Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 37
37FIMMTUDAGUR 25. mars 2004 Fórum frá Phuket í Taílandi á laug-ardaginn var til Kúala Lúmpúr. Við ætluðum nefnilega að sjá For- múlu 1 kappaksturinn á Sepang- kappakstursbrautinni. Það var mjög gaman að vera á keppninni í stað þess að horfa á hana í sjónvarpinu. Stemn- ingin var mikil á meðal áhorfenda, flautað og klappað þegar eftirlætis- bílarnir óku framhjá, meira að segja sópbílarnir brugðu á leik fyrir keppni við mikinn fögnuð áhorfenda. Samkvæmt ráðum sem við feng- um þegar við keyptum miðana vorum við mættir fimm tímum fyrir keppni til að ná góðum stað, því svæðið sem við vorum á var í rauninni bara gras- brekka. Á meðan við biðum var haft ofan af fyrir okkur og öllum hinum sem biðu með tveimur kappökstrum og flugsýningu. Því miður datt átrún- aðargoðið okkur, hann Kimi, úr keppni, en það var samt gaman að sjá Formúluna. Við mælum með henni fyrir alla sem hafa áhuga á kapp- akstri. Hávaðinn var samt gríðarleg- ur og við þökkuðum fyrir að vera með eyrnatappa til að hlífa heyrninni. Eftir að keppninni lauk sáum við fram á gríðarlegt vandamál að kom- ast frá svæðinu, því mörg þúsund manns voru að fara af brautinni. Við ákváðum því að taka til okkar ráða til að sleppa við fjöldann og með smá út- sjónarsemi tókst okkur að komast fram fyrir nokkur þúsund manns sem voru á leiðinni frá svæðinu og komumst fljótt til baka til borgarinn- ar. Með kveðju frá Kúala Lúmpúr, Þórir og Gunnar. ■ SCHUMACHER FAGNAÐ Aðdáendur Ferrari fagna hetjunni sinni í Kúala Lúmpúr. Á Formúlu í Kúala Lúmpúr Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR ■ skrifa ferðapistla úr 120 daga heimsreisu sinni. UTANLANDSFERÐIR FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 netfang: outgoing@gjtravel.is heimasíða: www.gjtravel.is Berlín 19.-26.05. Flogið til Kaupmannahafnar og ekið þaðan til Berlínar. Í Berlín er gist í 6 nætur en á 7. degi er ekið aftur til Kaupmannahafnar og gist þar síðustu nóttina. Verð: 89.900,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgun- verður, akstur milli Kaupmannahafnar og Berlínar, skoðunarferð um Berlín, skoðu- narferð til Potsdam, skoðunarferð um Kaupmannahöfn og íslensk fararstjórn. Auk þess verður í boði dagsferð til Dresden. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson Norðurlandaferð 17.-24.06. Flogið til Kaupmannahafnar, ekið um Svíþjóð og Noreg til Bergen. Þaðan er siglt með Norrænu þann 22. júní um Hjaltland og Færeyjar og komið til Seyðisfjarðar 24. júní. Ekið til Reykjavíkur. Verð: 83.700,- Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggjamanna herbergjum (í fjögurra manna klefum í Norrænu) og allur akstur. Einnig er áætluð ferð í september með siglingu til Danmerkur, akstri um Danmörku og Þýskaland og flugi heim frá Frankfurt. Berlín-Dresden-Prag 01.-07.08. Flogið til Berlínar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo haldið til Dresden og gist eina nótt og svo áfram til Prag þar sem gist er 3 nætur. Verð: 81.900,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgun- verður, akstur Berlín-Dresden-Prag, skoðunarferð um Berlín, skoðunarferð um Dresden, skoðunarferð um Prag, skoðunarferð um Terezín með hádegisverði og íslensk fararstjórn. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson Beint flug til Prag 25.07.-07.08. Verð 18.900 Innifalið í verði er flug og flugvallaskattar. Stangveiðiferðir til Grænlands Fjögurra og fimm daga stangveiðiferðir til Suður- Grænlands í júní, júlí og ágúst. Verð frá 74.900,- IHTTI, School of Hotel Management Neuchâtel, Switzerland IHTTI, is one of the best established hotel management schools with 20 years of experience. Located in the centre of the Swiss university city Neuchâtel it offers: • Swiss Higher Diploma and British Bachelor Degree in Hospitality Business Management Programmes, in 3 years only • Paid internship in Switzerland and overseas in each year of study • 10 month Postgraduate Programme for Bachelor Degree Holders • Central location in Swiss university city Neuchâtel • Graduate Career Centre Monday 29 March 04 Place: Café Sólon Time: 18.00 – 20:00 CONTACT: Stúdentaferðir, Bankastræti 10, 101 Reykjavik, Tel: 562 23 62 IHTTI, School of Hotel Management Neuchâtel, Switzerland IHTTI, is one of the best established hotel management schools with 20 years of experience. Located in the centre of the Swiss university city Neuchâtel it offers: • Swiss Higher Diploma and British Bachelor Degree in Hospitality Business Management Programmes, in 3 years only • Paid internship in Switzerland and overseas in each year of study • 10 month Postgraduate Programme for Bachelor Degree Holders • Central location in Swiss university city Neuchâtel • Graduate Career Centre CONTACT: Stúdentaferðir, Bankastræti 10, 101 Reykjavik, Tel: 562 23 62 l : Ti : Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur NETSÓL ÚRVALS-ÚTSÝNAR Úrval- Útsýn býður Netsól á hálfvirði til vinsælustu áfangastaða sinna, Benidorm, Portúgal og Mallorca. Örfá sæti laus. Benidorm 15.-25. apríl 27.930 kr. miðað við tvo í stúdíó á La Colina, Portúgal 14.- 24. apríl frá 33.905 kr. miðað við tvo í stúdíó á Brisa Sol og Mall- orca 16.-26. apríl frá 34.630 kr. miðað við tvo í stúdíó Royal Cristina. Allt að 25.000 króna af- sláttur af öðrum gististöðum. TVEIR FYRIR EINN TIL BARCELONA Heimsferðir bjóða ferð til Barcelona 3. apríl á verð- inu tveir fyrir einn, eða 19.990 á mann ef tveir ferðast saman. ■ Út í heimÚtivist um páskana: Skíðaferðir og Þórsmörk Páskarnir eru æ vinsælli ferða-tími – og ýmislegt sem stendur til boða innanlands. Ferðafélagið Útivist stendur fyrir þremur ferð- um um páskana, tveimur skíða- ferðum og ferð í Bása. Skíðaferð- irnar eru annars vegar sex daga ferð í Skaftárhrepp og hins vegar fjögurra daga skíðaferð um Kjöl. Að sögn Útivistar eru þessar ferð- ir talsvert krefjandi og hugsaðar fyrir vant gönguskíðafólk. Lagt er af stað í þá fyrrnefndu að kvöldi 7. apríl en í þá síðarnefndu að morgni skírdags, 8. apríl. Einnig stendur Útivist fyrir helgarferð í Bása. Lagt er af stað að morgni laugardagsins 10. apríl og komið í bæinn annan í páskum. Staðið verður fyrir skipulögðum gönguferðum og skíðaferðum ef veður leyfir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Útivistar, www.utivist.is eða í síma 562 1000. ■ BÁSAR Alls er óvíst hvort skíðafæri verður í Básum um páskana, en ekki vitlaust að taka skíðin með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.