Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.03.2004, Qupperneq 8
8 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa Lesa smáa letrið „Við erum að gera kjarasamning sem mun marka farveginn fram á við í fjögur ár. Því er brýnt að þú skoðir allan samninginn í heild og metir kosti hans og þann árangur sem náðst hefur.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar, um atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Flóans. Morgunblaðið 24. mars. Íslensk blaðamennska „Ég veit ekki hvernig blaða- mennska á Íslandi væri ef hún væri eftir höfði dómsmálaráð- herra.“ Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags Íslands, um gagnrýni ráðherra á umfjöllun DV um Neskaupstaðarmálið. Fréttablaðið 24. mars. Glaður prestur „Ég hef það gott og er glaður í sinni enda vor í lofti, fermingar framundan og golfsumar í vænd- um.“ Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur. DV 24. mars. Orðrétt Solana reyndi að hughreysta Kosovo-Serba: Skelfilegar árásir KOSOVO, AP Reiðir Serbar flykktust að Javier Solana, utanríkismála- stjóra Evrópusambandsins, þegar hann kom til Kosovo til að kynna sér aðstæður eftir átökin sem brutust út fyrir nokkru og kost- uðu nær 30 manns lífið. „Sjáðu hvað þeir hafa gert. Þetta hefur gerst undir ykkar verndarvæng,“ kallaði grátandi kona að honum þar sem hann virti fyrir sér brunnin heimili Serba í bænum Kosovo Polje. Fimm ár eru nú liðin síðan Sol- ana, sem framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, átti þátt í því að hefja loftárásir á Serba til að stöðva ofsóknir á hendur Kosovo-Albönum. Nú sagði hann árásir Kosovo-Albana á Kosovo- Serba á dögunum skelfilegar, tók í hendur Serbanna og hlustaði á kvartanir þeirra. Þrír létu lífið þegar lögreglu- mönnum og friðargæsluliðum var veitt fyrirsát í Kosovo í fyrra- kvöld, lögreglumaður, friðar- gæsluliði og einn árásarmann- anna. Árásarmenn heyrðust kalla sín á milli á serbnesku en þegar einn þeirra varð fyrir skoti bölv- aði hann á albönsku. Sá lést af sár- um sínum en hann var einn þeirra sem eru grunaðir um árás á Kosovo-Serba árið 2001 sem kost- aði tíu manns lífið. ■ Hamas leggur á ráðin um hefndir fyrir víg Ahmeds Yassin: Sharon skotmark GAZA, AP Khaled Mashaal, leiðtogi Hamassamtakanna, segir að sam- tökin muni reyna að ráða Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísra- els, af dögum til að hefna fyrir vígið á Ahmed Yassin, trúarleg- um leiðtoga Hamas. Mashaal segir í viðtali sem birtist á vef samtakanna að nú verði athugað hvort samtökin hafi þá burði sem þarf til að ráða forsætis- ráðherrann af dögum. Abdel Aziz Rantisi, sem hef- ur verið kosinn leiðtogi Hamas á Gaza, sagði í gær að samtökin hefðu engin áform uppi um að ráðast gegn bandarískum skotmörkum. Sam- tökin höfðu látið að því liggja eft- ir að Ísraelar réðu Yassin af dögum. Á fundi með fréttamönnum í gær sagðist Rantisi ekki óttast tilræði Banda- ríkjanna. Hann sagði að ef hann ætti að velja á milli þess að andast af völdum sjúkdóms eða falla fyrir hendi óvina sinna vildi hann frekar falla fyrir hendi óvina sinna. Bresk stjórnvöld létu í gær frysta eig- ur Rantisi, Mashaals og þriggja annarra leiðtoga Hamas sem eru í þarlendum bönkum vegna tengsla þeirra við hryðjuverk. ■ Danmörk er kjörið land fyrir fjölskyldu sem langar til að ferðast á eigin vegum í bílaleigubíl. Hlýleg náttúran, heillandi smábæir, skemmti garðar, Legoland, hallir og söfn, hæfilegar vegalengdir og glaðlyndir Danir: Allt þetta er eins og sniðið fyrir ógleymanlegt fjölskylduævin týri. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). Flug og bíll út í heim Kaupmannahöfn Ferðatímabil: 2. - 9. júní og 25. ágúst - 1. september. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Verð frá 19.900 kr. á mann* Verð frá 28.835 kr. á mann** Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 – hefur þú séð DV í dag Á leið til Íslands U2 MINNT Á VOÐAVERK Rússnesk mannréttindasamtök gáfu í gær út geisladisk með nöfnum 1,3 milljóna fórnarlamba hreinsana Stalíns. Með því vilja þau vekja athygli á harðstjórn Sovétleiðtog- ans fyrrverandi sem fjölmargir Rússar minnast enn með hlýhug. Talið er að tíu milljónir hafi látið lífið í hreinsunum Stalíns. ÁRSBIÐ EFTIR LAUNUM Um 80 starfsmenn ríkisrekinnar úkra- ínskrar járnblendiverksmiðju hrósuðu sigri þegar tíu daga langt hungurverkfall þeirra varð til þess að stjórnvöld greiddu þeim vangoldin laun sem þeir höfðu ekki fengið greidd í upp undir ár. Verkföll eru algeng í Úkraínu en skila sjaldan árangri. SOLANA MEÐAL SERBA Javier Solana reynir að hugga serbneska konu meðan á heimsókn hans til Kosovo stendur. ABDEL AZIZ RANTISI Nýkjörinn leiðtogi Hamas á Gaza-svæðinu er harðlínumaður sem er á móti hvers konar eftirgjöf við Ísraela og þvertekur fyrir nokkurt vopnahlé. Neitar einnig málamiðlunum við Palestínustjórnina undir forsæti Yassers Arafat. Rantisi hefur varið sjö árum ævi sinnar á bak við lás og slá í ísraelskum fangelsum og var rekinn í útlegð til Lí- banon um eins árs skeið við upphaf síðasta áratugar. Palestínska heimastjórnin fangelsaði hann undir lok síðasta áratugar og hélt honum í fangelsi um nær tveggja ára skeið. Ísraelar reyndu að ráða hann af dögum í júní á síðasta ári en án árangurs. Rantisi er 54 ára gamall barnalæknir. KHALED MASHAAL Helsti leiðtogi Hamas er harðlínumaður sem býr í Sýrlandi og heldur utan um höfuðstöðvar samtakanna í Damaskus. Mashaal sem er á fimmtugsaldri lifði af tilræði Ísraela 1997. Þá skutu ísra- elskir útsendarar eitruðum örvum í hann. Hann lifði tilræðið af vegna þess að Jórdanir handsömuðu útsendarana og neyddu Ísra- ela til að senda mótefni til að bjarga lífi Mashaals í skiptum fyrir útsendarana. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr landi og fór til Sýrlands. Er á fimmtugsaldri, fæddur á Vesturbakkanum og er menntaður eðlisfræðikennari. Ísraelar segja hann standa á bak við sjálfsmorðsárásir. ARIEL SHARON Leiðtogi Hamas segir að samtökin muni reyna að myrða Sharon.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.