Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 25. mars 2004 Will í vísindaskáldskap Leikarinn Will Smith hefur gertþað gott í vísindaskáldskap fram til þessa. Hann skaust upp á stjörnuhimin eftir að hafa rotað marsbúa í Independence Day og því næst sem lögregla geimver- anna í Men in Black-myndunum. Næsta mynd hans í bíó verður I, Robot þar sem Smith leikur vél- menni. Nú hefur hann bætt enn einni mynd í bunkann, The Mark, en framleiðsla á þeirri mynd er við það að hefjast. The Mark hefur verið drauma- verkefni Smith frá því árið 1998. Sagan segir frá afskaplega venju- legum manni sem ber undarlegt merki á líkama sínum. Hann kemst síðar að því að merkinu fylgja yfirnáttúrulegir kraftar sem hann lærir að beisla. Svo verður hann að standast þær freistingar að nýta kraftinn ekki til illra eða eigingjarnra verka. Framleiðendur binda greini- lega miklar vonir við að myndin verði vinsæl því einnig er á teikni- borðinu að gera teiknimyndir sem taka upp söguþráðinn þar sem myndin endar. ■ WILL SMITH Virðist kunna vel við sig í vísinda- skáldskap en tvær myndir brenndar því marki eru væntanlegar með kappanum í aðalhlutverki. ■ Kvikmyndir Líf og fjör í Hvergilandi KVIKMYNDIR Það þarf sjálfsagt ekki að kynna Pétur Pan fyrir nokkrum manni en sagan um drenginn sem týndi skugganum sínum og vildi ekki eldast hefur fylgt nokkrum kynslóðum barna í einhverri mynd. Pétur býr í Hvergilandi þar sem hann fer fyr- ir Týndu drengjunum sem leika sér í skóginum og gera Kafteini Kló og sjóræningjahyski hans líf- ið leitt þess á milli. Kafteinn Kló er mátulega tauga- veiklaður enda varð Pétur á sínum tíma til þess að hann missti aðra höndina í krókódílskjaft og uppgjöri þessara þriggja aðila er langt því frá lokið þar sem Kafteinninn vill hefna sín á Pétri og krókódíllinn vill ólmur klára að éta skipstjórann og eltir hann á röndum. Pétur Pan, vinir hans og kunn- ingjar eru þekktastir í þeirri mynd sem þau birtust í hinni sí- gildu teiknimynd Disneys frá ár- inu 1953. Myndin byggði á ævin- týri J.M. Barrie þar sem stóra systirin Vanda fyllti bræður sína tvo af ævintýragrillum á hverju kvöldi með sögum af Pétri Pan og Hvergilandi. Leikurinn æstist svo heldur betur hjá krökkunum þeg- ar Pétur dúkkaði upp í svefnher- berginu hjá þeim og bauð þeim með sér til Hvergilands. Nú mætir Pétur til leiks í leik- inni ævintýramynd þar sem ekk- ert er til sparað. Það má segja að þetta sé í fyrsta sinn sem Pétur er kvikmyndaður sómasamlega en flestir vilja væntanlega gleyma myndinni Hook þar sem leikstjór- inn með barnshjartað, Steven Spielberg, kom með sína útfærslu á ævintýrinu með Dustin Hoffman í hlutverki Kobba Klóar og Robin Williams í hlutverki Pét- urs sem gleymdi æskunni og var orðinn að leiðinlegum kerfiskalli. Að þessu sinni hefur Holly- wood haldið sig við upprunalega ævintýrið og nýja myndin um Pétur Pan hefur fengið fína dóma og mikla aðsókn. Jafnvel er talað um að Pétur Pan muni jafnvel ógna veldi sjálfs Harry Potter í sumar. ■ KVIKMYNDIR Minimalen-stuttmynda- hátíðin var haldin í 16. skipti í Þrándheimi í Noregi dagana 11.-15. mars og var að þessu sinni lögð sér- stök áhersla á að kynna íslenska kvikmyndagerð. Alls voru 12 íslenskar stutt- myndir sýndar á tveimur sérstök- um dagskrám. Myndirnar voru Annas Dag eftir Árna Ólaf Ásgeirs- son, sem nýlega vann til verðlauna á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í Frakklandi, Maður og verksmiðja (1967) eftir Þorgeir Þorgeirson, Ævintýri á okk- ar tímum (1992) eftir Ingu Lísu Middleton, Á blindflugi (1998) og Karamellumyndin (2003) eftir Gunnar Björn Guðmundsson, Old Spice (1998) og Lost Weekend (1999) eftir Dag Kára Pétursson, Slurpinn og Co. (1998) eftir Katrínu Ólafsdóttur, BSÍ (2001) eftir Þor- geir Guðmundsson, While the Cat’s Away (2003) eftir Helenu Jónsdótt- ur og Unni Ösp Stefánsdóttur, ásamt Kissing (2003) og Burst (2003) eftir Reyni Lyngdal. Á stuttmyndahátíðina mættu Árni Ólafur að kynna mynd sína Annas Dag og Ólafur H. Torfason gagnrýnandi, sem sagði frá ís- lenskri kvikmyndagerð og íslensku dagskránni á Minimalen. ■ PÉTUR PAN Leikurinn æsist heldur betur þegar Vanda kemur til Hvergilands í boði Péturs og lendir í klónum á sjóræningjahyski. Einnig koma við sögu Gling Gló, gráðugur krókódíll, indíánar og hafmeyjar. Er hægt að biðja um eitthvað meira? PER FISKE, FRAMKVÆMDASTJÓRI MINIMALEN, ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON OG ÓLAFUR H. TORFASON Íslenskar stuttmyndir voru á sérstakri dagskrá á stuttmyndahátíðinni Minimalen í Þrándheimi. Íslenskar stuttmyndir á Minimalen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.