Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 54

Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 54
Svarfdælskur mars hefst áföstudaginn með Heimsmeist- arakeppninni í brús sem haldin er að Rimum í Svarfaðardal. Þar verður spilað í meistaraflokki og 1. flokki auk þess sem kennsla verður fyrir byrjendur. „Brús er spil sem er ennþá spil- að fyrir norðan, einkum í Svarfað- ardal,“ segir Svanfríður Jónas- dóttir brússpilari. „Það helgast líklega af því að spilið hefur verið kennt við Húsabakkaskóla. Brús er lifandi hefð hér í dalnum og Svarfdælingar hafa haft mikla skemmtun af því í gegnum tíðina og margar sögur eru til af þeirri skemmtan. Þeir sem hafa spilað lengi vilja halda því fram að það eigi að banna að spila með alvar- legum svip og þeir sem slíkt gera hafi misskilið spilið.“ Spilareglur og spilagildi eru ólík því sem gerist venjulega og má þar nefna að laufið er dýrmæt- ast og laufagosi merkilegasta spil- ið. „Þetta spil getur leitt til þess að þeir sem hafa betur fá leyfi til að klóra andstæðinga sína, sem skýr- ir að hluta hasarinn. Það eru til sögur um að menn hafi elt hvern annan á milli bæja til að klóra. Við spilamennskuna þarf að vera mik- ill hraði og mistök þurfa að geta átt sér stað.“ „Þetta markar sérstöðu staðar- menningarinnar sem þarna er. Menn verða að ydda sína sér- stöðu.“ Þetta er í fjórða sinn sem Svarfdælskur mars er haldinn og strax í upphafi urðu til fastir liðir eins og Heimsmeistarakeppnin í brús, málþing sem viðkemur Svarfaðardal og Söngfélagið sunn- an heiða tekur lagið. Þá mun mars- inum ljúka með því að marserað verður að Rimum, sem er önnur skemmtileg hefð sem hefur við- haldist í dalnum. Sjálf spilar Svanfríður brús og reiknar með að keppa í ár með manni sínum. Í fyrra hafi gerst sá fáheyrði atburður að Grenvíking- ar komu og hirtu farandbikarinn. Svarfdælingar eiga því harma að hefna þetta árið og má búast við spennandi slag í meistaraflokki. ■ Hrósið 54 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ... fá háskólanemar fyrir að berj- ast fyrir jafnrétti til náms með því að mótmæla fyrirhuguðum skóla- gjöldum við Háskóla Íslands. HEIMSMEISTARAKEPPNI Í BRÚS Heimsmeistarakeppnin í Brús í fyrra sýndi að þar er ekkert kynslóðabil. Upplýsingar um Svarfdælskan mars má finna á dalvik.is Heimsmeistaramót BRÚS ■ Hluti af Svarfdælskum mars sem hefst á föstudag Bannað að spila af alvöru Pondus eftir Frode Øverli Þetta er ekki alveg í úrvalsdeildarklassa!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.