Fréttablaðið - 23.04.2004, Síða 25

Fréttablaðið - 23.04.2004, Síða 25
Föstudagur 23. apríl 2004 3 VÍNKYNNING fyrir mat á vegum Globus, Karls K. Karlssonar, Bakkusar, Rolfs Johansen og Austurbakka. Vínkynning, sex rétta matseðill ásamt sérvöldum vínum með og Otard VSOP með kaffinu á aðeins 12.500 kr. Borðapantanir í síma 552 5700 Franskir sælkeradagar á Hótel Holti 23. og 24. apríl. Matseðill: Lystauki Humarhalar mille feuille með tómötum, kúrbít og smjörsósu Andarlifrarterrína og króketta með ristuðum ananas og kryddsósu Steikt dúfa á trufflu salmis með grænertum, villisveppum og dúfusósu Ostur með rauðrófuvinaigrette Leikur að apríkósum: -Apríkósa og sauternsúpa með vanillujógúrtfroðu -Apríkósuís -Hvítsúkkulaði og apríkósukaka -Apríkósukrem Kaffi og konfekt Ítölsk vín hafa notið mikilla vin- sælda hér á landi undanfarið og framboð á þeim í Vínbúðum er orðið mikið. Aftur á móti er fram- boð af kassavínum frá Ítalíu tak- markaðra. Á ítölskum dögum í Vínbúðum býðst nú kassavínið Cumera Sangiovese á 10% lægra verði á meðan ítölsku dagarnir standa yfir. Vínið hefur fengið mjög góða dóma og þykir með betri kassavínum á markaðnum. Cumera Sangiovese frá héraðinu Marche ber til fulls einkenni san- giovese-þrúgunnar og er verðug- ur fulltrúi ítalskrar víngerðar. Vínið er sérstaklega ljúft og hefur góða fyllingu. Hentar með öllum mat, hvort sem er grænmetisrétt- um, pastaréttum eða grillkjöti. Fyrir utan það að vera afbragðs ítalskt vín er Cumera Sangiovese vottað sem lífrænt, sem þýðir að enginn tilbúinn áburður er notað- ur og engin eiturefni heldur. Ein- ungis náttúrleg efni eru notuð við meðhöndlun vínsins og er það því góður kostur fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir höfuðverk við neyslu rauðvíns, því í lífrænu víni eru miklu færri ofnæmisvaldandi efni. Kynningarverð í Vínbúðum 3000 kr. Cumera Sangiovese: Lífrænt úrvalsvín á frábæru verði Þetta lífrænt ræktaða vín hefur verið eitt það vin- sælasta á Ítalíu undanfarin ár og var á lista yfir 20 vin- sælustu vín frá Ítalíu í tímaritinu Wine & Spirits á síð- asta ári. Mezzacorona er framleitt í Trentino-héraði úr merlot-þrúgunni. Margslungið, þurrt og vel samsett vín sem ilmar af piparkornum og krækiberjum. Snilldarvín með pasta, lasagne og kjúklingaréttum af ýmsu tagi. Hefur glatt margan manninn í stórveislum og segir það ýmislegt um ágæti vínsins. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Mezzacorona Trentino Merlot: Eitt af 20 vinsælustu vínum Ítala ! HÚSRÁÐ MEÐFERÐ Á HRÁU KJÖTIKælið kjöt sem hefur verið eldað áður en það er fryst ogsetjið það í lokað ílát. Kjöt sem hefur verið þítt og eldaðmá frysta einu sinni aftur. Ítalskir dagar Ítalskir dagar Pestóið tengist ítalskri matargerð órjúfanlegum böndum þótt það sé talið upprunnið í Persíu. Uppi- staða pestósósunnar er yfirleitt basilika en því til viðbótar er hvít- laukur, furuhnetur, parmesanost- ur og ólífuolía. Sumir nota aðrar kryddjurtir í pestó úr öðrum jurt- um eins og klettasalati (ruccola) en hið upprunalega er með basi- liku og furuhnetum. Á Ítalíu á hvert þorp og jafnvel hver fjölskylda sína uppskrift að pestói og sína uppáhaldspastateg- und sem notuð er með því. Gott er líka að gæða sér á brauði og pestói saman. Ekki er langt síðan Íslendingar komust á bragðið fyr- ir alvöru en nú eru margir sem gera sitt eigið pestó, auk þess sem það má fá í krukkum í flestum matvörubúðum. Pestó: Ómissandi ítalskt góðgæti Minnkum saltið Við borðum að meðaltali 9,5 grömmaf salti á dag sem er um það bil tvær teskeiðar, en best er að saltneyslun sé ekki nema 6 grömm á dag. Unninn matvara inniheldur mikið salt eða allt að 75% þess magns sem við borðum daglega. Salt sem við notum í matargerð og til að krydda matinn við mat- arborðið er um það bil 10-15% af daglegri neyslu og þar að auki er eitthvað salt í flestum mat og þaðan fáum við um það bil 10% af daglegri neyslu. Salt og pipar Salt er gott í hófi en óhófleg saltneysla er skaðleg heilsunni. Til að minnka saltneysluna getum við ...skoðað innihaldslýsingar á dósa- og pakkamat og valið það sem inniheldur minnst af salti ...borðað minna af flögum og snakki og forðast beikon, osta, súrsaðan mat og reyktan ...borðað minna af sósum, sérstaklega sójasósum, sem eru yfirleitt mjög saltríkar ...saltað minna við eldamennsku og vanið okkur af saltaustri við matarborðið 1 bolli fersk basilíka 4 hvítlauksrif 3 msk. parmesanostur 3 msk. ristaðar furuhnetur 1/2 bolli extra virgin ólífuolía nýmulinn svartur pipar og salt Basilíkan, hvítlaukurinn, osturinn og furuhneturnar sett í matvinnsluvél og maukað. Olíunni er blandað saman við og kryddað með pipar og salti. Þar með er pestóið tilbúið. Hér kemur svo uppskrift að pestói sem auðvelt er að búa til

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.