Fréttablaðið - 06.04.2004, Side 2

Fréttablaðið - 06.04.2004, Side 2
2 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Ekki bankabækurnar.“ Páll Bragi Kristjónsson er forstjóri bókaútgáfunnar Eddu. Þar stendur til að auka hlutafé eftir að í ljós kom að staða félagsins var verri en eigendur gerðu ráð fyrir þegar þeir keyptu. Spurningdagsins Páll Bragi, var ekki í lagi með bæk- urnar? ■ Asía Tóku 100 milljónir af áhöfn sinni Útgerðarmenn Ýmis BA-32 lækkuðu skiptaverð áhafnar sinnar um tugi milljóna króna samkvæmt rannsókn Verðlagsstofu skiptaverðs. Gert í fullri sátt við áhöfnina segir annar eigendanna. SJÁVARÚTVEGUR Fyrrverandi út- gerð Ýmis BA 32 sem gerður var út frá Bíldudal, hafði tæpar 100 milljónir af áhöfn sinni sam- kvæmt úrskurði Verðlagsstofu skiptaverðs, en rannsókn hefur staðið yfir um hríð. Kemur fram í úrskurði num að við skoð- un á uppgjörs- háttum yfir 13 mánaða tímabil hafi komið í ljós að útgerðin lækk- aði skiptaverðið um heilar 92 milljónir króna en slíkt hafði í för með sér lækkun á hásetahlut um 4.4 milljónir króna eða um 340 þúsund krónur á mánuði. „Það sem á sér stað þarna er það sama og viðgengst víða annars staðar í sjávarútveginum,“ segir Hlynur Björnsson, annar eigenda útgerðarinnar. „Kvótastaðan var slæm og leigukvótinn dýr og við gerðum upp á fullu verði en þó í fullu samkomulagi við alla okkar áhöfn. Reksturinn var alltaf erfið- ur og það varð að samkomulagi og í sátt við alla áhafnarmeðlimi að gera þetta fremur svona og halda bátnum úti eins mikið og hægt var í stað þess að senda fólkið heim og gera ekkert.“ Skipið sem um ræðir er eitt þeirra skipa sem keypt voru frá Kína fyrir nokkrum árum. Það var selt í fyrrasumar og er nú gert út frá Garði undir nafninu Sigga Bjarna GK-5 Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélagsins, segir það með ólíkindum ef áhöfnin sækir ekki rétt sinn gagnvart útgerðinni en samkvæmt heimildum hefur mál þetta komið inn á borð Verkalýðs- félags Vestfirðinga. Fimm menn voru að jafnaði í áhöfn Ýmis en tveir þeirra voru útgerðarmenn- irnir sjálfir, Hlynur og bróðir hans Sindri Björnsson. Þeir keyptu annan minni bát á síðasta ári og stunda áfram útgerð frá Bíldudal. Valtýr Þór Hreiðarsson, for- stöðumaður Verðlagsstofu, vildi ekki tjá sig um þetta einstaka mál enda bundinn þagnarskyldu. Hann sagði að þetta mál væri síð- ur en svo einsdæmi en viður- kenndi að upphæðin væri í hærri kantinum. Verðlagsstofa er aðeins rannsóknarstofnun en hefur eng- ar heimildir til aðgerða af neinu tagi og sagði Valtýr að í málum sem þessum væri viðeigandi út- gerðum og áhöfnum sendar niður- stöður rannsóknanna auk þess sem viðkomandi verkalýðs- eða sjómannafélög fengju afrit. Eftir það væri afskiptum stofnunarinn- ar lokið. Ef ekki væri vilji hjá áhafnarmeðlimum sjálfum til að- gerða félli málið að líkindum í gleymsku. albert@frettabladid.is Samningar tókust hjá Rafiðnaðarsambandinu: Þriggja mánaða þóf leyst á fjórum tímum KJARASAMNINGAR Síðdegis í gær náðist samkomulag um drög að kjarasamningi á milli Rafiðnaðar- sambands Íslands og fulltrúa atvinnurekenda. Samningurinn verður lagður fyrir samninga- nefnd Rafiðnaðarsambandsins í dag og verði hann samþykktur þar fer fram póstkosning meðal félagsmanna. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að skyndileg viðhorfsbreyt- ing hafi orðið hjá gagnaðilum þeirra í gær. „Við erum búnir að vera að glíma við þetta í eina þrjá mánuði og svo semjum við um þetta á rúmum fjórum tímum,“ segir hann. Samningurinn mun gilda fyrir um tvö þúsund rafiðnaðarmenn á almenna vinnumarkaðinum en í samningsdrögunum er að finna sérstakar ráðstafanir vegna virkj- unar- og álversframkvæmda á Austurlandi. Aðspurður segist Guðmundur ekki vilja geta sér til um hvað hafi valdið skyndilegri viðhorfsbreyt- ingu fulltrúa atvinnurekenda í samningunum en um helgina sló mjög í brýnu milli Guðmundar og stjórnarformanns Landsvirkjunar og hótaði Rafiðnaðarsambandið að ganga frá samningaborðinu í kjölfar þess. Stjórnarformaðurinn dró orð sín til baka. ■ Ferðalög til Bandaríkjanna: Fólk ræður hvert það fer STJÓRNMÁL „Hver er tilgangurinn yfir höfuð, er útgangspunkturinn alltaf sá að allir séu glæpamenn þangað til annað sannast,“ spyr Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam- fylkingunni, en frá og með 30. september næstkomandi þurfa ís- lenskir ríkisborgarar ásamt öðrum að láta taka af sér mynd og fin- graför við komu til Bandaríkjanna. Halldór Ásgrímsson sagði á Al- þingi í gær að Íslendingar gætu lít- ið gert varðandi þessar nýju regl- ur. En fólk hefði alltaf valið hvort það færi til Bandaríkjanna eða ekki. ■ SLOBODAN PRALJAK Þurrkar tár af hvörmum sér þegar hann kvaddi Króatíu til að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Meintir stríðsglæpamenn gefa sig fram: Segjast saklausir HAAG, AP Sex Króatar hafa gefið sig fram við stríðsglæpadómstól- inn í Haag. Þeir voru allir háttsettir einstaklingar í sjálf- stofnuðu ríki Króata í átökunum í Júgóslavíu snemma á síðasta ára- tug. Mönnunum sex er gefið að sök að hafa tekið virkan þátt í þjóðernishreinsunum á múslim- um í Bosníu árið 1993, meðal ann- ars með pyntingum, nauðgunum og morðum. Þeir segja ástæðuna fyrir því að þeir ákváðu að gefa sig fram vera að þeir séu saklaus- ir af öllum ásökunum. ■ SPRENGJU VARPAÐ Á ÚTIMARK- AÐI Þrír lögreglumenn og að minnsta kosti 56 óbreyttir borg- arar særðust þegar handsprengju var varpað á útimarkaði í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Uppreisnarmenn köstuðu sprengjunni í átt að bílalest ind- verska hersins en misstu marks með þeim afleiðingum að sprengjan sprakk innan um fjölda óbreyttra borgara. Afkastageta og veðurfar: Flugslysið rannsakað SLYS „Rannsóknin beinist að af- kastagetu flugvélarinnar og veðurfarslegum þáttum,“ segir Þorkell Ágústsson hjá rannsókn- arnefnd flugslysa um flugslys TF-TOF sem varð við Stóru-Bót í Rangárvallasýsu á sunnudag. Einn af fjórum sem í vélinni voru reyndist meira slasaður en talið var í fyrstu og fór hann í aðgerð í gær. Vettvangsrannsókn slyssins er lokið. Flugvélin er fjögurra sæta, eins hreyfilsvél af gerð- inni Jodel DR220. Slysið varð þegar flugvélinni klekktist á í flugtaki. ■ Skipi fylgt til hafnar: Veiðarfæri talin ólögleg SJÁVARÚTVEGUR Togararnum Gull- ver NS 12 var fylgt til hafnar í Seyðisfirði í gærdag. Varðskipið Ægir stöðvaði veið- ar skipsins og fylgdi því til hafnar vegna gruns um að notast hefði verið við net með of litlum möskvum við karfaveiðar um fjórtán sjómílur suðvestan af Hvalbaki. Gullver er 674 brúttótonna ís- fiskveiðiskip sem gert er út frá Seyðisfirði. Sýslumaður þar hefur málið til rannsóknar. ■ Stofnun ríkis Palestínumanna: Seinkað um mörg ár ÍSRAEL, AP Forsætisráðherra Ísra- els, Ariel Sharon, hefur lýst yfir að stofnum ríkis Palestínu- manna gæti seinkað um mörg ár. Þessi yfirlýsing kemur í kjöl- far þess að ísraelski herinn hyggst draga hersveitir sínar frá Gaza-svæðinu og fjórum landnemabyggðum á Vestur- bakkanum að fyrirskipun Shar- ons. Brotthvarfinu er ætlað til að draga úr spennu og langvinn- um óeirðum á svæðinu. Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, fagnaði brotthvarfi Ísra- elsmanna frá Gaza-svæðinu, en undirstrikaði að það yrði að vera gert í samráði við Palest- ínumenn og eftir friðaráætlun milli þjóðanna tveggja. Sharon ítrekaði að þetta væri einhliða ákvörðun flokksins hans. Það andar mjög köldu á milli leiðtog- anna tveggja eftir að Sharon gaf út yfirlýsingu um að hann útli- okaði ekki að Ísraelar myndu ráða Arafat af dögum. Samkvæmt skoðanakönnun- um er meirihluti Ísraela og Palestínumanna fylgjandi brott- hvarfinu, eða 73% Palestínu- manna og 64% Ísraela. Aðeins 34% Palestínumanna trúa þó að áformunum verði framfylgt, á móti 54% Ísraela. ■ „Með ólík- indum ef áhöfnin sækir ekki rétt sinn gagnvart út- gerðinni. ÚR HAFRAHVAMMAGLJÚFRI Í samningsdrögunum eru sérstök ákvæði um framkvæmdirnar fyrir austan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R KÍNASKIP Ýmir BA var eitt Kínaskipanna líkt og Eyvindur KE en rekstrargrundvöllur þeirra reyndist mörgum útgerðum ofviða. ARIEL SHARON Ætlar ekki að leyfa stofnun ríkis Palestínumanna í náinni framtíð. NÝ BENSÍNSTÖÐ Atlantsolía opnar í dag nýja sjálfsafgreiðslubensín- stöð við Hafnarfjarðarhöfn. Að sögn Huga Hreiðarssonar, mark- aðsstjóra Atlantsolíu, hófust fram- kvæmdir við stöðina hinn 7. janúar síðastliðinn. Stöðin verður opnuð klukkan hálf tvö í dag og mun um- hverfisráðherra vígja stöðina til notkunar. ■ Viðskipti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.