Fréttablaðið - 06.04.2004, Qupperneq 38
Hrósið 30 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Rocky
... fær forsætisráðherra fyrir að
vilja stækka þjóðgarðinn á Þing-
völlum. Löngu er tímabært að
endurskoða lögin frá 1928 og
tryggja að sérstæð náttúra Þing-
vallasvæðisins verði vernduð.
Garðatorgi, Garðabæ - sími 565 6550
FÍN FYRIR PÁSKANA
stærðir 92-128
Nýkomið mikið úrval af
Petepino barnafötum.
Á góðum bíl í fríið með Avis
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú
leggur af stað – Það borgar sig
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og
flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga).
Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005.
Verð háð breytingu á gengi.
Verona kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk
Bologna kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk
Milano kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk
www.avis.is
Við
gerum
betur
Ítalía
AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is
Munið Visa
afsláttinn
Soname er af tíbeskum aðals-ættum en hún flúði frá Tíbet
árið 1989, aðeins 15 ára að aldri,
eftir að Kínverjar hertóku landið.
Ferðin til Indlands var stórhættu-
leg og tók sex vikur. Þegar hún
komst á leiðarenda bjó hún í
Dharamsala í Norður-Indlandi á
sama stað og Dalai Lama. Þar
vann hún og lærði í sex ár áður en
hún ferðaðist til Englands um
Frakkland.
Soname er 29 ára nú og býr í
Brighton þar sem hún starfar og
lifir tvöföldu lífi, sem skúringa-
kona á daginn en söngkona á
kvöldin. „Þannig safna ég pening-
um og fer svo í hljóðverið til þess
að taka upp lögin mín,“ útskýrir
Soname með bjartri og barnalegri
röddu. „Ég þarf að borga hljóð-
færaleikurunum. Núna er þetta
orðið aðeins auðveldara þar sem
ég er með plötusamning.“
Hún gaf út plötu í Bretlandi
fyrir stuttu og það varð til þess að
nú er verið að skrifa bók um ævi
hennar. „Það var skrifað um mig í
dagblaði hérna þar sem ég var að
tala um uppruna minn. Eftir það
hringdi rithöfundur í mig og vildi
forvitnast meira um ævi mína. Ég
fer til London um hverja helgi
núna til þess að tala um líf mitt í
þrjár klukkustundir. Þetta eru
mjög persónulegir hlutir sem ég
er að tala um svo ég tárast oft. Oft
held ég að ég sé komin nægilega
langt frá þessum atburðum að þeir
hafi ekki lengur áhrif. Þá verð ég
hissa þegar ég græt, og hlæ svo-
lítið áður en ég tala meira.“
Vegna þess að Soname er
flóttamaður er margt í lífi hennar
sem reynist henni erfiðara en
mörgum. Til dæmis þarf hún að fá
sérstakt leyfi frá útlendingastofu
til þess að komast til Íslands. „Ég
vil hjálpa Tíbet með því að syngja.
Hluti af Tíbet er enn í fangelsi og
það er á ábyrgð allra þjóða. Ég er
því ekki bara að hugsa um sjálfa
mig. Ég er að hugsa um allt land
mitt.“
Lög hennar hafa þó engan póli-
tískan boðskap. Þau fjalla um and-
leg málefni og náttúruna sem er
henni er greinilega mjög hugleik-
in. „Tíbet hefur breyst mjög mik-
ið frá því að ég bjó þar fyrir 14
árum. Ég man þegar nágranni
okkar fékk sjónvarp og það voru
stundum 30 til 40 manns inni í
stofu hjá honum að horfa saman á
sjónvarpið. Nágranninn okkar
eldaði og gaf öllum að borða. Það
kom fólk til hans á hverju kvöldi,
ég held að þetta hafi verið svolítið
stressandi fyrir hann,“ segir hún
og hlær. „Eins og að reka bíóhús.“
Tónleikar Steintryggs og
Soname Yangchen verða í Austur-
bæ, 15. apríl. Forsala miða er í 12
tónum. ■
Þessi dagur var glataður
fyrir, og svo er manni
dömpað! Hvað næst?
Ætli ég verði fyrir bíl?
Nei, varla!
Grey kallinn! Þú verður bara að
gleyma henni sem fyrst!
Viltu kannski að við náum í
bjór handa þér og gefum
þér smá nudd?
Ætli maður verði ekki bara að
horfa á ljósu punktana við
að vera dömpað!
Vill hjálpa Tíbet með söng
Tónlist
SONAME YANGCHEN
■ Flóttakonan frá Tíbet segist vonast
til þess að fá leyfi til Íslands
svo hún geti sungið fyrir frelsi
þjóðar sinnar hér á landi.
SONAME
Flúði frá Tíbet þegar hún var 15 ára,
býr nú í Bretlandi þar sem hún kem-
ur list sinni á framfæri.