Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 42
34 15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 SÝND í Lúxus kl. 5.20, 8 og 10.40 GOTHIKA kl. 10.40 B.i. 16 BJÖRN BRÓÐIR STARSKY & HUTCH kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.i. 12 kl. 4 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI KÖTTURINN MEÐ HATTINN kl. 4 kl. 5.45SOMETHING GOTTA GIVE SÝND kl. 8 og 10 B.i. 16 TAKING LIVES kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 16 kl. 10 B.i. 16 áraCOLD MOUNTAIN kl. 6 og 8LES INV. BARBARES kl. 8 B.i. 12STARSKY & HUTCH kl. 6 og 8WHALE RIDER SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.45 CHEAPER BY THE DOZEN kl. 3.20 STUCK ON YOU kl. 8 og 10.30 Pétur Pan kl. 3.20 og 5.40 M/ÍSL. TALI Pétur Pan kl. 3.20 og 5.40 M/ENSKU TALI SÝND kl. 10.10 B.i. 16 Hann mun gera allt til að verða þú Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki „The Dawn of the Dead“ er hressandi hryllingur, sannkölluð himnasending. Þá er húmorinn aldrei langt undan. Sem sagt, eðalstöff“ Þ.Þ. Fréttablaðið HHH1/2 kvikmyndir.com HHHH kvikmyndir.is HHH Skonrokk SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8.15 og 10 B.i. 12 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6 og 10 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! Fréttiraf fólki GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI „Kryfjum ekki lifandi fólk á hverjum degi“ TÓNLIST Metalsveitir eiga það til að vera með allsvakaleg lagaheiti eða hljómsveitarnöfn þar sem nánast er keppt í því að nota flók- in orð í enskri tungu sem hljóma vel en fáir vita merkinguna að baki. Bandaríska rokksveitin Ex- humed er engin undantekning þar á. Lög þeirra heita nöfnum eins og Oozing Rectal Feast, Totally Fuck- ing Dead, Exhume to Consume, Grotesque Putrefied Brains og Carneous Corneal Carbonization. Nýjasta breiðskífa þeirra, sem kom út í fyrra, heitir Anatomy Is Destiny og ný safnplata Platters of Splatter. Í ljósi þess að nýjasta breið- skífan heitir Líffærafræði er ör- lögin á íslensku er það spreng- hlægileg staðreynd að fyrrum trommari sveitarinnar yfirgaf hana til þess að vinna sem líffræð- ingur á rannsóknarstofu. „Tónlistin og textarnir eru mjög ýkt og hrottafengin en við reynum að nálgast umræðuefnin með smá vitsmunum og kímni- gáfu,“ útskýrir Matt Harvey, gít- arleikari, söngvari og lagahöfund- ur. „Mér finnst það fyndnast þeg- ar metalsveitir eru með graf- alvarlega titla á flókinni ensku, sem þær svo skilja ekki meining- una á bak við sjálfar. Það er mikið um kaldhæðni í gangi hjá okkur. Við erum ekki daglega að kryfja lifandi fólk, við spilum líka tölvu- leiki og hlustum á tónlist.“ Exhumed hefur verið á tón- leikaferðalagi í tæpa þrjá mánuði, með stuttum hléum, um Bandarík- in og Evrópu. Eftir Íslandsdvölina tekur við þriggja daga frí og svo löng tónleikaferð um Kanada, Bandaríkin og Japan. „Svo kálum við hver öðrum,“ segir Matt og hlær í svefngalsa sínum þar sem hann hefur ekki náð að sofa al- mennilega allan þennan tíma. „Við höfum aldrei verið svona lengi á tónleikaferðalagi áður. Þetta virð- ist ekki hafa áhrif á tónleikana okkar en á daginn nennum við ekki að gera neitt, sama hvar við erum. Ísland er fyrsta landið sem ég er spenntur fyrir að koma til vegna þess að við höfum aldrei komið hingað áður.“ Liðsmenn fóru í Bláa lónið strax eftir lendinguna og hafa verið hálfvankaðir síðan. Exhumed spilar á Grand Rokk í kvöld ásamt Forgarði Helvítis og Changer. biggi@frettabladid.is EXHUMED Kurteisir ungir menn sem hafa ódrepandi áhuga á líffærafræði. Grínarinn Weird Al Yankovic ætl-ar að halda núverandi tónleika- ferðalagi sínu áfram þrátt fyrir að hafa misst foreldra sína af slysförum yfir páskana. Þau létust af reyk- eitrun í heimahúsi en Weird Al segist ekki vita um betri aðferð til þess að takast á við sorg sína en að fá aðra til þess að brosa. Bandaríska rokksveitin Interpoler nú í hljóðveri að vinna að annarri breiðskífu sinni. Frumraun sveitarinnar, Turn on the Bright Lights, kom henni rækilega á kortið og bíða rokká- hugamenn með eftirvæntingu. Nýja platan er væntanleg á árinu og ætti að skila sér í búðir í septem- ber.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.