Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 10
10 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR
STANDIÐ VÖRÐ UM VATNIÐ
Kínversk stjórnvöld hafa hrundið af stað
herferð sem á að hvetja landsmenn til að
standa vörð um vatnið.
Vandræði í stjórnarmyndun:
Tamílar hóta að grípa til vopna
SRI LANKA, AP Allt virðist vera á
hverfanda hveli í Sri Lanka eftir
kosningarnar þar á föstudaginn.
Þótt flokkur forsetans hafi náð
yfirburðasigri tókst honum ekki
að fá hreinan þingmeirihluta og
brösulega virðist ætla að ganga
að finna samstarfsflokk. Forseti
landsins, Chandrika Kumara-
tunga, hætti við að skipa Laks-
hman Kadirgamar í embætti for-
sætisráðherra á síðustu stundu,
og ákvað í staðinn að Mahinda
Rajapakse skyldi hljóta embætt-
ið.
Eftir kosningarnar lýsti flokk-
ur forsetans yfir að fyrsta verk-
efni flokksins myndi vera að taka
aftur upp friðarviðræður við
hreyfingu Tamíla sem berjast
fyrir sjálfstæði frá Sri Lanka.
Þessir erfiðleikar í ríkisstjórnar-
myndunum hafa þó sett strik í
reikninginn og hafa Tamílar
hótað að grípa aftur til vopna. Ta-
mílar hafa barist fyrir sjálfstæðu
ríki í tvo áratugi og er talið að
alls um 60 þúsund manns hafi lát-
ið lífið í átökum þeirra og stjórn-
valda frá Sri Lanka. ■
Vildi á sama stað og pabbinn
Drengurinn sem var barinn nær til ólífis á laugardaginn var er sonur Valgeirs Víðissonar sem hvarf árið 1994.
Tveimur árum síðar, þegar hann var níu ára, varð hann fyrir fólskulegri árás. Skólaganga hans er næstum engin.
Móðir piltsins rekur sögu hans.
Drengurinn sem nú liggur þungt
haldinn á sjúkrahúsi eftir fólsku-
lega árás um helgina er sonur Val-
geirs Víðissonar sem hvarf spor-
laust sumarið 1994. Þá var dreng-
urinn sjö ára gamall. Tveimur
árum síðar varð hann fyrir sér-
lega ógeðfelldri líkamsárás í Bú-
staðaskógi við Bústaðakirkju. Í
þeirri árás var hann meðal annars
neyddur til að anda að sér gasi og
gleypa töflur. Í kjölfarið þjáðist
hann af ofskynjunum.
Nú um helgina varð hann aftur
fyrir stórfelldri líkamsárás og var
lífshættulega slasaður með mikl-
ar innvortis blæðingar þegar
hann komst undir læknishendur.
Hann er nú á batavegi en mjög
kvalinn.
Eftir að faðir hans hvarf spor-
laust fyrir tíu árum var hann
sendur í sérstaka áfallameðferð á
barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans. Hann var svo nýbyrjað-
ur í nýjum skóla þegar árásin við
Bústaðakirkju átti sér stað og í
kjölfarið var hann sendur á geð-
deildina á ný.
Alltaf í óvissu um föður sinn
Unnur Millý Georgsdóttir,
móðir piltisins, segir að rekja
megi vandamál sonar síns meðal
annars til þess að hann hafi lengi
verið í óvissu um afdrif föður síns
og gert sér vonir um að hann
kæmi fram á ný. Þá segir hún að
sögusagnir um tengsl Valgeirs við
fíkniefnaheiminn hafi haft mikil
áhrif á son sinn og hann hafi vilj-
að líkja eftir því líferni. „Hann
hélt að ef hann lifði eins og sagt
var að pabbi hans hefði lifað og
dæi þá myndi hann enda á sama
stað og pabbi sinn,“ segir hún.
Unnur Minný segir að sögur
um fíkniefnamisferli Valgeirs
hafi ætíð fylgt syni hans og hafi
haft mótandi áhrif á allt hans líf.
„En ég veit að Valgeir var ekki í
þessu þegar hann hvarf og ég hef
sagt honum það,“ segir hún.
Sonur Unnar Minnýjar leiddist
út í neyslu eiturlyfja og hefur ver-
ið inni og úti af stofnunum meira
og minna allt sitt líf. Fyrir tæpu
ári síðan gerði hann tilraun til
sjálfsvígs og varð fyrir varanlegu
heilsutjóni sökum súrefnisskorts
til heila. Þá var hann staddur í
Bandaríkjunum.
Mætti alltaf fordómum
Unnur Millý segir að allt frá
því faðir drengsins hvarf hafi
hann átt erfitt með að finna fót-
festu í lífinu. „Hann hefur alltaf
verið utangarðs,“ segir hún. Hún
segir að hann hafi mælst með
ágæta greind en aldrei getað nýtt
sér það enda lítið verið í skóla.
Hún segir að hann hafi alltaf
mætt miklum fordómum vegna
hvarfs föðurins og að nágrannar
hafi varað börn sín við að leika
sér með honum auk þess sem
hann hafi mátt búa við stöðugar
sögusagnir og getgátur um hvarf
föðurins. „Fólk benti hingað og
þangað og fullyrti að þar væri
pabbi hans grafinn,“ segir hún.
Látinn leika fíkil
Eftir líkamsárásina árið 1998
var drengurinn vistaður á barna-
og unglingageðdeildinni við Dal-
braut. Unnur Millý ber þeirri dvöl
ekki fagra söguna. Hún segir að
þar hafi börnum verið haldið niðri
á sterkum lyfjum og þau látin lít-
illækka sig sjálf. Til dæmis var
tekið upp á myndband þar sem
þau voru látin leika eitur-
lyfjafíkla. Á þessu myndbandi
flytja tveir drengir undir tíu ára
aldri, annar þeirra sonur Unnar
Millýjar, texta með upplýsingum
um eiturlyf og líkja eftir vímu-
efnaneytendum meðal annars
með því að soga hvítt duft upp í
nefið í gegnum upprúllaðan fimm
hundruð króna seðil. Þar á eftir
taka þeir þátt í sviðsettu viðtali
þar sem þeir segja „reynslusög-
ur“ sínar af neyslu eiturlyfja.
Þetta myndband sýndi hún blaða-
manni í gær.
Bannað að sýna tilfinningar
Unnur Millý telur ekki að dvöl
sonar síns á barna- og unglinga-
geðdeildinni hafi veri honum til
gagns heldur þvert á móti. Hún er
mjög gagnrýnin á þær aðferðir
sem þar er beitt. „Börnunum er
bannað að sýna tilfinningar. Þegar
maður kemur þarna inn sé dauða-
þögn og svo ef eitthvert barnið fer
að hlæja þá eru starfsmennirnir
komnir með sprauturnar og þeim
er haldið niðri á rítalíni og öðrum
efnum,“ segir hún.
Áfallastreita eftir árás
Unnur Millý segir að á geð-
deildinni á Íslandi hafi hann verið
greindur með athyglisbrest og of-
virkni hér. Þar hafi hins vegar
ekki komið fram að dyslexía á háu
stigi sem greindist hjá honum
þegar hann var tólf ára.
Eftir sjálfsvígstilraunina í
fyrra fékk sonur Minnýjar lækn-
isþjónustu í Bandaríkjunum. Þar
komust læknar að því að það sem
hrjáði hann væri áfallastreita og
alvarlegt þunglyndi í kjölfar þess.
Áfallastreita hrjáir fólk sem verð-
ur fyrir verulegum áföllum og er
meðal annars þekkt hjá fórnar-
lömbum ofbeldis og þeim sem lif-
að hafa stríðsátök af.
Þjáðist af ofskynjunum
Frá og með þeim tíma segir
hún að sonur sinn hafi átt erfitt
með svefn sökum vondra draum-
fara og jafnvel þjáðst af ofskynj-
unum og myndbirtingum og sýnt
önnur merki sem samræmist
áfallastreitu. „Í kjölfarið fékk
hann svo miklar ofskynjanir og
var svo hræddur að ég þurfti að
halda utan um höfuðið á honum á
meðan hann svaf. Ef ég missti tak-
ið og sofnaði þá vaknaði hann.
Hann sá fólk hreyfa sig á mynd-
um,“ segir hún.
Utangarðs í kerfinu
Skólaganga hefur verið sama
sem engin og segir Unnur Millý að
skólarnir hafi einfaldlega ekki tek-
ið hann að sér. Hún segir að hópur
ungmenna verði utangarðsfólk og
„verði fyrir einelti af kerfinu“.
Unnur Millý segir að í undir-
heimum Reykjavíkur sé algengt
að stálpaðir menn gangi um og
bjóði jafnvel börnum eiturlyf og
„spili sig stóra“ og herji á ungt
fólk sem er utangarðs í skólakerf-
inu. Hún segir að unglingarnir séu
hvergi óhultir fyrir þessum
mönnum sem jafnvel herji á AA-
samkomur.
Eftir sjálfsvígstilraunina í
fyrra hefur sonur Unnar Millýjar
verið í stöðugri endurhæfingu.
Hann fór í meðferð en var nýver-
ið fallin aftur þegar árásin á laug-
ardag átti sér stað. Móðir hans
vonast til þess að árásin verði til
þess að hann snúi alfarið baki við
fíkniefnaneyslunni enda hefur
hann nú fundið áþreifanlega fyrir
því hversu hættulegur sá heimur
geti verið.
„Það er eins og það sé alltaf
verið að refsa honum. Í hvert sinn
sem hann er að koma undir sig
fótunum dynur yfir áfall,“ segir
hún. Hún telur þó að eftir árásina
á laugardaginn muni syni hennar
takast að halda sig frá vímuefnum
og því líferni sem þeim fylgir. ■
Skyndiflóð í Mexíkó:
Óttast um líf
tuga manna
MEXÍKÓ, AP Að minnsta kosti
fimmtán manns fórust þegar ár
flæddu yfir bakka sína í norður-
hluta Mexíkó, skammt frá landa-
mærum Bandaríkjanna. Á fimmta
tug manna er enn saknað.
Úrhellisrigning olli því að
vatnsborð Escondido-fljótsins óx
um átta metra á fimmtán mínút-
um. Vatnsflaumurinn hreif með
sér fjölda húsa í bæjunum Piedras
Negras og Villa de Fuente. Þyrlur
bandaríska landamæraeftirlitsins
tóku þátt í björgunarstarfinu og
sóttu fólk sem sat fast á þökum
húsa sem voru umflotin vatni. ■
R
Ú
N
A
www.kodakexpress.is Sími 570 7500 www.hanspetersen
• 3.2 milljón pixla
• 3x Optical aðdráttur (35-105mm)
• 3,4x Digital aðdráttur (106-357mm)
• Tekur allt að 16 myndir í röð á 2 sek.
sem þú getur síðan valið úr,
t.d. íþrótta-, hesta- eða golfmyndir.
• Tekur video
• Allt niður í 1 cm nærmynd (macro)
• AA eða Li-ion hleðslurafhlöðumöguleikar
G 4
G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D
CHANDRIKA KUMARATUNGA
Forseti Sri Lanka gengur til kosn-
inga, en þrátt fyrir sigur náði flokkur
hennar ekki þingmeirihluta.
UNNUR MILLÝ GEORGSDÓTTIR
Segir að sonur sinn hafa alls staðar mætt fordómum vegna sögusagna sem gengu um
föður hans.