Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 15. apríl 2004 Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Spennandi ævint‡rafer›ir til allra heimsálfa me› Encounter, Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Færð þú MasterCard ferðaávísun? kynna: Tvær gönguferðir á Spáni; 5. júní í 1-2 vikur Pýreneafjöllin - Lúxusganga (fjölskylduferð) ENGLAND - ÍSLAND 5. júní Beint leiguflug til Manchester 4.-6. júní 3ja til 5 stjörnu hótel, miði á leikinn, Guðni Bergs o.fl. Knattspyrnuskóli Bobby Charlton Yfir 1.000 ánægð íslensk ungmenni síðustu 10 árin! Nánari upplýsingar á www.itferdir.is Sími 588 9900 • itferdir@itferdir.is • www.itferdir.is sími: 461 2500 • gsm: 895 0625 • fax: 461 2502 www.akurinn.is • info@akurinn.is HÓTEL SKÍÐAMANNSINS FRÁBÆR OPNUNARTILBOÐ Gistiheimilið Akur Inn Meðal þess sem Úrval Útsýn býð- ur upp á eru ferðir til borga á Suð- ur-Englandi þar sem tungumála- námskeið eru innifalin. Slíkir pakkar hafa verið vinsælir af ung- mennum á aldrinum 14–18 ára. Ýmist er dvalið í heimavist eða hjá fjölskyldum og er dvölin á heimavistinni ívið dýrari. Sumar- skólarnir eru starfandi 5. júní til 4. september. Tveggja vikna dvöl í Brighton hjá fjölskyldu er á 99 þúsund. Innifalið í því er fullt fæði, öll kennslugögn, akstur til og frá flugvellinum, skoðunarferðir og tómstundir. „Það er stanslaust prógramm fyrir krakkana þannig að þau ættu ekki að geta látið sér leiðast og er hreinlega ekki leyft það,“ segir Áslaug Gunnarsdóttir, sölumaður hjá Úrvali Útsýn. Aðspurð segir hún íslenskan fararstjóra ekki með krökkunum en fylgst sé með þeim frá morgni til kvölds og hjúkrunarfræðingur sé í skólanum. Áslaug segir einnig hægt að komast í svona ferðir til Möltu sem er bresk nýlenda og bendir líka á að í Bournemouth í Suður-Englandi sé sumarskóli fyr- ir 12–17 ára í júlí. Þá er búið á heimavist, fullt fæði og ein heils- dagsskoðunarferð og ein hálfs- dags í hverri viku. Verð fyrir hálfsmánaðarferð þangað er 115.900. Áslaug segir svona námsdvöl vinsæla af báðum kynjum enda læri krakkar mikið á þeim. „Þegar raðað er niður á herbergin er reynt að gera það þannig að þjóð- ernin blandist og krakkarnir verði að tala saman á ensku og þótt þeir læri kannski ekki mikið í skólun- um þá læra þeir helling af sam- skiptunum við aðra, í íþróttaleikj- um, á ferðalögum og bara í dag- legri umgengni.“ Notre Dame Ferðin endar í París þar sem gist er þrjár nætur. Ferð um Bretland og Frakkland: Söguslóðir ólíkra tíma Ferðaskrifstofan Heimsferðir efnir til ferðar um Bretland og Frakkland undir leiðsögn Lilju Hilmarsdóttir fararstjóra 4.–15. júní. Farið verður um söguslóðir ólíkra tíma, kynnst samfélagi, listum, bók- menntum og náttúru þessara tveggja gam- algrónu menningarríkja. Flogið er til Bretlands og dvalið tvær nætur í fæðingarbæ Shakespeares, Strat- ford-upon-Avon. Þaðan er haldið til Plymount á suðurströnd Bretlands og gist í tvær nætur. Í boði eru meðal annars kynn- isferðir til Stonehenge og Glastonbury. Á fimmta degi er siglt yfir Ermasundið til Frakklands. Þar er gist í nágrenni St Malo í fimm nætur og farið í kynnisferðir til Mt Saint Michel, Bayeux, Omaha- strandar, Caen, og á slóðir franskra sæfara sem sóttu Íslandsmið m.a. frá Paimpol. Í lok ferðarinnar er dvalið í heimsborginni París í þrjár nætur. Taíland og Víetnam: Hópferðir á framandi slóðir Hópferðir til Taílands og Víetnam með ís- lenskum fararstjórum standa fyrir dyrum á vegum ferðaskipuleggjandans Kuoni í Dan- mörku í samvinnu við Langferðir. Þeir þátt- takendur sem bóka og staðfesta ferða- pöntun í þessar ferðir fyrir 1. júní tryggja sér sérstakt kynningarverð sem er um 14.000 kr. lægra en almennt verð. Allar hefjast ferðirnar í Kaupmannahöfn og hafa þátttakendur því frjálsar hendur um flugið fram og til baka til Hafnar. Þeir geta annað- hvort farið fyrr út eða framlengt dvölina í Kaupmannahöfn að vild í ferðarlok. Upp- gefið verð ferðanna miðast þannig við upphafs- og endapunkt í Kaupmannahöfn. Boðið er upp á þrjár ferðir; leyndardóma Taílands, 16.-30. október, hið gullna norður Taílands 24. október til 7. nóvember og ferð er kallast á söguslóðum Víetnam 1.–15. október. Sú fyrsta er hringferð um fjölbreytilegar slóðir, frá Bangkok til Chiang Mai, önnur er ferð um hinn svokallaða gullna þríhyrning og sú þriðja er ferð um söguslóðir Víetnam. Ferðirnar kosta á bil- inu 140.000 til rúmlega 170.000. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni kuoni.is eða á heimasíðu Langferða. Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR SKRIFA FERÐAPISTLA ÚR 120 DAGA HEIMSREISU SINNI. Spurningin „Ég ætla að fara út í sumar, til Ítalíu og Bretlands, og verð í einn mánuð.“ Hjörtur Matthías Skúlason Sumarfríið Eftir 36 tíma ferðalag með alls- konar farartækjum frá Singa- pore náðum við loks til eyjunnar Bali sem er austan við eyjuna Jövu í Indónesíu. Við erum hérna á Kuta-ströndinni sem er mikill brimbrettastaður og á hverjum degi flykkist fólk í öld- urnar hérna fyrir utan. Við lét- um okkur hafa það að prófa að fara á brimbretti, en það tókst ekki betur en svo að við teljum okkur hafa fengið hálft Kyrra- hafið upp í nefið. Þannig að við höfum ákveðið að láta allar til- raunir til brimbrettaiðkunar vera í framtíðinni. Gátum nú ekki bara legið á ströndinni, því það er ýmislegt annað hægt að gera hérna, allt frá verslunar- leiðöngrum (muna að prútta vel), að ævintýraferðum á alls- kyns farartækjum. Við nýttum okkur það að sjálfsögðu og fór- um meðal annars í rafting sem væri nú ekki frásögu færandi ef báturinn hefði ekki verið hrip- lekur. Við vorum fljótir að skýra hann Titanic því við sátum í vatni upp að mitti og skröpuðum botninn á ánni næstum allan tímann. Við erum líka búnir að kafa hérna á Bali – við flakið af USS Liberty, sem sökk árið 1963. Það koma tugir kafara daglega til að kafa við flakið, það er stórkostlegt að sjá hversu vel lífríkið lagast að og nýtir sér athvarfið sem flakið gefur. Þarna sáum við meðal annars kolkrabba, Napoleon Wrasse og bláblettótta skötu (e. Blue-spotted Stingray) sem er eitruð. Sjórinn þarna var mjög tær og hitastigið í honum um 30˚C. Lesið meira frá okkur á heimsfari.com Með kveðju frá Bali, Þórir og Gunnar. Með Kyrrahafið í nefinu Námsdvöl í sumarskóla vinsæl: Krakkarnir geta ekki látið sér leiðast Frí og nám sameinað Enskan lærist ekki síst í samskiptum krakka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.