Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 47
■ Leiðrétting Fréttiraf fólki 39FIMMTUDAGUR 15. apríl 2004 YOGA fyrir byrjendur - Rólegir og mjúkir tímar. Áhersla lögð á öndun, léttar jógastöður, teygjur og slökun. Hentar vel einstaklingum með vefjagigt og síþreytu. Skráning í síma: 821 7482, 554 7482 og einarsson@simnet.is Saga Heilsa og Spa, Nýbýlavegi 24, Kópavogi. YOGA með MAGGY *Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. OPTICAL STUDIO SMÁRALIND - LEIFSSTÖÐ GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR Við pöntun fylgir frítt par af sólglerjum í þínum styrkleika í eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði SÓLGLER í þínum styrkleika fylgja kaupum á nýjum gleraugum FRÍTT FYRIR ÞIG! * ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR Með flöskuna góðu sem hún fann í fjöru árið 1961. Þá var hún bara 12 ára gömul og of ung fyrir bjór. Fékk bjórinn í þriðju tilraun Fyrir 43 árum var Ásdís Ólafs-dóttir að ríða út við fjöruna undan Hrauni í Ölfusi þegar hún sá glitta í flösku. Reyndist það vera flöskuskeyti frá Guinness- verksmiðjunum þar sem finnanda var boðið að bragða á veigunum. Hún var ekki nema 12 ára þegar þetta gerðist en fékk frænku sína sem hafði betri enskukunnáttu til að þýða fyrir sig bréfin. „Þarna kom fram að finnand- inn fengi að bragða á Guinness- bjór ef hann sendi verksmiðjun- um bréf. Varð úr að frænka mín skrifaði bréf. En þar sem ekki mátti flytja bjór inn í landið fékk ég senda silfurskeið í staðinn,“ segir Ásdís, sem er íþróttakennari í dag. Þegar bjórinn var leyfður, 27 árum síðar, gerði hún aðra til- raun til að fá bragðprufu af bjórn- um en þá var enginn umboðsaðili fyrir Guinness á landinu. Það var því ekki fyrr en á dög- unum þegar Ásdís las um Leif Sveinsson, sem hafði fundið sams konar flöskuskeyti á Mýrum, að hún ákvað að vekja athygli á flöskuskeytinu sem hún hafði geymt í öll þessi ár. Hún fór með það til Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar, sem er umboðsaðili fyrir Guinness, og fékk í staðinn afhentan kassa af bjórnum. Fyrir nokkrum árum fór Ásdís ásamt manni sínum til Dublin þar sem Guinness-safnið var skoðað. „Þar sá ég flöskur eins og þá sem ég fann forðum. Þeim var kastað í Atlantshafið á 38 mismunandi stöðum árið 1959 en þá átti Guinness-verksmiðjan 200 ára af- mæli.“ ■ Róbert Harðarson , fyrirliðiHróksins, náði góðum árangri á First Saturday skákmótinu í Búda- pest en þegar upp var staðið náði hann 9 af 13 mögulegum vinningum. Róbert vann fimm skákir, gerði 8 jafntefli á mótinu en tapaði aldrei. Í 10. umferð náði Róbert áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með sigri á ungverska Fide-meistar- anum Tamas Fodor (2183) sem varð heimsmeistari barna árið 2001. Þetta eru bestu prufur hvaðvarðar standard sem ég hef farið í gegnum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, en um síðustu helgi þyrptist að hæfileikafólk sem hafði áhuga á að vera með í uppsetningu á söngleiknum Hár- inu sem verður frumsýndur 2. júlí. „Það var svo mikið af fagfólki sem kom, bæði úr söngskólum, dansskólum, poppurum og fleira.“ Endanleg niðurröðun í sjö aðal- hlutverk og fjórtán hlutverk í kór og dans er að mestu lokið og segir Þorvaldur að allir í þessum hópi séu sterkir söngvarar. Leikstjóri sýningarinnar, Rúnar Freyr Gísla- son, er sammála Þorvaldi um að valið hafi verið erfitt. „Ég var í stökustu vandræðum og við hefðum örugglega getað fundið gott fólk í þrjár mismun- andi sýningar. Það voru margir sem voru lengi alveg við að fara inn en að lokum þurftum við að takmarka fjöldann.“ Rúnar segir að auk radda sem við þekkjum úr rokkinu verði þarna leikarar sem við þekkjum eða munum upp- götva í söngleiknum. „Það mun margt koma á óvart. Það verður farin ný leið í sýningunni þar sem margt hefur breyst frá því fyrir tíu árum síðan. Söngleikurinn verður ekki staðfærður en það verða síteringar í nútímann þannig að fólk sem komi á sýning- una í dag tengi það sem verkið hefur að geyma eins og tískuna og hugsjónirnar. Ég held það verði auðvelt fyrir áhorfendur að tengj- ast verkinu því í dag erum við að sjá svo mikið af þessum fíling. Krakkarnir eru hættir að klippa sig og tískan er svo frjáls og opin. Það er einhver byltingarhugur í gangi og sjálfstæðisþrá í fólki í dag.“ ■ Erfitt að velja milli hæfileikafólks Það er fyrirtækið LPromotions sem stendur að tónleikum Pink hér á landi en ekki LProductions eins og misfórst í Fréttablaðinu í gær. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Páll Pétursson. Margrét Hallgrímsdóttir. Kristján Finnbogason KR og Kristján Örn Sigurðsson KR. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 9 1210 4 Lárétt: 1 sykrað, 5 kvæðis, 6 leyfist, 7 fimmtíu og einn, 8 raus, 9 kláraði. 10 tónn, 12 vörumerki, 13 gruna, 15 sérhljóð- ar, 16 kássa, 18 vitlaus. Lóðrétt: 1 viðbit, 2 háttur, 3 öfug röð, 4 hátíðarsælgæti, 6 skordýra, 8 þjóðarleið- togi sem var, 11 fugl, 14 for, 17 ólíkir stafir. Lausn: Lárétt: 1sætt,5óðs,6má,7li,8mas,9 lauk,10la,12ora,13óra,15ae,16 mauk,18röng. Lóðrétt: 1sólblómi,2æði,3ts,4páska- egg,6maura,8mao,11ara,14aur, 17 kö. RÚNAR FREYR GÍSLASON Segist fara nýjar leiðir þegar hann setur upp söngleikinn Hárið í sumar. Leikhús HÁRIÐ ■ Að mestu búið að velja söngvara og leikara. Bjór ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR ■ Fékk kassa af Guinness-bjór á dög- unum vegna flöskuskeytis sem hún fann fyrir 43 árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.