Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 20
20 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa BREYTINGUM MÓTMÆLT Hugmyndir austurrískra stjórnvalda um endurbætur á lífeyriskerfi landsins hafa fall- ið í grýttan jarðveg og var mótmælt í Vín. Fjarðabyggð: Málaferli vegna sprenginga FJARÐABYGGÐ Eigendur tveggja ein- býlishúsa í Neskaupstað reka nú mál gegn bæjarsjóði Fjarðabyggðar og verktakafyrirtækinu Arnarfelli. Málið snýst um skemmdir sem sagðar eru hafa orðið á húsunum þegar sprengt var fyrir snjóflóða- varnargörðum ofan við bæinn, vet- urinn 1999 til 2000. Eigendur hús- anna fóru á sínum tíma fram á bæt- ur frá bæjarsjóði og Arnarfelli, en var hafnað. Að sögn lögmanna þeirra eru skemmdir á húsunum metnar á nokkrar milljónir króna. Aðalmeðferð í málinu var fyrir Héraðsdómi Austurlands í byrjun mars og var haldið áfram við Hér- aðsdóm Reykjavíkur. Dómari er Þorgerður Erlends- dóttir, en með henni sitja tveir pró- fessorar við umhverfis- og bygging- arverkfræðiskor Háskóla Íslands. Búast má við að dómur verði kveð- inn upp um miðjan apríl. ■ Bílstjórarnir óttast að verða reknir Eftirliti með flutningi á hættulegum farmi á þjóðvegum landsins er ábótavant. Mikill misbrestur er á því að sendendur fari að settum reglum við frágang á varningi. Bílstjórar óttast að missa vinnuna ef þeir gera athugasemdir við öryggismál. FLUTNINGAR Vinnueftirlit ríkisins segir að erfitt sé að fylgjast með því að farið sé að öryggisreglum við flutning á hættulegum efnum um þjóðvegi landsins. Flytjendur hafa kvartað yfir því að sendend- ur fari ekki að settum reglum við frágang á varningi en telja sig ekki vera í aðstöðu til að setja þeim afarkosti. Bílstjórar þora ekki að gera athugasemdir við ör- yggismál af ótta við að missa vinnuna. „Þegar verið er að flytja hættulegan farm eiga bílstjórarn- ir að vera með ákveðin réttindi, bílarnir eiga að vera merktir og þeim eiga að fylgja ýmis gögn og búnaður,“ segir Víðir Kristjáns- son hjá Vinnueftirlitinu. „Þetta er komið í gott lag hjá olíufélögunum og mörgum flutningafyrirtækjum en það skortir á að sendendur vinni sína heimavinnu. Þeim ber að flokka og merkja vöruna og láta flutningsaðilanum í té viðeig- andi gögn. Ef óhapp verður er mjög mikilvægt að það liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um farm- inn. Oft er um að ræða hættuleg efni og þá er mikilvægt að bregð- ast við í samræmi við það,“ segir Víðir. Reynt hefur verið að fá flutn- ingafyrirtækin til að þrýsta á sendendur en það hefur gengið erfiðlega þar sem þau óttast að missa viðskiptin. Vinnueftirlitið hefur einnig reynt að fá lögregl- una og Vegagerðina til að herða eftirlitið með flutningabílum á vegum úti. Þessu eftirliti er veru- lega ábótavant, meðal annars sök- um manneklu. Vinnueftirlitinu hafa borist at- hugasemdir frá bílstjórum um að öryggisreglum sé ekki framfylgt. „Bílstjórar hafa sagt að það þýði ekkert fyrir þá að neita, því þá verði þeir látnir taka pokann sinn,“ segir Víðir. Óskar Óskarsson, deildarstjóri innlandsdeildar Landflutninga, segir að þar á bæ sé öryggisregl- um fylgt til hins ítrasta. „Það er mjög óalgengt að það sé ekki eitt- hvað í bílunum sem telst hættu- legt,“ segir Óskar. „Við leggjum áherslu á að bílstjórarnir okkar séu með viðeigandi réttindi en því miður eru námskeiðin hjá Vinnu- eftirlitinu ekki nógu tíð og því eru alltaf einhverjir starfsmenn sem ekki eru með réttindi.“ Óskar kannast ekki við það að bílstjórar Landflutninga hafi hætt störfum eftir að hafa neitað að flytja farm á þeim forsendum að um hættuleg efni hafi verið að ræða. brynhildur@frettabladid.is Landflótta forseti Haítí: Pólitískt hæli í Nígeríu NÍGERÍA, AP Jean-Bertrand Aristide, landflótta forseta Ha- ítí, hefur verið boðið pólitískt hæli í Nígeríu til bráðabirgða. Stjórnvöld í Nígeríu ákváðu að verða við beiðni samtaka Karíbahafsríkja um að leyfa Aristide að dvelja í landinu í nokkrar vikur. Ekki liggur fyrir hvort Aristide hyggst þekkjast boð Nígeríumanna. Aristide flúði frá Haítí 29. febrúar síðastliðinn og fékk tímabundið hæli í Mið-Afríku- lýðveldinu. Hann hélt til Jamaíka í síðustu viku. ■ Nýr starfsmaður Fréttablaðsins: Guðmundur mættur ATVINNA Guðmundur Magnússon sagnfræðingur hefur verið ráð- inn til starfa á ritstjórn Frétta- blaðsins. Hann mun stjórna um- ræðuvettvangi blaðsins, skrifa fyrir blaðið og sinna fleiri verk- efnum. Guðmundur lauk B.A.-prófi í sagnfræði og heimspeki frá Há- skóla Íslands 1980 og M.Sc.- prófi í vísindaheimspeki frá London School of Economics 1982. Hann á að baki fjölbreyttan starfsferil í blaðamennsku, við fræðistörf og stjórnun. Hann var fyrr á árum blaðamaður á Dagblaðinu, Tímanum, Morg- unblaðinu, þar sem hann var leiðarahöfundur um skeið, og DV, þar sem hann var frétta- stjóri. Þá var hann um skeið að- stoðarmaður menntamála- ráðherra og starfaði í Þjóð- minjasafni, Þjóðskjalasafni og Þjóðmenningarhúsi. Að undan- förnu hefur hann unnið við skriftir og fræðistörf. „Vegna mikillar útbreiðslu og vinsælda Fréttablaðsins hafa æ fleiri sótt eftir að koma skoðanagreinum ýmiss konar að í blaðinu. Það er ánægjuefni enda er það eitt af mikilvæg- ustu hlutverkum dagblaða að vera öflugur vettvangur fyrir opna umræðu í samfélaginu. Markmið okkar er að efla umræðuvettvang blaðsins á næstu vikum. Og þar sem við viljum gera vel ráðum við góð- an mann til verksins,“ segir Gunnar Smári Egilsson, rit- stjóri Fréttablaðsins. ■ HLÍÐARFJALL Öllum nemum í 5. bekk grunnskólanna á Akureyri er boðið upp á skíðakennslu. Hlíðarfjall: Nemum boðin skíða- kennsla AKUREYRI Öllum nemendum í 5. bekk grunnskólanna á Akureyri hefur verið boðið í skíðakennslu í Hlíðarfjalli. Skíðakennslan hófst á mánu- daginn og lýkur á miðvikudaginn. Búist er við að ríflega 250 nem- endur nýti sér kennsluna. Mark- miðið með þessu átaki er að kynna ungu fólki skíðaíþróttina og að- stöðuna í Hlíðarfjalli. Þetta er samvinnuverkefni Skíðastaða í Hlíðarfjalli, skóla- deildar og grunnskólanna. Skíða- staðir leggja til búnað fyrir þá sem þess þurfa, lyftugjöld og skíðakennara, en skóladeild greið- ir kostnað vegna skíðakennara og sér um skipulagningu ferða í sam- vinnu við skólana. ■ SKEMMT AF VÖLDUM SPRENGINGA Í þessu húsi, sem er í rúmlega 100 metra fjarlægð frá neðsta hluta snjóflóðavarna- garðsins, fóru ofnalagnir úr sambandi við sprengingarnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A MICROSOFT SEKTAÐ Evrópusam- bandið sektaði Microsoft í gær um andvirði 44 milljarða króna eftir að hafa fundið fyrirtækið sekt um að misnota markaðsráð- andi aðstöðu sína. Talsmenn fyrirtækisins hafa þegar lýst því yfir að þeir muni áfrýja þessari hæstu sekt í sögu Evrópusam- bandsins. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Guðmundur mun stjórna umræðuvett- vangi blaðsins, skrifa fyrir það og sinna fleiri verkefnum. EFNI HREINSUÐ UPP Mikilvægt er að nákvæmar upplýsingar um farm flutningabíla liggi fyrir svo hægt sé að bregðast rétt við ef óhapp verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.