Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 32
Ég frétti það að ég fengi enguum það ráðið hvað gerist á af- mælisdaginn minn,“ segir Skúli Helgason, námsmaður og fyrrum útvarpsmaður, sem er 39 ára í dag. „Ég ætlaði bara að druslast í vinnuna á atvinnumiðlun stúdenta hér í Minneapolis þar sem ég er við nám en er handjárnaður. Kon- an er búin að skipuleggja eitthvað sem ég veit ekki hvað er en það verður eflaust skemmtilegt. Ég hef fulla trú á henni í þessum mál- um sem og öðrum.“ Þessa dagana stundar Skúli mastersnám í opinberri stjórn- sýslu í Minneapolis og segir hann reynsluna vera svolítið eins og að fæðast upp á nýtt. „Heilinn geng- ur í endurnýjun lífdaga.“ Þó svo margir þekki hann kannski helst úr útvarpi eða tengja hann við tónlist og menningu segir hann stjórnmálin vera hina hliðina á sér. „Síðan Vilmundur var að byrja með Bandalag jafnaðar- manna fyrir um 20 árum hef ég verið með bakteríuna. Hann var með hinn frísklega tón sem fékk mig til að hugsa um hið stærra umhverfi.“ Sú vitundarvakning leiddi svo til þess að Skúli fór í stjórnmála- fræði í Háskólanum og gantast hann með að það hafi verið á hraða snigilsins. „Það kom sér vel því alþjóða- stjórnmál, sem ég hafði mestan áhuga á þá, tóku vænan kollhnís á þeim tíma, 1980–1993 þegar ég var í námi. Þetta gaf mér því fín- an samanburð á ástandinu fyrir og eftir lok kalda stríðsins.“ Há- skólaárin leiddu hann enn fremur inn í pólitíkina því hann leiddi lista Röskvu til stúdentaráðs 1991 og varð framkvæmdastjóri ráðs- ins. Fyrir áhugamann um stjórn- mál segir hann Minneapolis vera gósenland. „Hér er mjög skap- andi umhverfi fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum. Það eru endalausir fyrirlestrar um hvernig eigi að bregðast við al- þjóðamálum og kosningaher- ferðin fyrir forsetakosningarnar er komin á fullt. Hún fer mjög mikið fram í fjölmiðlum enn sem komið er og það er sláandi hvað menn ydda boðskapinn mikið til að hæfa því sem kallast lægsti samnefnarinn í þjóðfélaginu. Miðað við hvað þjóðin hefur náð langt virðist vera litið á þjóðina sem hálfvita. Auglýsingar beggja fylkinga eru einfeldn- ingslegar og gera ráð fyrir að áhorfendur hafi ekkert velt fyrir sér stjórnmálum.“ ■ Benazir Bhutto var á þessumdegi árið 1999 dæmd ásamt eiginmanni sínum í fimm ára fangelsi fyrir spillingu. Þá voru hjónin einnig dæmt til að greiða 600 milljónir króna fyrir að þiggja mútur af svissnesku fyr- irtæki. Bhutto var fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Pakistans en hún var einnig svipt embættinu í tvígang vegna ásak- ana um meinta spillingu. Bhutto og eiginmaður hennar voru sökuð um að hafa dregið að sér allt að sjö milljörðum króna á valdatíma hennar en hún neitaði ávallt öllum sakargiftum og sagði málatilbúnaðinn runninn undan rifjum andstæðings henn- ar, Sakar Nawaz Sharif, í þeim tilgangi að binda enda á pólitísk- an feril hennar. Sharif var forsætisráðherra landsins þegar dómstóllinn sem dæmdi Bhutto var stofnaður í þeim tilgangi að uppræta spill- ingu í landinu en stjórnmálin í landinu höfðu, árum saman, ein- kennst af gagnkvæmum ásökun- um Bhutto og Sharif um spill- ingu. Bhutto var stödd í London þegar dómur- inn var kveð- inn upp en e i g i n m a ð u r hennar var þá þegar kominn á bak við lás og slá þar sem hann hafði mátt dúsa frá því e i g i n k o n a hans var svipt embætti árið 1996. F l o k k u r Bhutto, Þjóð- arflokkur Pakistans, áfrýjaði dómnum og boðaði til verkfalla í heimahéraði Bhutto til þess að mótmæla sakfellingunni. ■ ■ Þetta gerðist 1865 Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna, deyr af völdum skotsára sem John Wilkes Booth veitti honum kvöldið áður. 1900 Heimssýningin opnar í París. 1912 1.500 manns farast þegar risa- skipið Titanic sekkur en skipið sigldi á ísjaka laust fyrir mið- nætti kvöldið áður. 1955 Ray Kroc opnar fyrsta McDon- ald’s hamborgarastaðinn. 1986 Bandaríkjamenn gera loftárás á Líbýu í hefndarskini fyrir sprengingu á diskóteki í Berlín 10 dögum áður. 1989 95 manns deyja í ólátum fót- boltabullna á Hillsborough velli á Englandi. 1990 Leikkonan Greta Garbo deyr í New York 84 ára að aldri. Hún vildi bara vera látin í friði. 1998 Pol Pot, leiðtogi rauðu khmer- anna, deyr í útlegð 73 ára. BENAZIR BHUTTO Fyrrverandi forsætis- ráðherra Pakistans var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu en henni og eigin- manni hennar var gef- ið að sök að hafa dregið sér um sjö milljarða króna á valdatíma sínum. Bhutto dæmd fyrir spillingu 24 15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, er 74 ára. Ari Matthíasson leikari er 40 ára. 15. apríl 1999 BENAZIR BHUTTO ■ Fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Pakistans var dæmd í fangelsi fyrir spillingu. Afmæli SKÚLI HELGASON ER 39 ÁRA ■ fær engu ráðið um afmælisdaginn. LEONARDO DA VINCI Uppfinningamaðurinn og listmálarinn sem fangaði hið undarlega bros Monu Lisu á striga fæddist á þessum degi árið 1452, fyrir 552 árum síðan. 15. apríl Viðtökur almennings hafa ver-ið mjög góðar og það hafa á 6–700 manns séð myndina yfir páskana. Hún hefur hreyft við fólki enda gefur hún góða innsýn í hvað starf okkar snýst um,“ seg- ir Guðmundur Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, um heimildar- myndina Rockville. „Myndin fjallar meira um þá starfsemi okkar sem lýtur að uppbygging- arstarfinu með fíklunum fremur en sjálfa neysluna.“ Heimildarmyndin er eftir Þor- stein Jónsson og var frumsýnd á skírdag en í fyrradag bauð byrg- isfólk ráðherrum, þingmönnum, lögreglunni í Reykjavík og ná- grenni, starfsmönnum Félags- þjónustunnar, starfsmönnum meðferðastofnana, blaðamönnum og fréttamönnum útvarps- og sjónvarpsstöðva, í Tjarnabíó að sjá Rockville. Það fór að vísu ekki mikið fyr- ir ráðamönnum á sýningunni en Guðmundur er þó síður en svo hættur að fylgja myndinni og málefnum Byrgisins eftir. „Við stefnum í framhaldinu að fá í lið með okkur fólk úr tónlistarheim- inum og setja upp tveggja tíma dagskrá þar sem myndin yrði einnig sýnd og starfsemin kynnt enn frekar og þá fleiri þættir hennar en koma fram í myndinni. Þar var auðvitað sumt sem ekki var hægt að hleypa Þorsteini í, bæði vegna aðstæðna hans tækja- lega séð og atvika og aðstæðna sem einfaldlega ekki er hægt að sýna frá.“ En hvernig standa húsnæðis- mál Byrgisins? „Eftirmeðferðar- prógrammið er vel sett á Efri-Brú í Grímsnesi en okkur vantar nauðsynlega stærra húsnæði og erum að leita að hentugu húsnæði til kaupa fyrir áfanga- og félags- heimili og afeitrunardeild. Von- andi leysast þau mál fljótlega og á farsælan hátt enda er óhætt að segja að þörfin sé brýn.“ ■ Kvikmynd ROCKVILLE ■ Aðstandendur Byrgisins buðu ráða- mönnum í bíó í fyrradag. Fólk sýnir Rockville áhuga Út í óvissuna í Minneapolis Eina ósk „Sú ósk er einföld – ég óska mér og minni fjölskyldu góðrar heilsu og hamingju – það er ekki hægt að fara fram á mikið meira.“ Leifur Garðarson, skólastjóri Áslands- skóla og körfuknattleiksdómari. Anna S. Guðmundsdóttir, Seyðisfirði, lést þriðjudaginn 13. apríl Hermína Stefánsdóttir, Ægisgötu 14, Akureyri, lést föstudaginn 9. apríl. Hinrik Jón Magnússon, Sólheimum 25, Reykjavík, lést föstudaginn 9. apríl. Hjördís Stefánsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri, lést mánudaginn 12. apríl. Jón Gauti Birgisson lést þriðjudaginn 13. apríl. Jóna Bárðardóttir lést laugardaginn 10. apríl. Pétur Pétursson rennismiður, Skúlagötu 20, lést laugardaginn 10. apríl. Sigríður Friðriksdóttir, Hverafold 138, lést þriðjudaginn 13. apríl. Sigríður Margrét Vilhjálmsdóttir, lést fimmtudaginn 8. apríl. Vigga Svava Gísladóttir, lést mánudag- inn 12. apríl. Þóra Jónsdóttir, lést sunnudaginn 11. apríl. Þórunn Bjarnadóttir frá Mosfelli er látin. 10.30 Jónína Jóhannesdóttir, Miklu- braut 78, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Magnús Sigurðsson, Stóragerði 23, Reykjavík verður jarðsunginn frá Grensáskirkju. 13.30 Soffía Bjarnrún Una Theódórs- dóttir, Snorrabraut 34, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 13.30 Steinunn Helgadóttir félagsráð- gjafi, Grenimel 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. 15.00 Ólafur Bjarnason, fyrrverandi prófessor, áður til heimilis á Sléttuvegi 15, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. GUÐMUNDUR JÓNSSON Vantar nauðsynlega meira húsnæði undir starfsemina enda er þörfin brýn. ■ Jarðarfarir SKÚLI HELGASON Er við nám í Minneapolis þessa dagana og fylgist með stjórnmálum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.