stunga er í háls, þrjár í brjóst og ein í maga. Því næst fleygir hann hnífnum út á sjó. Grétar tekur svo um axlirnar á líkinu og Jónas Ingi í fæturna og fleygja þeir því í höfnina. Malakauskas pakkar inn teppinu á meðan og setur það inn í bíl. Grétar og Malakauskas játa að þetta hafi gerst en Jónas Ingi seg- ist ekki hafa verið var við að nokkuð lík hafi verið með í ferð enda hafi ferðin eingöngu verið skemmtiferð og heimsókn til ætt- ingja Grétars. 9. febrúar Malakauskas og Jónas Ingi aka aftur til Reykjavíkur. Þeir koma við á Hvolsvelli og Selfossi og kaupa hreinsivörur og losa sig jafnframt við teppið í ruslagám bak við bensínstöð á Selfossi. 10. febrúar BMW-bíll Grétars, sem sak- borningarnir keyrðu áleiðis til Keflavíkur er veikindi Jucivicius- ar stóðu sem hæst, er sendur í al- þrif. Jónas Ingi og Malakauskas þrífa íbúð þess síðarnefnda hátt og lágt og henda út rúmi og nátt- borði. Jónas Ingi losar þá við allar eigur hins látna á mismunandi stöðvum Sorpu á Reykjavík- ursvæðinu. Jónas Ingi segir að ástæðan fyrir þrifunum hafi verið að Malakauskas ætlaði sér að leigja út íbúðina á meðan hann heimsótti móður sína í Bandaríkj- unum. Einnig segir hann að bíllinn hafi ver- ið þrifinn því Grétar hafi ætlað sér að selja hann. 11. febrúar Malakauskas og Jónas Ingi fara inn í Heiðmörk eftir að frétt- ir bárust af líkfundinum í Nes- kaupstað og losa sig við restina af mununum sem tilheyrðu hinum látna, þar á meðal farsíma og lyklakippu. Einnig brenna þeir vegabréf hans. Jónas Ingi segist ekki hafa haft hugmynd um hvaða pappíra Malakauskas hafi verið að brenna. sda@frettabladid.is olíufylltir rafmagnsofnar fyrir sumarhús og heimili Nýr áfangi: Hæfingarstöð fyrir fatlaða FÉLAGSMÁL Félagsmálaráðherra opnaði í gær nýja hæfingarstöð fyr- ir fatlaða við Dalveg 18 í Kópavogi. Á Hæfingarstöðinni eru fimm þjálfunarrými og tvö rými fyrir ein- staklingsþjálfun þar sem 37 ein- staklingar fá þjónustu daglega. Þar verður boðið upp á fjölbreytta hæf- ingu og starfsþjálfun sem byggist á einstaklingsmiðaðri nálgun og þjón- ustu. Stöðinni er sérstaklega ætlað að koma til móts við þarfir fatlaðra fyrir dagþjónustu, vinnu og hæf- ingu sem flutt hafa af Kópavogs- braut 5, en einnig fá einstaklingar af biðlista tilboð um þjónustu. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi mun hafa veg og vanda af rekstri stöðvarinnar. Húsnæðið er um 580 fermetrar að stærð. ■ Kræfur svindlari: Aldurhnigið glæpakvendi CHICAGO, AP 75 ára bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir að gefa ítrekað út innistæðulausar ávísanir til að borga fyrir nýja bíla sem hún hefur keypt síðustu árin. Hún hefur haft fyrir sið að fara á bílasölur að kaupa nýja bíla gang- andi við staf og ýtandi súrefniskúti á undan sér. Þegar gengið hefur verið á hana með greiðslu hefur hún reynt að losna við bílasalana með því að vísa til aldurs, bágrar heilsu og tíðra sjúkrahúsferða eða lofað því að verðbréfasalinn hennar geri upp við þá á næstunni. Síðustu fjögur ár hefur konan keypt fjölmarga dýra bíla og eitt mótorhjól. ■ Með líkið í skottinu í tvo sólarhringa Sakborningarnir þrír veltu fyrir sér ólíkum leiðum til að losa sig við lík Juceviciusar. Þeir ferðuðust þvert yfir landið í tvo sólarhringa með líkið í skottinu. Vildu grafa það í jörðu en of mikið frost varnaði því. Fóru með líkið í göngin í Oddskarði en fundu ekki stað þar. Baksviðs SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um líkfundarmálið í Neskaupstað. Ný þjónusta Og Vodafone: Farsímar í stað heimasíma NÝJAR ÁHERSLUR Bjóða viðskiptavinum sínum að nota farsímann í stað heimasíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.