Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 36
15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR                                                      !"                                                                  !!              "   "                           ! #           $ %        & "         !!               ' !      $   (    &    &         )                            *     (               #      +          (     "                %,&       -  ./0%+              .//1      -   23#45.2(20 +   ( (                      6                                               !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -         # !"         Ruud van Nistelrooy: Áfram hjá United FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy hefur jafnað sig á hnémeiðslum sínum og segist vera tilbúinn í slaginn þegar Manchester United mætir Portsmouth á laugardaginn. Nistelrooy hefur ekkert spil- að síðan 28. mars en vonast til að ljúka leiktíðinni af fullum krafti. „Við erum með sterkan hóp og núna erum við farnir að ná betur saman,“ sagði hann. Kappinn vísaði um leið á bug þeim orðrómi um að hann sé á leiðinni til Barcelona. „Ég vil vera áfram hjá Manchester United.“ ■ Ingi Þór hætt- ur með KR Ingi Þór Steinþórsson er hættur þjálfun meist- araflokks KR eftir sex ár við stjórnvölinn. Her- bert Arnarson er líklegur sem eftirmaður hans. KÖRFUBOLTI Ingi Þór óskaði sjálfur eftir því að hætta með liðið en samningur hans var runninn út. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR féllst á það og þakkaði hún Inga Þór fyrir frábær störf á undan- förnum árum á heimasíðu sinni. Ingi tók við KR ásamt Keith Vassell haustið 1998. Næstu leik- tíð á eftir var Ingi orðinn einn við stjórnvölinn og hampaði KR þá Ís- landsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í tíu ár. „Það var bara komið nóg,“ sagði Ingi í samtali við Fréttablað- ið. „Ég var búinn að vera í kring- um þetta í sex ár, einn í fimm ár og með Keith í eitt ár. Ég ætla að snúa mér að öðrum verkefnum og þjálfa annars staðar, hvort sem það verður í yngri flokkum KR eða ekki.“ Að sögn Inga var þörf á nýju blóði í meistaraflokk KR og ákvað hann því að sækjast ekki eftir endurráðningu. „Þetta er búinn að vera góður tími og mikið tækifæri fyrir mig. Ég tók ungur við og er búinn að þroskast heilmikið og læra helling. Ég held bara að það sé gott að taka smá hlé,“ sagði Ingi og útilokaði ekki að taka við öðru liði í úrvalsdeildinni. Ingi hefur þjálfað yngri landslið í körfu meðfram því að þjálfa meistaraflokkinn. Næst á dagskrá hjá honum er prógramm fyrir 87- landsliðið í lok maí en tíminn verður að leiða í ljós hvað tekur við eftir það. Ingi vill ekki meina að árangur KR í ár hafi ráðið úrslitum varð- andi ákvörðun sína. „Ég hefði vilj- að enda þetta betur og þykir leið- inlegt að hætta eftir að hafa lent í sjöunda sæti og dottið snemma út úr úrslitakeppninni. Upphaflega var gerður við mig þriggja ára samningur með stefnuna á að verða Íslandsmeistari á þriðja ári. Við urðum Íslandsmeistarar á fyrsta ári og eftir það höfum við ekki unnið neitt,“ sagði hann. „Við höfum verið ofarlega í öllu, m.a. komist í undanúrslit, en aldrei náð að klára. Ég vona bara að leik- mennirnir taki nýjum manni vel.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kemur til greina að Her- bert Arnarson, sem hefur leikið með KR, taki við af Inga Þór. Grindvíkingar hafa einnig rætt við Herbert en þeir eru þjálfara- lausir eftir að Friðrik Ingi Rún- arsson sagði upp störfum. freyr@frettabladid.is RUUD VAN NISTELROOY Vill vera áfram hjá Manchester United og segist ekki vera á leiðinni til Barcelona. INGI ÞÓR STEINÞÓRSSON Er hættur sem þjálfari KR eftir sex ár við stjórnvölinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.