Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 14
14 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa ÁTTA MILLJÓN KRÓNA TREYJA Treyjan sem Bobby Moore, fyrirliði enska landsliðsins, klæddist á heimsmeistaramót- inu 1970, kostaði ekki svo mikið í fram- leiðslu á sínum tíma. En hún kostaði nýjan eiganda tæpar átta milljónir þegar hann keypti hana á uppboði hjá Christie’s. Moore afhenti Pele treyjuna eftir að Englendingar féllu úr keppni eftir tap gegn Brasilíu. ÚTVARPSRÁÐ Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í borgarstjórn, hefur sent útvarpsráði bréf þar sem hlut- drægni umsjónarmanna Kast- ljóssins í ríkissjónvarpinu er gagnrýnd. Segir hann afar óeðli- legt hvað oddvitar D- og R-lista séu oft kallaðir til umræðna í þættinum á sama tíma og oddviti F-listans sé sniðgenginn. Þó sé ljóst að mikill ágreiningur sé á milli þessara framboða í mörgum veigamiklum málum en ekki sé tekið tillit til þess í þáttum Kast- ljóss. Bendir Ólafur á að borgar- fulltrúi frá Frjálslyndum og óháð- um hafi ekki tekið þátt í neinum Kastljósþætti um borgarmál á þessu kjörtímabili. Ólafur gerir þá kröfu að út- varpsráð sjái til þess að umsjón- armenn Kastljóss láti af óvönduð- um vinnubrögðum sínum og bend- ir á 3. grein laga um Ríkisútvarp- ið sem segir að gæta skuli fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og flutningi. ■ Ráðstafanir í Leifsstöð vegna hryðjuverkanna í Madríd: Kosta 150 milljónir á ári ALÞINGI „Hryðjuverkin í Madríd 11. mars síðastliðinn færa okkur sanninn um að enginn er óhultur,“ sagði Guðmundur Árni Stefáns- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar, sem málshefjandi í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær um afleiðingar hryðjuverkanna í Madríd. Hann sagði að Íslending- ar þyrftu að fara rækilega yfir stöðu öryggis- og varnarmála hér á landi. Utanríkisráðherra sagði að ör- yggismál á Keflavíkurflugvelli hefðu tekið miklum stakkaskipt- um í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum árið 2001. Skil- greining lágmarksviðbúnaðar væri allt önnur en áður og ekki væri ástæða til að auka viðbúnað- arstig þar nema áreiðanlegar upp- lýsingar bærust um að sérstök ógn væri fyrir hendi. „Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að útlista slíkar örygg- isráðstafanir í smáatriðum,“ sagði Halldór Ásgrímsson og nefndi að vopnaleitar- og eftirlitsbúnaður hefði verið endurnýjaður og þjálf- un starfsmanna stóraukin. „Stöðug vopnuð gæsla er nú í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í kjölfar eflingar sérsveitar Ríkis- lögreglustjóra verður hluti henn- ar tiltækur á Keflavíkurflugvelli. Þessar ráðstafanir hafa krafist fjölgunar starfsmanna og árlegur kostnaðarauki sýslumanns- embættisins á Keflavíkurflugvelli er 150 milljónir af þessum sök- um,“ sagði utanríkisráðherra. ■ Sími 534 6868 - Ráðgjöf í síma 908 6868 - sga@sga.is www.sga.is 199 kr. mín Gunnar Andri Þórisson er einn fremsti fyrirlesari Íslands í þjónustu og sölu. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir stærri sem smærri fyrirtæki með góðum árangri allt frá árinu 1997. Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson V I N S Æ L A S T A S Ö L U N Á M S K E I Ð S G A Gæðasala Nokkrar góðar ástæður fyrir því að skrá sig: Þú vilt ná hámarksárangri á árinu 2004. Þú vilt fá ánægða viðskiptavini sem tala jákvætt um þitt fyrirtæki og þína þjónustu. Þú vilt ná fram hámarksárangri hjá starfsfólki. Þú vilt sjá aukna sölu sem skilar auknum arði hjá fyrirtæki þínu. Þú þarft að vera vel undirbúin(n) í vaxandi samkeppni, þá þarf sjálfstraust og þjónustumeðvitund að vera í lagi eins og um úrslitaleik væri að ræða. Þú nýtir þér þekkingu á marga vegu eins og t.d. með því að greina þarfir viðskiptavinarins, lesa betur í kaupmerkin hjá viðskiptavininum og bregðast við þeim, ljúka sölunni á markvissari hátt, efla liðsheildina hjá fyrirtækinu, bregðast betur við kvörtunum og gagnrýni frá viðskiptavinum. Verð er kr. 12.500.- staðgreitt á mann. Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og kaffi. Sé bókað og greitt fyrir 26. mars bjóðum við námskeiðið á 2-fyrir-1 tilboði. Skráning og upplýsingar eru í síma 534 6868 og á netinu, skraning@sga.is Námskeiðið mun skila sér margfalt aftur í kassann með aukinni sölu vel þjálfaðs sölufólks. Athugið takmarkaður sætafjöldi. 27. mars á Akureyri kl. 09.00 til 12.30 31. mars í Reykjavík kl. 09.00 til 12.30 HRAÐNÁMSKEIÐ DÝR ALMANNATENGSL Kostnaður við rekstur fjölmiðlaskrifstofu breska forsætisráðuneytisins nam nær 200 milljón- um króna á síðasta ári. Kostnaður- inn hefur aukist mjög í stjórnar- tíð Tonys Blair og er rúmlega tvöfalt hærri en hann var síðasta árið sem John Major var forsætis- ráðherra. SPRENGJA ÚR SEINNA STRÍÐI Nær tvö þúsund íbúar franska bæjarins Caudry voru fluttir á brott eftir að sprengja úr seinni heimsstyrjöld fannst á torgi bæj- arins. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang til að gera hana óvirka. Enn er algengt að sprengjur úr stríðinu finnist og búist er við að það eigi eftir að gerast lengi enn. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Telur umsjónarmenn Kastljóssins brjóta reglur um hlutleysi ríkisfjölmiðils. Hörð gagnrýni á umsjónarmenn Kastljóssins: Krafa gerð um óhlutdrægni HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra segir að öryggismál á Keflavíkurflugvelli hafi tekið miklum stakkaskiptum í kjölfar hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum árið 2001. ÁTÖK Í LEIFSSTÖÐ Vopnaleitar- og eftirlitsbúnaður í Leifsstöð hefur verið endurnýjaður og þjálfun starfsmanna stóraukin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Opinber heimsókn: Svíakonungur til Íslands HEIMSÓKN Skrifstofa forseta Ís- lands og fulltrúar sænsku hirð- arinnar eru að vinna að undir- búningi opinberrar heimsóknar Karls Gústafs Svíakonungs til Íslands í haust. Dagsetningar og dagskrá heimsóknarinnar liggja enn ekki fyrir. Bertil Jobeus, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir að ráð- gert sé að Silvía drottning og Viktoría krónprinsessa verði með í för auk sænsks ráðherra og hefur þetta fengist staðfest hjá forsetaskrifstofunni. Sænsku konungshjónin komu síðast í opinbera heimsókn til Íslands árið 1987 en Viktoría prinsessa hefur aldrei komið hingað til lands. ■ FEÐGIN Karl Gústaf Svíakonungur og Viktoría krón- prinsessa eru væntanleg hingað til lands í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.