Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 30
30 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR Við klórum okkur oft í hausnumþessa dagana þegar við lítum á ungu kynslóðina okkar. Við hugsum: „Hvaðan fær unga kyn- slóðin allan þennan ljóta orða- forða og af hverju sýna börn ekki foreldrum og kennurum jafn mikla virðingu eins börn gerðu þegar við vorum ung?“ Það er við- urkennd staðreynd að það sem við meðtökum inn í huga okkar og sál í gegnum augu okkar og eyru finnur sér á ein- hvern hátt leið út í andrúms- loftið aftur og opinberast í hegðun okkar, viðmóti og tján- ingu. Þeir sem alast upp á heimili tón- elskra foreldra hafa gjarnan mik- inn áhuga á tónlist. Þeir sem alast upp í sveit líta öðruvísi á lífið en þeir sem alast upp í borg o.s.frv. Utanaðkomandi aðstæður og um- hverfi í bland við hugarfar og lífs- sýn þeirra sem standa þeim næst móta skoðanir þeirra og persónu- leika. Þá liggur beinast við að skoða umhverfið sem unga fólkið lifir og hrærist í nú á dögum. Oft er umhverfinu, genunum eða þjóð- félaginu í heild kennt um hegðun barna okkar – kannski vegna þess að það gerir málið óyfirstígan- legra og með því móti getum við kennt einhverju öðru en hugsun- arleysi okkar um. En það gerist þó á kostnað barnanna sjálfra. Slæm framkoma Ég var staddur á foreldrafundi um daginn ásamt konu minni þar sem bæði skólayfirvöld og for- eldrar lýstu vaxandi áhyggjum á slæmri framkomu nemenda og ljótu orðbragði. Margir for- eldranna töldu að eldri skólanem- ar hlytu að eiga sök á hegðun þeirra með slæmri fyrirmynd. Ef sú er raunin hljóta aðstæður bara eiga eftir að versna, kynslóð eftir kynslóð. Við skulum þó ekki fella kónginn okkar alveg strax. Kannski stendur lausnin nær en okkur grunar. Í sömu viku fékk elsta dóttir mín bók í hendur frá kennara sínum sem hún átti að lesa og vinna verkefni úr. Við lás- um bókina og trúðum varla okkar eigin augum. Mikið úrval blóts- yrða „skreyttu“ bókina, yfir 70 talsins. Það sem okkur fannst jafnvel enn verra var að hegðun og framkoma aðalsöguhetjunnar virtist álitin almenn og eðlileg. Þessi vika reyndist fremur við- burðarík hjá okkur því að í sömu viku var sýnd kvikmynd í bekk 11 ára gamallar dóttur minnar sem var bönnuð börnum innan 12 ára. Ég leigði myndina daginn eftir til að fræðast um innihald hennar. Í myndinni var að finna mikið of- beldi, nauðgun, nektarsenur, ljótt orðbragð og óhugnanlega sjálfs- morðstilraun. Ég velti fyrir mér hvernig slík mynd getur fundið sér leið inn í kennslustofu 11 ára gamalla barna. Á sama tíma og foreldrar og kennarar standa ráð- þrota frammi fyrir uppreisn yngri borgara eru þeir stöðugt að senda skilaboð og mörg þeirra miður góð.Um leið og við reynum að halda börnum okkar frá slæm- um siðum leyfum við þeim að skoða og hlusta á efni sem hefur að geyma öfug skilaboð – eða segj- um þeim að hætta þessu ### ...blóti. Er furða að unga fólkið skilji okkur fullorðna fólkið stundum ekki? Það sem við hleyp- um að börnunum okkar í formi bókmennta og bíómynda innan eða utan skóla snertir sálu þeirra og kemur upp á yfirborðið fyrr eða síðar á annaðhvort opinberum eða lokuðum vettvangi. Það sem við leggjum inn á sálarreikning þeirra munu þau taka út einn góð- an veðurdag. Styrkja þarf litlar sálir Þrátt fyrir að vera gagnrýndur fyrir að fylgjast grannt með því hvað börnin mínum er boðið verð ég þó að segja að hrósin sem þau fá fyrir góða hegðun, kurteisi, námsárangur og heilbrigt orðafar yfirgnæfa þær raddir. Það er þó því miður mín reynsla að börn geta oft lent í erfiðri aðstöðu ef góðar uppeldisreglur heima fyr- ir eru ekki í samræmi viðnáms- skrá skólans. Þessu ætti auðvit- að að vera öfugt farið því að við eigum að leggja allt að mörkum til að börnin okkar alist upp við gildi sem upphefja virðingu, bróðurkærleika, metnað og heil- brigði á anda, sál og líkama. Ef við styrkjum litlu sálirnar í þjóð- félaginu verður þjóðarsálin sterkari. Ég vil enda á því að þakka skólayfirvöldum og kennurum fyrir alla þá ómetanlegu vinnu sem lögð er af mörkum dag hvern til að börn okkar fái þann félags- lega og starfstengda undirbúning sem nauðsynlegur er til að ná góðum árangri í nútímaþjóðfé- lagi. Þetta er ekki auðvelt starf og því miður oft vanmetið. ■ Bætiflákar Góður húmor „Nei, lagið er alls ekki stolið. Þetta er fráleit spurning en góð- ur húmor af hálfu Norðurljósa. Þetta er árleg umræða, saman- ber lag Hallgríms Óskarssonar í fyrra. Það var líka fráleitt þá. Það er hins vegar hægt að hafa gaman af þessu eins og ég hafði gaman af því að heyra þennan samanburð. Ég lít bara á þetta sem húmor.“ Sveinn Rúnar Sigurðsson er höfundur lagsins Heaven sem verður framlag Íslands í Eurovision. Heaven hefur verið sagt líkjast laginu „Come what may“. Umræðan ÍVAR J. HALLDÓRSSON ■ skrifar um menntamál. Börn í brennidepli Upp er hafin enn á ný umræð-an um hvort setja skuli skjaldarmerki íslenska lýðveld- isins í stað fangamarks Kristjáns IX Danakonungs á þak alþingishússins. Á þriðju- dag var í Fréttablaðinu birtist grein eftir Torfa Guðbrandsson þar sem hann skoraði á Alþingi að láta taka niður konungsmerk- ið af þaki þinghússins. Talaði hann um að það væri óhæfa að láta þingmenn í lýðveldi starfa undir konungstákni. Í siðmenntuðum heimi mun það teljast óeðlilegt ef menn forðast að horfast í augu við for- tíð sína, sérstaklega þegar þeir hafa ekkert af sér gert. Það er hluti af fortíð okkar að Kristján IX var konungur Íslands þegar alþingishúsið var reist og af því er engin skömm. Fangamark konungsins er einungis til marks um það hver var við völd þegar húsið var reist rétt eins og merkið sem er á dómkirkj- unni í Reykjavík eða utan á mörgum stjórnarbyggingum í Kaupmannahöfn. Eðlilegt ætti að þykja að halda fangamarkinu á sama stað og það hefur verið til þess að minnast þess hver lét reisa bygginguna. En aðeins um landvættirnar. Svo virðist sem að langur tími hafi liðið síðan Torfi leit þing- húsið augum síðast eða hann hafi ekki haft augun hjá sér þeg- ar hann hafði síðast tækifæri til þess, því húsið er skreytt á framhlið með landvættunum fjórum. Það breytir því þó ekki að skjaldarmerki lýðveldisins er ekki utan á þinghúsinu. Ný við- bygging á þinghúsinu gefur okk- ur þó tækifæri til þess að bæta úr þessu vandamáli. Ég tel það liggja beinast við að skjaldar- merkinu, ásamt landvættum verði komið fyrir á norðurhlið viðbyggingarinnar. Þá er það ekki úr vegi að skora á þingmenn að samþykkja tillögu sem komin er fram þess efnis að íslenski fáninn skuli vera á öndvegisstað í þingsal Al- þingis. Því fyrr sem sú tillaga er afgreidd því fyrr getur þingið tekið til við mikilvægari mál. ■ Andsvar Í Fréttablaðinu birtist grein eftirMargréti Jónsdóttur með yfir- skriftinni „Að kunna ekki að lesa landið sitt“. Hver sér hlutina með sínum augum og sumir kunna að ganga með „flísar“ í augum. Ísland er eldfjallaland í norðri, þar sem landslag er ein- stakt. Að varðveita upprunann er leiðin sem ég hefði viljað fara. Birkiskóga hefði átt að friða fyr- ir löngu og halda í upprunalegri mynd. Barrtrén hafa því miður orðið ofan á meðal annars vegna þess að hjá Skógræktinni hefur frá upphafi verið rangt að málum staðið. Raunar er ráðist inn á gró- in svæði – gjarnan birki- og víði- gróin – og breytt um svip. Þar rísa upp grenitré, sem oft er plantað eins og í kartöflugarði. Eða þá stóri „njólinn“ – öspin – sem nú tröllríður bæði borg og sveit. Í New York er hún bönnuð því ræturnar eyðileggja skolp- leiðslur. Mengunarslys Í skógræktarmálum hafa Ís- lendingar farið ógætilega – svo ekki sé meira sagt. Það er auð- veldara að fækka fé en hreinsa til „mengun“ skógræktarmanna í ís- lenskri náttúru, sem er eitt mesta „mengunarslys“ sem ég horfi á. Að kunna að lesa landið sitt er einmitt það sem mér sýnist ís- lenskt skógræktarfólk ekki hafa á réttan veg. En mál er að linni. ■ VILTU EIGA FRÁBÆR AUGNABLIK? ALVÖRU SAMSUNG DIGITAL VIDEOVÉL VP-D20 Stærð 58,5x90x156mm Mini DV með LCD skjá 2,5 Zoom 10/800 0 Lux og hristivörn (Bild stabillisator) FireWire og einnig DV út Ljósmyndir á DV spóluna Verð: 54.990 DVD-E232 með EQ Myndbreytir (16:9/4:3) einn takki framan á tækinu Spilar DVD-R, +RW, -RW, JPEG & MP3 Spilar diska frá öllum svæðum Vandaður spilari fyrir Digital ljósmyndir EQ og myndin passar á öll sjónvörp Verð: 14.990 CW-29M66V 29“ 100Hz með flötum myndlampa 2x20W magnari og textavarp 2 scart ásamt videóvélatengi Alveg flatur myndlampi Verð: 89.900 ALVEG FLATUR SKJÁR OG ÓTRÚLEGT VERÐ SJÓNVARP TX-20P14X 20“ sjónvarp með Mono videó NTSC afspilun RCA að framan. Scart tengi. Sjálfv. stöðval. Vandað 20“ sjónvarp og video og verðið það skemmir ekki Verð: 34.990 FRÁBÆR TILBOÐ VELDU GÆÐI, VELDU Eico Skútuvogi 6 s: 570 4700 • Keflavík: Ljósboginn s: 421 1535 • Akranes: Model s: 431 3333 Hljómsýn s: 430 2500 Ísafjörður: Straumur s: 456 3321 • Sauðárkrókur: Rafsjá s. 453 5381 • Siglufjörður: S.R. Byggingavörur s: 467 1559 Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar s: 464 1234 • Eskifjörður: H.S. Raf s: 476 1170 • Selfoss: Árvirkinn s: 480 1160 HT-DB120 Heimabíó 5x30W + 50RMS W bassabox DVD spilari og útvarp Spilar DVD-R, +RW, -RW, RAM, JPEG & MP3 Spilar diska frá öllum svæðum Myndbreytir og vinnslur fyrir Digital ljósm. Verð: 39.900 ALVÖRU SAMSUNG HEIMABÍÓ SV-DVD40 DVD spilari og 6 hausa Nicam Stereo video Videovélatengi að framan og hljóðútgangur 2 Scart tengi og sjálfvirk stöðvaleitun DVD spilari sem spilar allt EQ myndbreytir (16:9/4:3) Topp video og DVD spilari á frábæru verði Verð: 29.990 Að taka fram fyrir hendur náttúrunnar SKÓGRÆKT „Í skógræktarmálum hafa Íslendingar farið ógætilega – svo ekki sé meira sagt,“ segir Vigdís meðal annars í grein sinni. Umræðan VIGDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR ■ skrifar um skógrækt. JÓHANN HJALTI ÞORSTEINSSON ■ skrifar um skjaldarmerki á alþingishúsinu. Um skjaldarmerki á alþingishúsinu „Ef við styrkjum litlu sálirnar í þjóðfélaginu verður þjóð- arsálin sterk- ari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.