Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 15. apríl 2004 fremur það að honum hafi tekist að hvetja til uppreisnar beint fyr- ir framan nefið á Bandaríkjaher,“ segir Cohen. Cohen segir að líkt og í Ví- etnam séu bandarísk stjórnvöld stödd í myrku herbergi og finni ekki leiðina út. Hann segir skoð- anakannanir sýna að meirihluti Íraka séu þakklátir Bandaríkja- mönnum og því sem þeir hafi gert fyrir landið og fólkið. „Samt hvíslaði enginn af þess- um „þakklátu“ Írökum því að Bandaríkjaher að al-Sadr væri að skipuleggja uppreisn.“ Óvissa með valdaframsalið Cohen gagnrýnir síðan Paul Bremer, landstjóra Bandaríkj- anna í Írak, þó hann segist bera virðingu fyrir honum og dugnaði hans. Hann segir Bremer hafa komið ansi illa fyrir í umræðu- þáttum í bandarískum fjölmiðlum um helgina. Þegar hann hafi verið spurður að því hver ætti að taka við völdum í Írak 30. júní hafi hann einfaldlega sagt: „Það er góð spurning,“ og síðan ekki svarað spurningunni frekar. Cohen segir góða ástæðu vera fyrir þessu svari. Ástæðan sé einfaldlega sú að Bremer viti ekki hverjum eigi að afhenda völdin í landinu. Skoð- anakannanir sýni hins vegar, eins og áður var greint frá, að meiri- hluti Íraka styðji stefnu Banda- ríkjanna í Írak og því sé hersetan réttlætanleg. Cohen segir banda- rísk stjórnvöld á villigötum ef þau virkilega trúi þessu og greinilegt að þau læri ekki af reynslunni af Víetnam ef þau ætli að halda stefnu sinni til streitu. Síðan nefn- ir hann nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Bandaríkjamenn sjá ekki ljósið. „Í fyrsta lagi þá eru það minni- hlutahópar sem gera byltingar, ekki meirihlutahópar. Í öðru lagi eru skoðanakannanir mjög óáreið- anlegar. Í þriðja og síðasta lagi þá verður Bremer og Bandaríkja- menn í heild sinni að átta sig á því að þeir munu aldrei öðlast fullan skilning á því sem er að gerast í Írak. Þetta er allt annar menning- arheimur.“ Cohen segir meginástæðuna fyrir því að stríðinu í Írak sé óðum að líkjast Víetnamstríðinu vera þá að Bandaríkin hafi farið í stríð á röngum forsendum, með of lítinn her og of fáa bandamenn. „Lærdómurinn af Víetnam var sá að um leið og fyrstu mistökin eru gerð þá er lítið sem hægt er að gera eftir á til að leiðrétta þau.“ ■ Útgáfa ríkisbréfa: Brot á upp- lýsingaskyldu MARKAÐUR Greining Íslandsbanka gagnrýnir harðlega vinnubrögð fjármálaráðuneytisins og Lánasýslu ríkisins vegna útgáfu ríksiskulda- bréfa vegna uppgjörs lífeyrisskuld- bindinga við Reykjavíkurborg. Upp- lýsingar um útgáfuna birtust í fjöl- miðlum á mánudagsmorgni, en út- gáfan var ekki tilkynnt í Kauphöll- inni fyrr en eftir lokun markaða sama dag. „Að mati greiningar Íslandsbanka er það með ólíkindum að slík vinnubrögð skuli enn viðhöfð í tengslum við verðbréf sem skráð eru á markaði.“ Telur greiningar- deildin að ríkið hafi með þessu brot- ið reglur um upplýsingaskyldu. ■ INNHERJARANNSÓKN Ekki hyllir enn undir lok rann- sóknar sænsku efnahags- brotadeildarinnar á meintum innherjasvikum sex einstaklinga í við- skiptum með bréf sænska bankans JP Nordiska. Meðal þeirra sem eru til rannsóknar eru stjórn- endur Bakkavarar. Þeir hafa vísað öllum ásökun- um á bug. Röksemdir sex- menninganna eru þær að stefna Kaupþings varð- andi JP Nordiska hafi verið öllum ljós sem þekktu til fyrirtækisins og að þeir hafi ekki búið yfir nein- um upplýsingum varðandi fyrir- ætlanir Kaupþings umfram það sem almennt lá fyrir á markaði. Rannsókn málsins byggist á því að einstak- lingarnir hafi búið yfir inn- herjaupplýsingum um að Kaupþing hyggðist leggja fram yfirtökutilboð og kaupa bankann. Róbert Engsted, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild sæn- sku lögreglunnar segist ekkert vilja tjá sig um gang rannsóknarinnar. „Það eina sem ég get sagt er að hún er í gangi,“ segir hann. Engsted segir erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Rannsóknin hófst fyrir tæpu ári. ■ FYRSTU SPORIN Tishari, vikugamals gíraffa í dýragarði í San Diego, var vel gætt af hjörðinni þegar hann kom fyrst fyrir almenningssjónir. Tis- hari, sem þýða mætti léttfeti, er 90. gíraff- inn sem fæðist í dýragarði frá árinu 1972. SJÁ EKKI LAUSNINA Cohen segir að líkt og í Víetnam séu bandarísk stjórnvöld stödd í myrku herbergi og finni ekki leiðina út. Rannsókn á meintum innherjasvikum: Niðurstaðan ekki í sjónmáli BÍÐA NIÐURSTÖÐU Rannsókn á því hvort bræðurnir í Bakkavör hafi búið yfir innherja- upplýsingum þegar þeir keyptu hlutabréf í sænska bankanum JP Nordiska er ólokið. Þeir hafa neitað ásökununum. Sænskur saksóknari býst ekki við niðurstöðu á næstunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.