Fréttablaðið - 23.04.2004, Page 44

Fréttablaðið - 23.04.2004, Page 44
32 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR STATTU ÞIG MARADONA! Aðdáandi knattspyrnusnillingsins fyrrver- andi Diego Maradona hrópar stuðningsóp til goðsins fyrir utan sjúkrahús í Argentínu þar sem hann dvelur þessa dagana. Mara- dona er enn í öndunarvél eftir að hafa fengið fyrir hjartað en ku vera á batavegi. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 APRÍL Föstudagur Evrópukeppni U19-landsliða kvenna: Öruggur sigur á Pólverjum FÓTBOLTI „Við skoruðum mjög snemma en svo jöfnuðu þær eftir aukaspyrnu og þá aðeins datt þetta niður. Það tók okkur smá tíma að jafna okkur á því en þetta var frekar óvænt,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19- landsliðs kvenna sem sigraði Pól- verja 3-1 í gær. Greta Mjöll Samú- elsdóttir skoraði fyrsta mark Ís- lands á þriðju mínútu en Katar- zyna Soltysinska jafnaði fimm mínútum síðar. „Þegar líða fór á hálfleikinn náðum við betri tökum á þessu og smelltum inn einu marki á 30. mínútu. Það sem lifði af þeim hálfleik vorum við með yfirhönd- ina,“ sagði Ólafur. „Við fengum dauðafæri á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og fylgdum því þokka- lega eftir og vorum mun sterkari í seinni hálfleik. Um leið og við skoruðum þriðja markið vorum við komin með þetta í hendurnar og réðum öllu á vellinum.“ Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað mark Íslands og Greta setti þriðja markið korteri fyrir leikslok. Þjóðverjar unnu Pólverja 9-0 á þriðjudag og Ungverja með sömu tölum í gær. „Þeir eru rosalega sterkir,“ sagði Ólafur. „Ég sá fyrri hálfleikinn á móti Ungverjum. Þeir eru með mjög gott lið en við teljum okkur vera með mjög gott lið líka og ætlum að veita þeim harða keppni. Þetta er það sem við stefndum að, að fá úrslitaleik við Þjóðverja um sigur í riðlinum.“ Lið Íslands gegn Pólverjum: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Inga Lára Jónsdóttir, Björg Ásta Þórð- ardóttir, Guðríður Hannesdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Nína Ósk Kristins- dóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir (Katrín Ómarsdóttir 82.), Hallbera Guðný Gísladóttir (Sif Atladóttir 57.), Dagmar Ýr Arnardóttir (Regína María Árnadóttir 57.). ■ FÓTBOLTI Frakkinn Zinedine Zidane hefur verið kjörinn besti knatt- spyrnumaður Evrópu síðustu 50 árin. Þjóðverjinn Franz Becken- bauer varð annar og Hollendingur- inn Johan Cruijff varð þriðji. Evrópska knattspyrnusamband- ið, UEFA, efndi til kosningarinnar í tilefni af 50 ára afmæli sínu. Rúm- lega 150.000 manns kusu og hlaut Zidane 123.582 atkvæði, aðeins 1.013 fleiri en Beckenbauer. Marco Van Basten varð fjórði og þeir Dino Zoff, Alfredo Di Stefano, Eusebio, Lev Yashin, Michel Platini og Paolo Maldini skipuðu 5. til 10. sæti. Bobby Charlton varð í 14. sæti og var efstur Englendinga. George Best, fyrrum samherji Charlton hjá Manchester United, varð í 19. sæti. ■ Íslandsmótið í blaki: Stjarnan vann fyrsta leikinn BLAK Stjarnan vann HK 3-1 í Ás- garði í fyrrakvöld í fyrsta leik lið- anna í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki. Leikurinn var bráðfjörug- ur og mikil stemning var á meðal hinna fjölmörgu áhorfenda. Stjarnan vann fyrstu hrinu en önnur hrina var eign HK-manna. Stjarnan vann síðan bæði þriðju hrinu og þá fjórðu og tryggði sér sigur. Annar leikur liðanna verður í Hagaskóla næstkomandi þriðjudag. Vinni Stjörnumenn verða þeir Ís- landsmeistarar annað árið í röð. ■ ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  20.00 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild UEFA.  20.30 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  21.30 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. JOSÉ MOURINHO Porto varð þrefaldur meistari undir hans stjórn í fyrra og stefnir á sama árangur í ár. José Mourinho: Til Chelsea? FÓTBOLTI „Hefur Chelsea áhuga á mér?“ spurði José Mourinho, þjálfari Porto. „Þið vitið meira en ég. Ég get aðeins sagt ykkur að ég hef ekkert heyrt frá Chelsea. Ég veit ekkert um Chelsea.“ Enska dagblaðið Guardian heldur því fram að Roman Abramóvitsj og Peter Kenyon hafi flogið til spánska bæjarins Vigo í vikunni til að hitta Mour- inho. Þeir fóru hins vegar erindis- leysu því þjálfarinn hætti við fundinn á síðustu stundu. Forseti Porto, Jorge Nuno Pinto da Costa, hefur sent FIFA kvörtun vegna málsins en Peter Kenyon vildi sem minnst gera úr málinu. „Voru þeir að kvarta?“ spurði Kenyon. „Ég átta mig ekki á því af hverju þeir ættu að kvarta. Ég veit að það eru til myndir af okkur. Við vorum á Spáni en við ferðumst mikið.“ ■ ZINEDINE ZIDANE Kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu undanfarin 50 ár. Besti leikmaður Evrópu: Zidane kosinn AP /M YN D GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR Skoraði tvisvar gegn Pólverjum í gær. STAÐAN Í RIÐLINUM Þýskaland 2 2 0 0 18:0 6 Ísland 2 2 0 0 7:1 6 Pólland 2 0 0 2 1:12 0 Ungverjaland 2 0 0 2 0:13 0 LEIKIR Á MORGUN Ísland - Þýskaland Ungverjaland - Pólland Michael Schumacher, öku-þór Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur fimm sinnum komið fyrstur í mark á Imola-brautinni í San Marínó, þar sem keppt verður um helgina. Fyrsti sigur Schumacher í San Marínó var fyrir tíu árum og rennur sá dagur honum, sem og öðrum íþróttaáhugamönnum, seint úr minni. Þá lést Brasilíu- maðurinn Ayrton Senna eftir að hafa klesst bíl sínum á vegg og var Schumacher þá rétt fyrir aft- an hann. Svo virðist sem bölvun sé á þátttöku Schumacher í San Mar- ínó því á síðasta ári lést móðir hans nokkrum klukkustundum áður en hann hóf keppni. Samt sem áður bar hann sigur úr býtum og sýndi þar gífurlegan vilja- styrk. ■ ■ Tala dagsins 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.