Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 36
til London og Kaupmannahafnar frá 1. apríl
Tvisvar á dag
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Síðasta utanlandsferð?
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Spennandi ævint‡rafer›ir til allra heimsálfa me› Encounter,
Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl.
Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is.
22. - 29. júní
s: 570 2790www.sveit.is
í faðmi alpafjalla
gönguferð
KYNNTU ÞÉR SÉRFERÐIR FERÐAÞJÓNUSTU BÆNDA
Eftirminnilegasta ferð Páls Stefánssonar ljósmyndara:
Getur ekki gert upp á
milli Grænlands og Japan
Fyrir utan ferðina niður fæð-ingarveg móður minnar
sumarið ‘58 eru mér minnis-
stæðastar ferðir mínar til Japan
og Grænlands,“ segir ljósmynd-
arinn sífljúgandi Páll Stefáns-
son hjá Iceland Review, en Páll
hefur einu sinni heimsótt land
hinnar rísandi sólar en farið
einar tuttugu ferðir til frænda
vorra í Grænlandi. „Þessi lönd
eru mér bæði mjög hugleikin og
ég get engan veginn gert upp á
milli þeirra, svo ég segi jafn-
tefli milli Grænlands og Japan.
Tókýó heillar mig ofboðslega
enda mesta menningarborg
heims og stærsta borg veraldar.
Grænland er svo strjálbýlasta
land heims og þessar andstæður
höfða sterkt til mín,“ segir Páll,
sem jafnan fer utan minnst einu
sinni í mánuði og oftar en ekki
til framandi slóða. „Það sem
gerir ferðir eftirminnilegar er
fyrst og fremst fólkið og á báð-
um þessum stöðum hef ég heill-
ast af fólkinu sem á það ekki
bara sameiginlegt að vera ská-
eygt, heldur er áberandi glatt,
gestrisið og með sterkar menn-
ingarrætur sem standa traust-
um fótum í samfélögum sem
víst eru sannarlega ólík inn-
byrðis. Ég hef lengi dáðst að
matarmenningu þessara þjóða,
sem og hugsunarhætti og aðlög-
unarhæfni. Í Tókýó búa 32
milljónir íbúa á pínulitlum land-
skika, en í Grænlandi býr fá-
menn þjóð í risastóru og óbyggi-
legu landi með grimm náttúru-
öflin vofandi yfir sér. Báðar
þjóðirnar aðlagast þessum að-
stæðum með glöðu geði, jafn
öfgafullar sem þær nú eru. Og í
Tókýó fara íbúarnir leiðar sinn-
ar í holum ofan í jörðinni í há-
tæknivæddum lestum, en á
Grænlandi fer það um á hunda-
sleðum um ísi lagt landið. Mér
finnst það algjörlega ómót-
stæðilegt.“
thordis@frettabladid.is
PÁLL STEFÁNSSON LJÓSMYNDARI
Dáist að aðlögunarhæfni mannfólksins og sterkum andstæðum.
LANDMANNAHELLIR UM HELG-
INA Um næstu helgi, 26.-28.
mars, efnir Útivist til göngu-
skíðaferðar í samvinnu við jeppa-
deild í Landmannahelli. Ekið er í
Hólaskóg og gist þar fyrstu nótt-
ina. Næsta dag verður haldið í
Landmannahelli. Skíðafólk setur
á sig skíðin og heldur af stað en
betur búnir jeppar leggja til at-
lögu við snjó og ófærur. Um
kvöldið verður sameiginlegt grill,
söngur og gaman. Svipuð leið
verður farin til baka.
Brottför annað kvöld kl. 19 frá
skrifstofu Útivistar, Laugavegi
178.
MYNDASÝNING FJALLALEIÐSÖGU-
MANNA Í kvöld verður mynda-
sýning um klifur og fjalla-
mennsku á Íslandi. Ívar F. Finn-
bogason og jafnvel fleiri leið-
sögumenn Íslenskra fjallaleið-
sögumanna munu sýna valdar
myndir. Myndasýningin verður í
sal Ísalp að Skútuvogi 1g, klifur-
húsinu, og hefst klukkan 20.30.
■ Um landið
Ég fór 6. ágúst í fyrra til
Spánar. Það var fínasta
ferð.
THELMA HRUND
KRISTJÁNSDÓTTIR.