Fréttablaðið - 23.04.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 23.04.2004, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Til hamingju! Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 2004 Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson – BLÓÐREGN Spennandi og glæsilega unnin teiknimyndasaga eftir lokaspretti Njáls sögu. Hér eru þúsund ára gömul átök færð í mál og myndir nýrra tíma. „... ætti einfaldlega að höfða til allra sem kunna að meta góðar sögur“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is Ingólfur ÖrnEmbla Ýr Þórarinn Eldjárn – GREPPIKLÓ Skondin saga í bundnu máli um snjalla mús og hræðilega ófreskju í frábærri þýðingu Þórarins Eldjárns. Bók sem farið hefur sigurför um heiminn. Textann orti Julia Donaldson og myndir gerði Axel Scheffler. „... stórskemmtileg og falleg myndabók fyrir yngstu börnin og alla sanna húmorista.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Morgunblaðinu edda.is Þórarinn Eldjárn Framhald Blóðregns, BRENNAN, væntanlegt síðar á árinu. Framhald Greppiklóar, GREPPIBARNIÐ, væntanlegt síðar á árinu. Þá er það staðfest. Sumarið erkomið. Margir höfðu efast um að það kæmi, en í gær gerðist það. Sól og logn. Randaflugur og læti. Fólk á línuskautum meðfram sjónum á Ægi- síðunni. Sá konu skokka í hlýrabol með bros á vör. Gott ef það var ekki sýnt hægt þegar hún sveiflaði hárinu og svitaperlurnar þeyttust í allar átt- ir. ÞETTA ER allt að gerast. Ef ekki væri fyrir alla vitleysuna væri fínt að búa á þessu landi. Stundum er Ís- land eins sögusviðið í Do the Right Thing eftir Spike Lee. Ofsalega gott veður, heitt og fínt, en alltaf fokkar einhver einhverju upp þannig að all- ir fara í hár saman. Það vantar nefnilega enn þó nokkuð upp á að Ís- land verði svona land þar sem maður getur farið í gegnum heila viku, hvað þá mánuð, án þess að fá hjartaflökt yfir innlendum fréttum, aðallega yfir einhverju sem stjórn- málamenn eru að gera. Þeir eru alltaf í ruglinu. Aðrir eru rólegir. EN HVAÐ um það. Ég veit ekki hvort fólk hefur veitt því eftirtekt, en á eftir sumardeginum fyrsta kem- ur sumardagurinn annar. Hann er í dag. Það er jákvætt. Og svo kemur sumardagurinn þriðji og síðan sá fjórði og fimmti. Það held ég nú. Svona litlar uppgötvanir geta brugð- ið nýju ljósi á áður staðlaðan veru- leika. Ef vel tekst til er hægt að sjá nálæga framtíð fyrir sér sem langa röð sumardaga. Nokkurs konar dans á rósum. EN SVO sekkur maður niður í pæl- ingar. Maður fer kannski að ímynda sér að sumardagurinn í gær hafi beinlínis verið annar. Sumsé allt annar. Að heimurinn hafi verið ann- ar. Eitt kemur síendurtekið upp í hugann. Hvað ef heimurinn hefði verið þannig í gær að Kjartan Gunn- arsson framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins væri eigandi Norð- urljósa? Þá hefði margt verið öðru- vísi. Þá hefði fyrsta fréttin í kvöld- fréttatímanum ekki verið um það að Bubbi kóngur ætlaði að leggja fram frumvarp um eignarhald á fjölmiðl- um. Þá hefði Bubbi verið sáttur. En í staðinn er Bubbi ósáttur og spilar sóló. Og það er þetta sem ég meina. Alltaf fokkar einhver einhverju upp þannig að allir fara í hár saman. Sérstaklega þegar veðrið er gott. Gleðilegt sumar. ■ Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR VI Ð S EG J U M F R É T T I R Sumardagur- inn annar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.