Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 40

Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 40
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Snjóleitin mikla SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Íslenskir skíðamenn hafa í veturverið í skemmtilegum ratleik um landið. Leikurinn snýst um að finna lengstu snjóræmuna til að renna sér á. Hingað til hafa Norðlendingar haft vinninginn og Akureyri, Dalvík, Siglufjörður og Tindastóll hafa þjónað sem hjálparstofnanir fyrir sunn- lenska skíðamenn. Þar er nú daglega tekið á móti aðframkomnum og snjó- þyrstum ferðalöngum. Snjófíklarnir flykkjast norður, klyfjaðir lítt notuð- um búnaði í leit að lækningu og til að svala fíkn sinni. VIÐ sem göngum með þessa bakteríu í blóðinu leitum logandi ljósi að snjón- um. Bakterían herjar árstíðabundið á afmarkaðan hóp manna og leggst í dvala á vordögum. Þennan þriðju- dagsmorgun eru nokkrir okkar stadd- ir á Siglufirði, en hér virðast heima- menn hafa gert langtímasamning snjóframleiðslu með magnafslætti við æðri máttarvöld. Fjörtíu sunnlensk krakkakríli kútveltast nú í Siglufjarð- arskarði og skemmta sér konunglega, fá sér hafragraut, hoppa í koddaslag í kojum og búa til dýnuhús. Mega stelpur ekki vera hér? spyr lítil stubba þegar bíllinn rennur inn í Strákagöng, en tekur gleði sína þegar henni er tjáð að skíðabrekkurnar hljóti að heita Stelpubrekkur. SUNNLENSKIR skíðamenn eru í útrýmingarhættu og margir eru ef- laust búnir að höggva skíðin sín niður í eldivið eða nota þau í girðingar- staura. Brátt verður ekki úr vegi að opna stórverslunina, Góði skíða- hirðirinn, þar sem bugaðir skíðamenn geta losað sig við snjórennslisplanka sem taka upp geymslupláss. Svo má reka skíðastafi í gegnum snjóþoturn- ar sem þá geta þjónað sem fyrirtaks regnhlífar í nýrri gróðurhúsa- veðráttu. EN HVAÐ skal gera við snjólausar, sunnlenskar skíðabrekkur? Bláfjöll- um má breyta í fjallgöngubúðir, þar sem æfa má leðjugöngu í misbröttum fjallshlíðum. Þar má einnig halda sjálfshjálparnámskeið fyrir skíða- menn sem hafa ákveðið að hefja nýtt líf án skíðanna sinna. Í botnlausri ör- væntingu sinni hefur þó skíðafíklum dottið í hug að hefja snjóframleiðslu í sunnlenskum skíðalöndum. Þeir vilja fjárfesta í sérlegum snjóvélum eins og tíðkast í ítölskum fjallahéröðum. Ekki er öll vitleysan eins, segir kannski einhver, en það er þó margt vitlausara en að búa til snjó á Íslandi. VERTU fiAR SEM FJÖRI‹ ER! Fylgstu me› dagskránni WWW.NORDUR.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.