Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 26
Þegar skoðuð eru einkar hörð um-mæli Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra, sem hann viðhafði um DV vegna fréttar um yfirheyrslur yfir þeim sem eru í haldi vegna lík- málsins í Neskaupstað, er rétt að hafa í huga að ráðherrann er hluthafi í Morgunblaðinu. Hlutur hans er ekki stór – rúmt eitt prósent hluta- fjár. Það er ómögulegt að meta verð- gildi þessa hlutar í dag en það er ljóst að verðmæti hans veltur á stöðu Morgunblaðsins í samkeppni við hin dagblöðin tvö; Fréttablaðið og DV. Afar neikvæð ummæli Björns um DV og margendurtekin neikvæðni hans gagnvart Fréttablaðinu á spjallsíðu hans mun að sjálfsögðu ekki marka straumhvörf í þessari samkeppni en það er eftir sem áður eðlilegt af ráðherranum að geta um hagsmunatengsl sín þegar hann í krafti áhrifavalds síns sem ráðherra gefur dagblöðunum palladóma á op- inberum vettvangi. Einn verjanda í líkmálinu hefur bent á að Björn hafi hrósað Morgunblaðinu fyrir að birta fréttir byggðar á leka úr lögreglunni en þegar samkeppnisblað Morgun- blaðsins gerir slíkt hið sama kallar ráðherrann það vonda blaða- mennsku og aðför að réttarkerfinu. Auðvitað er sjálfsagt og eðlilegt að ráðherrar ræði opinberlega um smekk sinn á fjölmiðlum – þótt þeir mættu vissulega gera það á hófstillt- ari hátt og án þess að láta í það skína að þeir hafi það í hendi sér hvaða fjölmiðlar dafni og hverjir hrörni. En eins og á við um aðra opinbera starfsmenn verða ráðherrar að gæta þess að hagsmunatengsl þeirra við tiltekna málsaðila skapi ekki grun um vilhalla framsetningu. Eftir því sem við þokumst nær eðlilegu, opnu og lýðræðislegu sam- félagi – ekki ólíku því sem nágranna- þjóðir okkar hafa lengi búið við – verður mikilvægara að stjórnmála- menn og stjórnmálaflokkar gangist við hagsmunatengslum sínum. Tengsl Björns dómsmálaráðherra við Morgunblaðið eru þar ekki með- al stærri mála. Miklu stærra verk- efni er að opna fjármál flokkanna svo allur almenningur geti gengið úr skugga um hvort samhengi sé á milli ákvarðana ráðamanna í flokknum og styrkja frá fyrirtækjum og hags- munahópum. Og úr því að við erum að ræða fjölmiðla væri forvitnilegt að sjá hvernig opinberar stofnanir og fyrirtæki undir forsjá ráðherranna ráðstafa auglýsingum sínum. Það var til dæmis athyglisvert að við eigendaskipti á DV færðu flestöll sýslumannsembætti landsins aug- lýsingar sínar yfir í Morgunblaðið þótt þær hafi áratugum saman birst í DV. Þetta var gert án útboðs og án tillits til þeirrar staðreyndar að nærri 25 prósent fleiri landsmanna lesa Fréttablaðið á hverjum degi en sjá Morgunblaðið. Sýslumenn heyra undir Björn dómsmálaráð- herra og tengsl hans við Morgun- blaðið varpa skugga á ákvörðun sýslumannanna – nokkuð sem óþarft er að búa við í opinberri stjórnsýslu á Íslandi í dag. ■ Tony Blair, forsætisráðherraBretlands, hyggst bjóða Líb- íu hernaðaraðstoð þegar hann hittir Muammar Gaddafi, leið- toga landsins, í dag. Hugmyndin er að sannfæra Líbíumenn um að þeir þurfi ekki á gereyðingar- vopnum að halda til eigin varna. Aðstoðin gæti m.a. verið fólgin í þjálfun líbískra liðsforingja í hinum virta Sandhurst-herskóla. Þessar fréttir hafa valdið nokkru uppnámi í Bretlandi. Minning Lockerbie-hryðju- verksins 1988, þegar 270 manns létu lífið, er enn lifandi í landinu. Stjórnvöld í Líbíu eru talin bera ábyrgð á verknaðinum. Hafa ýmsir sem tengjast fórnar- lömbunum látið í ljósi hneykslun og óánægju. Jim Swire, sem er forystumaður samtaka fórnar- lamba Lockerbie-sprengingar- innar, er hins vegar þeirrar skoðunar að rétt skref sé stigið. Telja samtökin að með því að taka upp eðlilegt samband við Líbíu sé unnið gegn hryðju- verkaógninni í heiminum. Íhaldsmenn gagnrýna Blair Ýmsir forystumenn Íhalds- flokksins hafa gagnrýnt ferðalag Blairs og einkum nefnt í því sam- bandi hve tímasetningin sé óheppileg; áform hans um að fara á fund Gaddafis beint frá minn- ingarathöfn í Madríd um fórnar- lömb hryðjuverkanna þar á dög- unum sé óviðeigandi. Íhaldsmenn benda á að auk ábyrgðar á Lockerbie hafi Líbíu- menn á sínum tíma látið myrða bresku lögreglukonuna Yvonne Fletcher og þeir hafi veitt Írska lýðveldishernum, IRA, stuðning. Íhaldsmenn benda einnig á stuðning Líbíumanna við ógnar- stjórn Mugabes í Simbabve og vilja að Blair ræði það mál við Gaddafi. „Inn úr kuldanum“ Bandaríkjastjórn hefur lagt þunga áherslu á að taka upp eðli- legt samband við Líbíumenn. Styð- ur hún því frumkvæði Blairs ein- dregið. Hitti William Burns, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, líbíska ráðamenn fyrr í vikunni. Svo háttsettur maður frá Bandaríkjunum hefur ekki komið þangað síðan 1969. Bandaríkjamenn og Bretar vinna markvisst að því að Líbía komi „inn úr kuldanum“ og rjúfi tengsl sín við ríki sem styðja hryðjuverk með beinum eða óbein- um hætti. Þeir telja að Gaddafi hafi áttað sig á því eftir innrásina í Írak að hann verði að velja um það að hafna hryðjuverkum og stuðn- ingi við hryðjuverkamenn eða taka þá áhættu að hljóta sömu örlög og Saddam Hussein Íraksforseti. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um viðbrögð Björns Bjarnasonar við fréttum. Úti í heimi TONY BLAIR ■ ætlar að bjóða Gaddafi Líbíuforseta hern- aðarstoð. Tilgangurinn er að vinna gegn hryðjuverkaógninni. 26 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Rökin fyrir frjálsum viðskipt-um og reynslan af þeim hafa haft mikil og góð áhrif á þróun al- þjóðaviðskipta sl. sextíu ár. Þetta má ráða m.a. af því, að tollar á innflutning hafa lækkað jafnt og þétt síðan heimsstyrjöldinni síð- ari lauk: þeir voru um 40% á heimsvísu árið 1945, þ.e. þeir hækkuðu innanlandsverð á inn- fluttum vörum og þjónustu um 40% að jafnaði umfram frjálst heimsmark- aðsverð, en þeir eru nú komnir nið- ur í 5% og stefna lægra. Þess vegna hafa erlend við- skipti vaxið mun örar en heims- framleiðslan undangengna ára- tugi: þjóðirnar skipta æ meira hver við aðra og hagnast á því. En þótt yfirburðir frjálsra viðskipta umfram hömlur og höft séu yfir- leitt hafnir yfir skynsamlegan ágreining, þá á fríverzlun eigi að síður örðugt uppdráttar víða um lönd. Þess vegna hefur tollalækk- unin tekið allan þennan tíma. And- staðan gegn frjálsri verzlun á sér þó skiljanlegar skýringar. Skoð- um þær. Sérdrægni Sumir snúast gegn frjálsum viðskiptum, af því að þeir eru hallir undir sérhagsmunahópa. Látum eitt dæmi duga. Bush Bandaríkjaforseti lagði 30% verndartoll á innflutt stál 2002 í blóra við alþjóðasamþykktir, enda þótt hann segist vera fylgj- andi fríverzlun almennt. Hann lagði tollinn á til að þóknast stálframleiðendum í ryðbeltinu, sem svo er nefnt, einkum Ohio, Pennsylvaníu og Vestur-Virginíu, því að hann þarf á þessum ríkj- um að halda til að geta náð end- urkjöri. Hann hirti ekki um það, að tollurinn skerti hag neytenda, sem þurftu að greiða hærra verð fyrir stál en áður, því að þeir búa einkum í ríkjum, sem forsetinn gerir sér enga von um að vinna hvort sem er. Evrópusambandið, Japan og Kína kunnu svar við þessu: þau hótuðu að leggja hefndartoll m.a. á appelsínur frá Flórída, þar sem forsetinn má enn síður við mótbyr en í ryð- beltinu, ef eitthvað er, og Bush féll frá stáltollinum eins og hendi væri veifað. Undirboð Aðrir andstæðingar viðskipta- frelsis bera við atvinnumissi. Þessu fékk efnahagsráðunautur Bush forseta að finna fyrir um daginn. Hann lýsti því réttilega á fundi, svo að fréttamenn heyrðu, hversu hagfellt það sé að kaupa ýmsa þjónustu af Indverjum, t.d. símaþjónustu, gegn lægra gjaldi en völ er á heima fyrir. Ráðgjaf- inn hafði á réttu að standa: hann var bara að lýsa yfirburðum frí- verzlunar umfram hömlur og höft, en það varð uppi fótur og fit í herbúðum forsetans, og ráðgjaf- inn var skikkaður til að draga í land. Nokkrir helztu keppinautar demókrata um forsetaútnefningu flokks síns gengu á lagið og lýstu einnig andúð sinni á þessum við- skiptum Bandaríkjanna og Ind- lands, þótt bæði löndin hagnist á viðskiptunum. Hagur Banda- ríkjamanna er sá, að þeir fá góða þjónustu gegn lægra verði en þeim býðst heima fyrir. Hagur Indverja er sá, að þeir fá betur launaða vinnu við þetta en þeir gætu ella fengið heima hjá sér. Skuggahliðin á málinu – og því brugðust frambjóðendurnir ókvæða við boðskap ráðgjafans – er sú, að sumir Bandaríkjamenn missa vinnuna, af því að Ind- verjarnir bjóða betur. Mönnum hættir þó til að sjást yfir hagræð- ið, sem fellur Bandaríkjamönn- um í skaut, þegar þeir kaupa ódýra þjónustu af Indverjum: þetta hagræði birtist í beinhörð- um peningum, sem nýtast til nýrrar atvinnu í öðrum greinum, svo að atvinna á landsvísu þarf ekki að dragast saman vegna við- skiptanna, öðru nær: hún eykst yfirleitt, ef eitthvað er. Þetta indverska símadæmi rifjar upp söguna af því, þegar sjálfvirki síminn kom til Íslands. Símameyjar heimastjórnaráranna gerðu sem betur fer ekki uppreisn gegn meiri, betri og ódýrari síma- þjónustu en þær gátu sjálfar veitt, enda myndi gervallur mannafli Íslands varla duga til að manna símstöðvarnar nú með gamla lag- inu. Kjarni samanburðarins er þessi: erlend viðskipti eru ígildi tækniframfara. Ný tækni, sem dregur úr símkostnaði, og ódýr símaþjónustu utan úr heimi koma í sama stað niður af sjónarhóli símnotandans. Þjóðrækni Enn aðrir andstæðingar frjálsra viðskipta bera við þjóð- ernisrökum. Þeir óttast opnar gáttir: þeir óttast, að erlend áhrif kunni að spilla ýmsum þjóðlegum verðmætum. Þjóðmynt hamlar viðskiptum, og Evrópusambands- þjóðirnar hafa því allar nema þrjár (Bretar, Danir og Svíar) lagt gamla gjaldmiðla sína til hliðar og tekið upp evruna í staðinn. Þjóð- tunga er með líku lagi ígildi við- skiptahindrunar, rétt er það, en engum dettur í hug að reyna að ryðja tungunni úr vegi til að greiða fyrir viðskiptum. Listin hér er sú að kunna að draga mörk- in á réttum stað. ■ Útlendingar á Íslandi Á [nýlegum] fundi ungra fram- sóknarmanna í Reykjavíkurkjör- dæmi norður komu fram ýmsar upplýsingar um fjölda og uppruna erlendra ríkisborgara hér á landi. Eru þeir nú vel ríflega 10.000 af íbúum landsins eða sem svarar um 3,5% landsmanna. Hefur fjöldi erlendra ríkisborgara sem hér býr tvöfaldast á 10 árum. Langflestir útlendinga sem hér búa koma frá öðrum Evrópulönd- um eða um 70%, um 17% koma frá Asíu og um 6% frá Norður-Am- eríku. Lengst af voru Norður- landabúar fjölmennastir erlendra ríkisborgara hér á landi en á síð- ustu árum hefur fjölgað hér mjög fólki frá Austur-Evrópu. Nú eru Pólverjar langfjölmennastir út- lendinga, tæplega 2.000, en næstir koma Danir, Þjóðverjar og Fil- ippseyingar og þá Bandaríkja- menn, Júgóslavar og Tælendingar. Eins og áður sagði eru um 3,5% íbúa landsins erlendir ríkisborg- arar. Sambærilegt hlutfall á Norð- urlöndunum er 5,3% í Svíþjóð, 5,0% í Danmörku, 4,1% í Noregi og 1,9% í Finnlandi. Hæst er hlut- fallið í Evrópu í Austurríki 9,4%, Þýskalandi 8,9% og í Belgíu 8,4%. Í máli Tatjönu Latinovic kom skýrt fram hversu mikilvægt væri að erlendir ríkisborgarar sem hér vilja búa tækju sig til og lærðu ís- lensku. Kvaðst hún leggja á það ríka áherslu í Félagi kvenna af erlendum uppruna. Þetta er auð- vitað gömul saga og ný og á auð- vitað við hér á landi eins og ann- ars staðar. Útlendingar aðlagast mun betur því samfélagi sem þeir kjósa að búa í ef þeir læra og nota tungumál hinna innfæddu. Þannig öðlast þeir fleiri tækifæri og njóta lífsins betur. Fundur Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi norður var afskaplega upplýsandi og ber að þakka fyrir þetta fram- tak. Þeim sem vilja kynnast betur starfsemi Alþjóðahúss og málefn- um innflytjenda bendi ég á heima- síðu Alþjóðahúss, www.ahus.is. GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON Á VEFNUM WWW.HRIFLA.IS Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um andstöðu gegn frjálsum við- skiptum. Frambjóðendur gegn fríverzlun ■ Af netinu Blair býður Gaddafi hernaðaraðstoð GADDAFI LEIÐTOGI LÍBÍU Hann má líklega hrósa happi yfir að hljóta ekki sömu örlög og Saddam Hussein. Litli hluthafinn í Mogganum ■ Sumir snúast gegn frjálsum viðskiptum, af því að þeir eru hallir undir sér- hagsmuna- hópa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.