Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 27. apríl 2004 Q-10 er nauðsynlegt fyrir orkumyndum frumanna! “Við byggðum okkur upp með Q-10 fyrir klifurferð í Andesfjöllum. Það gaf góðan árangur” Ari Trausti Guðmundsson Samantekt um lyfjanotkun: Sveiflur í notk- un svefnlyfja Mikil sveifla hefur verið í notkun svefnlyfja hér á landi undanfarin 26 ár að því er fram kemur í samantekt skrifstofu lyfjamála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Notkunin var í lágmarki árið 1980, eða 32 dag- skammtar, en fór í 60 dagskammta árið 1986 þegar hún var í hámarki. Eftir uppsveiflu sem stóð 1981–1986 snarminnkaði notkunin og fór niður í um 36 dagskammta árið 1991. Eftir það hefur notkun svefnlyfja aukist jafnt og þétt. Notkunin var í fyrra komin yfir 60 dagskammta og ekki fyrirséð hvort hún heldur áfram að aukast. Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Uppbygging Bláa lónsins: Alþjóðleg húðlækningastöð Framkvæmdir eru nú hafnar í Svartsengi á vegum Bláa Lónsins hf. við uppbyggingu alþjóðlegrar rannsókna- og húðlækningastöðv- ar og einnig við hráefnavinnslu og húsnæði fyrir framleiðslustarf- semi fyrirtækisins. Þessum fram- kvæmdum verður lokið snemma á næsta ári. Meginmarkmið Bláa lónsins hf. er uppbygging vöru- merkisins Blue Lagoon Iceland með fjölþættri nýtingu eiginleika jarðsjávarins í Svartsengi. Bláa lónið hf. hlaut útflutnings- verðlaun forseta Íslands fyrir árangursríkt starf að útlflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Starfsemi félagsins er nú á þremur sviðum, rekstur Bláa lónsins - heilsulind- ar, þróun og markaðssetning á Blue Lagoon húðvörum og rekstur rannsókna- og húðlækninga- stöðvar. ■ Bláa lónið hefur löngum þótt eftirsóknarverð heilsulind. Aukið framboð heilsufæðis Í tilefni af því að nú er komið sumar er við hæfi að líta á björtu hliðar þess sem er að gerast í heilseflingu Íslendinga. Jafnt heildsalar og smásalar á matvörumarkaði hafa tekið verulega við sér síðastliðin ár og nú má víðast hvar finna heilsu- samlega matvöru ef að er leitað. Hlutfall heilsufæðis er að vísu frekar lágt enn sem komið er en það er virðingarvert að sjá hvernig kaupmenn hafa brugðist við aukinni eftirspurn. Spurn- ingin er hins vegar hvort kom fyrst, framboð eða eftirspurn. Fyrirtæki eins og Heilsuhúsið og Yggdrasill hafa í áraraðir boðið upp á heilusamlegar matvörur og bætiefni af ýmsu tagi. Segja má að framboð þeirra hafi aukið eftirspurn. Í heilsurekkum stór- verslana á borð við Hagkaup og Nóatún eru ansi margar vörur fluttar inn af ofangreindum heilsuverslunum. Við sem neyt- endur getum hins vegar aukið framboðið enn frekar með því að auka eftirspurnina. Við getum óskað eftir heilsufæði í stór- verslunum, á veitingastöðum og í sjoppum í stað þess að kaupa bara það sem fær bestu útstill- inguna. Eftirspurn markaðarins getur flestu breytt fyrst að skyndibitakeðja McDonalds hyggst nú að bjóða upp á heilsu- samlegra fæði og segja offitunni stríð á hendur. gbergmann@gbergmann.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.