Fréttablaðið - 06.04.2004, Qupperneq 20
Fullt hús matar Egg eru ofarlega í huga
margra nú þegar páskar nálgast. Flestir hugsa
um súkkulaðiegg en hænueggin eru mun hollari
og einstaklega gómsæt í einfaldleika sínum,
til dæmis linsoðin með ögn af maldon-salti.
„Uppáhaldsmaturinn minn mundi
vera góður ítalskur réttur að hætti La
Primavera og konunnar minnar. Það
er að segja pasta sem ekki er ofsoðið
og ekki drekkt í rjómasósum,“ segir
sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli
Marteinn Baldursson.
Til að fá frekari útleggingu á slíkri
matreiðslu nefnir hann hinn fræga
rétt spaghetti alla puttanesca, sem út-
leggst á íslensku „spagettí port-
konunnar“. Þá uppskrift kann hann
greinilega sjálfur og þarf hvorki
hjálp La Primavera né eiginkonunnar.
„Maður steikir ansjósuflök og hvít-
lauk við hægan eld, þannig að það
maukist, bætir út í það niðursoðnum
tómötum, slatta af svörtum ólífum og
kapers og lætur malla í smátíma. Síð-
an er sósunni hellt út á spagettí sem
er soðið nákvæmlega eins og á að
gera, hvorki of mikið né of lítið. Til
hátíðabrigða er flott að rífa smá
steinselju yfir.“
Gísli Marteinn kann líka að út-
skýra nafngiftina á réttinum: „Hrá-
efnið í hann getur allt geymst lengi
hvað kom sér vel fyrir portkonurnar
sem gátu ekki mikið verið að spóka
sig á mörkuðunum, höfðu
óreglulegan vinnutíma og komu
yfirleitt heim til sín seint
þegar búið var að
loka öllum búð-
um.“ ■
Tómatar:
Nýir íslenskir
árið um kring
Tómatar eru nú ræktaðir hér á landi árið um kring. Í vetur hafa ís-
lensku tómatarnir verið meira áberandi en áður. Nú má auðveld-
lega þekkja íslenska tómata á umbúðunum og sjá má á merking-
um hjá hvaða bónda tómatarnir eru ræktaðir. Þegar kemur að
matreiðslu eru möguleikarnir óendanlegir.
Tómata-carpaccio
8–10 tómatar, vel þroskaðir
nýmalaður pipar
salt (gjarnan sjávarsalt)
3 msk. ólífuolía
1 msk. balsamedik
2 tsk. hlynsíróp
1 msk. furuhnetur
smábiti af parmaosti
nokkur basilíkublöð (má sleppa)
Tómatarnir skornir
í þunnar sneiðar
og raðað á stóran
disk eða kringlótt
fat. Best er að
byrja í miðjunni,
raða sneiðunum í
sístækkandi hringi
og láta þær skar-
ast vel. Kryddað
með pipar og
salti. 3 msk. ólífu-
olía, 1 msk. bals-
amedik og 2 tsk. hlynsíróp hrist eða þeytt saman og dreypt jafnt
yfir. Plastfilma breidd yfir og látið standa í 20–30 mínútur. Á meðan
eru furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær taka lit. Dreift
yfir tómatana og síðan eru nokkrar flísar skornar af parmaostinum
með ostaskera, settar ofan á og skreytt með basilíku.
Frönsk tómatbaka
200 g hveiti
90 g smjör, skorið í bita
1 egg
3 msk. sýrður rjómi (helst 36%) eða rjómi
1 msk. dijon-sinnep
8 tómatar, vel þroskaðir
nýmalaður pipar
salt
nokkrar greinar af fersku timjani
Hveiti og smjör sett í matvinnnsluvél og hún látin ganga smástund.
Egginu bætt út í og vélin látin ganga þar til unnt er að hnoða deig-
ið saman. Svolitlu hveiti bætt við ef deigið er of lint, köldu vatni ef
það er of stíft. Vafið í plast og kælt í hálftíma.
Ofninn hitaður í 180˚C. Deigið er svo flatt þunnt út (gott að breiða
bökunarpappír undir og fletja það út á honum), lagt yfir meðalstórt
bökuform eða lausbotna form, þrýst létt niður og barmarnir snyrtir.
Sýrðum rjóma og sinnepi blandað saman og smurt á botninn.
Tómatarnir helmingaðir, fræin skafin úr þeim með teskeið og þeir
síðan skornir í sneiðar eða geira sem raðað er á bökubotninn.
Kryddað með pipar og salti, blöðin strokin af timjangreinunum og
dreift yfir, og bakað í 40–45 mínútur, eða þar til tómatarnir eru
byrjaðir að taka lit.
Tuborg:
Hagstæðustu 0,5
lítra flöskurnar
Fyrir skömmu lækkaði verðið á Tuborg í hálfs
lítra umbúðum, bæði í dósum og flöskum.
Tuborg í 0,5 lítra glerflösku kostar nú 198 kr.
Eftir verðlækkunina skipar þessi danski
gæðabjór sér í flokk ódýrustu bjórtegunda í
verslunum ÁTVR og gleður það þá bjórunn-
endur sem sækjast eftir hámarksgæðum á
hagstæðu verði. Grænn Tuborg er framleidd-
ur af Ölgerð Egils Skallagrímssonar sam-
kvæmt ströngustu kröfum Tuborg um gæði
og efnainnihald. Hann er dæmigerður
„skandinavískur pilsner“, með meðalfyllingu
og mildu bragði, liturinn er ljósgullinn og
vínanda er stillt í hóf. Mikil alúð er lögð við
að varðveita hin sérstöku bragðgæði sem
Tuborg státar af og strangt eftirlit með fram-
leiðslunni tryggir að bragð og gæði haldist
þau sömu hvarvetna í veröldinni.
Hátíðarfugl er kjúklingur sem er séralinn upp í 3,5-4 kg að þyngd. Hátíðarfugl
fæst bæði reyktur og óreyktur. Eldunartími á hátíðarfugli er um 40 mínútur á
hvert kg. Nákvæmari eldunarleiðbeiningar eru á umbúðunum.
Hátíðarfugl
Hollur og góður hátíðarmatur
Reykjagarður hf
Hátíðarfuglinn fæst í öllum helstu verslunum.Verðlaunavörur frá Reykjagarði
Gísli Marteinn Elskar
spagettírétt portkonunnar.
Uppáhaldsmatur Gísla Marteins:
Góður einfaldur
ítalskur réttur