Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 22
Nái tillögur dómsmálaráð-herra um breytingar á lög- um um útlendinga fram að ganga gerir það innflytjendum erfitt fyrir á margan hátt. Svo erfitt að þær brjóta greinilega gegn grundvallarhugmyndum um sjálfsögð réttindi fólks. Helstu gallar við tillögurnar eru þrjár: Íslendingur getur ekki komið heim með útlendan maka (sem verður þá innflytjandi) fyrr en sá síðarnefndi er orðinn 24 ára gamall. Burókratar hafa heimild til þess að krefjast DNA-sýnis úr innflytjendum eða að gera húsleit heima hjá þeim, án dómsúrskurðar. Loks verður það refsivert fyrir inn- flytjanda ef eitthvert ólag er á pappírunum hans. Hér verður ekki fjallað nánar um þessi at- riði, en ljóst er að þau eru ansi gróf. Raunar eru tillögurnar þess eðlis að eingöngu stórkostleg vandamál í samfélaginu varð- andi innflytjendur gætu réttlætt þær. En raunin er allt önnur á Íslandi. Ekki nóg með að ís- lenskt samfélag hagnast mikið á innflytjendum heldur þekkjast hér engin þeirra hefðbundnu innflytjendavandamála sem sjá má sums staðar í kringum okk- ur. Innflytjendavandamál eru tvenns konar: Efnahagsleg og félagsleg. Hér á Íslandi á hvor- ugt við. Atvinnuvandamál? Efnahagsleg vandamál stafa af því að fjöldi innflytjenda flyt- ur til komulandsins og vinnur ekki, en lifir „á sósíalnum“. Ekki er þekkt nákvæmlega atvinnu- 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Í Fréttablaðinu 19. apríl var við-tal við starfsmann Vinnueftir- litsins, eins var viðtal við for- stjóra þeirrar stofnunar fyrir nokkrum dögum í öðrum fjöl- miðli. Í þessum viðtölum má skilja á orðum hinna opinberu eftirlits- manna að einungis fjórir erlendir starfsmenn á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka hafi ekki tilskilin réttindi til þess að sinna þeim verkefnum sem þeir eru að vinna. Eins gefa hinir opinberu óháðu eftirlitsmenn það í skyn að í um- mælum „sumra“ manna um þenn- an vinnustað hafi þeir farið offari í fullyrðingum um fjölda erlendra réttindalausra manna. Ég biðst forláts, en samkvæmt þeim upp- lýsingum sem ég hef hefur starfs- mannavelta verið gífurleg á virkj- anasvæðinu við Kárahnjúka og hefur mér verið tjáð að um það hafi farið a.m.k. um tvö þúsund starfsmenn. Beðið um tölur Í kjölfar þessa þá fer ég vitan- lega fram á að Vinnueftirlitið og þá í samvinnu við systurstofnun sína Vinnumálastofnun birti eftir- farandi tölur. 1) Hversu margir erlendir starfsmenn hafa verið á Kára- hnjúkasvæðinu frá því fram- kvæmdir hófust? 2) Hversu margir þeirra hófu strax við komu til Kárahnjúka störf á vinnuvélum eða ökutækj- um þar sem krafist er meiraprófs og eða annarra starfsréttinda án afskipta Vinnueftirlitsins? 3) Vinnueftirlitið hefur örugg- lega sinnt löglegum skyldum sín- um og hefur glögga skrá yfir hversu margir þeirra höfðu til- skilin réttindi við komuna hingað, hve margir viljum við fá að vita? 4) Hversu margir erlendir starfsmenn af Kárahnjúkasvæð- inu hafa tekið próf á vegum Vinnueftirlitsins, hér er spurt um sundurgreiningu á vinnuvélapróf- um og meiraprófum? 5) Hversu margir hinna er- lendu starfsmanna sem hafa kom- ið á Kárahnjúkasvæðið hafa sinnt störfum þar sem krafist er starfs- réttinda iðnaðarmanna? 6) Hversu margir hinna er- lendu starfsmanna sem hafa verið skráðir inn í landið vegna Kára- hnjúkaframkvæmdanna hafa komið hingað sem iðnaðarmenn? 7) Hversu margir hinna er- lendu iðnaðarmanna höfðu til- skilda starfsmenntun? 8) Hversu margir hinna erlendu starfsmanna sem hafa komið hing- að hafa komið frá svæðum utan Evrópska efnahagssvæðisins? 9) Hversu margir hinna er- lendu starfsmanna hafa farið í gegnum heilbrigðisskoðun? „Milljón dollara“ spurning Ég lofa upp á æru og trú ef það kemur í ljós þegar Vinnueftirlitið birtir þessar upplýsingar, sem það á lögum samkvæmt að hafa til- tækar, að ég hafi farið offari með fjöldatölur þá muni ég vitanlega auðmjúklega biðjast margfaldrar afsökunar. En þangað til að við fáum svörin leyfi ég mér að halda því fram að orðtækið „fleiri hundruð“ sé síst ofmælt. Ef Vinnueftirlitið getur aftur á móti ekki fundið orðum sínum stað þá munu íslenskir launamenn vitan- lega vænta afsökunarbeiðni frá Vinnueftirlitinu. Í lokin ein auka „milljón doll- ara“ spurning til hinna opinberu eftirlitsmanna: „Ef fjórir íslendingar væru staðnir að því að vinna á vinnuvél- um, eða aka bílum án tilskilinna réttinda, hversu margir þeirra yrðu sektaðir og látnir hætta þeirri iðju samstundis?“ Ég legg mína peninga á svarið „fjórir“ og fullyrði einnig að þetta yrði stórfrétt á forsíðu með stór- letraðri fyrirsögn „Fjórir starfs- menn íslenska fyrirtækisins Þjóð- remba staðnir að því að vinna á vinnuvélum án tilskilinna rétt- inda. Fjölda starfsmanna á svæð- inu stefnt í lífsháska. Óafsakanleg lítilsvirðing forsvarsmanna Þjóð- rembu á mannslífum.“ Bíð spenntur eftir svari. ■ Opið bréf til Vinnueftirlitsins Um daginnog veginn DR. JÓHANN M. HAUKSSON ■ skrifar um málefni innflytjenda. Réttindi innflytjenda skert að ófyrirsynju FRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Formaður Rafiðnaðarsambandsins efast um réttindi erlendra verkamanna við virkjunina. Umræðan GUÐMUNDUR GUNNARSSON ■ skrifar um Vinnueftirlitið. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.