Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 54
Svarfdælskur mars hefst áföstudaginn með Heimsmeist- arakeppninni í brús sem haldin er að Rimum í Svarfaðardal. Þar verður spilað í meistaraflokki og 1. flokki auk þess sem kennsla verður fyrir byrjendur. „Brús er spil sem er ennþá spil- að fyrir norðan, einkum í Svarfað- ardal,“ segir Svanfríður Jónas- dóttir brússpilari. „Það helgast líklega af því að spilið hefur verið kennt við Húsabakkaskóla. Brús er lifandi hefð hér í dalnum og Svarfdælingar hafa haft mikla skemmtun af því í gegnum tíðina og margar sögur eru til af þeirri skemmtan. Þeir sem hafa spilað lengi vilja halda því fram að það eigi að banna að spila með alvar- legum svip og þeir sem slíkt gera hafi misskilið spilið.“ Spilareglur og spilagildi eru ólík því sem gerist venjulega og má þar nefna að laufið er dýrmæt- ast og laufagosi merkilegasta spil- ið. „Þetta spil getur leitt til þess að þeir sem hafa betur fá leyfi til að klóra andstæðinga sína, sem skýr- ir að hluta hasarinn. Það eru til sögur um að menn hafi elt hvern annan á milli bæja til að klóra. Við spilamennskuna þarf að vera mik- ill hraði og mistök þurfa að geta átt sér stað.“ „Þetta markar sérstöðu staðar- menningarinnar sem þarna er. Menn verða að ydda sína sér- stöðu.“ Þetta er í fjórða sinn sem Svarfdælskur mars er haldinn og strax í upphafi urðu til fastir liðir eins og Heimsmeistarakeppnin í brús, málþing sem viðkemur Svarfaðardal og Söngfélagið sunn- an heiða tekur lagið. Þá mun mars- inum ljúka með því að marserað verður að Rimum, sem er önnur skemmtileg hefð sem hefur við- haldist í dalnum. Sjálf spilar Svanfríður brús og reiknar með að keppa í ár með manni sínum. Í fyrra hafi gerst sá fáheyrði atburður að Grenvíking- ar komu og hirtu farandbikarinn. Svarfdælingar eiga því harma að hefna þetta árið og má búast við spennandi slag í meistaraflokki. ■ Hrósið 54 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ... fá háskólanemar fyrir að berj- ast fyrir jafnrétti til náms með því að mótmæla fyrirhuguðum skóla- gjöldum við Háskóla Íslands. HEIMSMEISTARAKEPPNI Í BRÚS Heimsmeistarakeppnin í Brús í fyrra sýndi að þar er ekkert kynslóðabil. Upplýsingar um Svarfdælskan mars má finna á dalvik.is Heimsmeistaramót BRÚS ■ Hluti af Svarfdælskum mars sem hefst á föstudag Bannað að spila af alvöru Pondus eftir Frode Øverli Þetta er ekki alveg í úrvalsdeildarklassa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.