Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 2
2 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Nei, það held ég ekki.“ Gísli Vilhjálmsson tannlæknir hefur þróað nýjar aðferðir við að rétta tennur í fólki. Spurningdagsins Gísli, er þessi nýja aðferð mikið á milli tannanna á fólki? ■ Lögreglufréttir FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Fjölmiðla- frumvarpinu er beint gegn sam- þjöppun í fjölmiðlum. Verið er að semja lög vegna þess að ástandið á fjölmiðlamarkaði er orðið óvið- unandi. Stjórnvöld í landinu telja að samþjöppun á fjölmiðlamark- aði sé ekki æskileg“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingfundi um fjölmiðlafrumvarp- ið í gær. Aðspurður sagði hann að frum- varpinu væri ekki beint sérstak- lega gegn Norðurljósum, móður- félagi Fréttar og Íslenska út- varpsfélagsins. „Nei, frumvarpið er almennt. Þið verðið að átta ykkur á því að frumvarp sem verður að lögum gildir í áratugi eða lengur ef því er ekki breytt. Það er margt sem breytist,“ sagði forsætisráðherra. „Hins vegar mætti maður ætla þegar maður horfir á öll þessi fyrirtæki Norðurljósa og hvernig þau haga sér í fréttaflutningi, með stríðsfyrirsagnir, árásir og gaura- gang, [...] að fréttamenn á þessum fjölmiðlum hafi ekkert frelsi. Það er algjörlega og eingöngu gengið erinda eigendanna,“ sagði Davíð. Þegar hann var spurður að því hvort hann væri að halda því fram að blaðamenn sem starfa fyrir fjölmiðla Norðurljósa væru ekki að fara eftir eigin siðferðis- reglum sagði hann: „Það má vel vera að þeir geri það. Þá virðist það vera þannig að það séu ná- kvæmlega sömu reglurnar og eigendanna.“ Forsætisráðherra sagði að al- gjör sátt hafi verið í þingflokkn- um um málið og enginn hafi verið á móti frumvarpinu. Það hafi tals- verðar breytingar verið gerðar á því frá því hann lagði fram fyrstu drög. Hann staðfesti að ætlunin væri að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok og sagðist búast við því að fresta þyrfti til þess þinglokum. Fyrrum aðstoðarmaður for- sætisráðherra, Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur tilkynnt að hann hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls- ins. Aðspurður um það sagði Dav- íð að honum þætti lakara að missa hann úr flokknum. „Það er með minn flokk eins og aðra flokka að menn eru þar al- gjörlega á eigin ábyrgð og sam- kvæmt eigin ákvörðun. Í mínum flokki hefur það verið svo að menn ganga í og úr flokknum svona þrír til fjórir í viku, en mér finnst auðvitað sárt að Hreinn skuli frekar kjósa að vera í Baugi en Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Davíð. sda@frettabladid.is FLUTNINGAR UNDIRBÚNIR Suður-kóreskir Rauðakrossmenn undirbúa sendingu hjálpargagna til Norður-Kóreu. Sprengingin í Kóreu: Enn skortir hjálpargögn NORÐUR-KÓREA, AP Norður-kóresk stjórnvöld eru treg til að hleypa birgðalestum með hjálpargögn frá Suður-Kóreu yfir landamærin en ellefu vörubílar frá Kína, hlaðnir hjálpargögnum, komu í gær til Ryongchon þar sem meira en 1.300 manns slösuðust í gríðar- legri sprengingu síðasta fimmtu- dag. Embættismenn frá báðum Kóreuríkjum funda í dag um hvernig megi flytja hjálpargögn norður yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segja mik- inn skort á hjálpartækjum og þrýsta á um að þau berist skjótt. Fjöldi ríkja hefur boðið fram að- stoð, þeirra á meðal Japan, Rúss- land, Ástralía og Bandaríkin. ■ HJÖRLEIFUR ÞÓRARINSSON Vonast til að deilendur nái saman í dag. Deilan um lyfjaverð: Ná jafnvel saman í dag LYFJAMÁL Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri GSK á Íslandi, sem fundaði með Jóni Kristjáns- syni heilbrigðisráðherra í gær- kvöldi fyrir hönd lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna, segist vona að lyfjaheildsalar og stjórn- völd nái saman í dag um lausn á deilu þeirra um lyfjaverð og skipulag lyfsölu. Enginn fundur hefur verið ákveðinn en lyfjasalar og heil- brigðisráðherra verða í sambandi í dag eftir að hafa farið yfir tillög- ur sem þeir eru að vinna með í von um að leysa deiluna sem hefur ris- ið milli þeirra um lyfjaverð til rík- isins annars vegar og hugmyndir ráðherra um viðmiðunarverð og áherslu á samheitalyf. Hjörleifur vildi ekki segja í hverju tillögurn- ar væru fólgnar. ■INNBROT Í DÝRASPÍTALANN Brot- ist var inn í Dýraspítalann í Víði- dal um helgina og stolið þaðan peningum. Talið er að ránsfeng- urinn hafi verið um fimmtán þús- und. Þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í húsið. Tilkynnt var um innbrotið á sunnudagskvöld en ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. ÚTKEYRSLUBIFREIÐ PIZZA 67 STOLIÐ Útkeyrslubifreið veitinga- staðarins Pizza 67 á Ísafirði var stolið síðdegis á föstudag. Bíllinn fannst í fyrrinótt fyrir utan hús á Hólmavík. Lögreglan á Ísafirði rannsakar málið í samstarfi við lögregluna á Hólmavík. Efnahagsmál: Hallar á Evrópuríki SVISS, AP Fæst aðildarríki Evrópu- sambandsins eru samkeppnisfær við Bandaríkin og ekki er útlit fyrir að Evrópusambandið verði helsta efnahagsveldi heims fyrir lok ára- tugarins eins og forystumenn þess stefna að. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu World Economic Forum. Augusto Lopez-Claros, aðalhag- fræðingur WEF, segir að Evrópuríki verði að flýta umbótum í efnahags- málum ef þau vilja etja kappi við Bandaríkin á jafnréttisgrundvelli. Norðurlöndin í ESB, Danmörk, Finnland og Svíþjóð, standa betur en Bandaríkin en öll önnur aðildar- ríki sambandsins verr. ■ DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA AÐ LOKNUM ÞINGFLOKKSFUNDI „Hins vegar mætti maður ætla þegar maður horfir á öll þessi fyrirtæki Norðurljósa og hvernig þau haga sér í fréttaflutningi, með stríðsfyrirsagnir, árásir og gauragang, [...] að fréttamenn á þessum fjölmiðlum hafi ekkert frelsi. Það er algjörlega og eingöngu gengið erinda eigendanna.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R RÍKISÚTVARPIÐ Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra telja að nema eigi afnotagjöld af Ríkis- útvarpinu. Þetta kom fram að loknum þingflokkafundum um fjölmiðlafrumvarpið í gær. „Ég er ekkert sérstaklega sátt- ur við stöðu ríkisútvarpsins. Ég tel að ríkisútvarpið sé á margan hátt heldur veikt og ég tel að við þurfum að eiga öflugt ríkisútvarp. ég tel að það sé rétt að breyta af- notagjaldakerfinu og afnema það, og það er atriði sem við þurfum að taka á,“ sagði Halldór Ásgríms- son. Davíð Oddsson sagðist sam- mála Halldóri um að afnema ætti afnotagjöld. „Ég hef lengi talið að við ætt- um að finna annan flöt á því, en við höfum ekki fundið hann. Það hefur lengi verið í umræðunni, og mér finnst vænt um það ef Fram- sóknarflokkurinn er kominn inn á þá skoðun að við ættum að breyta þar til,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að engar breyting- ar um fyrirkomulag afnotagjald- anna hefðu verið samþykktar enn, þótt það hafi verið rætt margoft milli stjórnarflokkanna. Hann sagðist jafnframt sáttur við stöðu Ríkisútvarpsins þótt „auðvitað megi bæta þar eins og annars staðar“. ■ Davíð og Halldór um ríkisútvarpið: Afnema þarf afnotagjöld HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við stöðu ríkisútvarpsins. Ég tel að ríkisútvarpið sé á margan hátt heldur veikt og ég tel að við þurfum að eiga öflugt ríkisútvarp. ég tel að það sé rétt að breyta afnotagjalda- kerfinu og afnema það.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SA SEMUR VIÐ MATVÍS Samtök at- vinnulífsins og Matvæla- og veit- ingasamband Íslands, Matvís, hafa undirritað nýjan kjarasamn- ing sem gildir til ársloka ársins 2007. Frá þessu er greint á heima- síðu Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur einnig fram að almennar launahækkanir séu hinar sömu og í fyrri samningum Samtaka at- vinnulífsins við samtök launþega. Kauptaxtar voru færðir nær greiddum launum auk þess sem sérstaklega var samið um hækkun á launum til nemenda í greininni. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir að samþjöppun á fjölmiðlamarkaðinum hafi skapað óviðunandi ástand. Fréttamenn Norðurljósasamsteypunnar hafi ekkert frelsi. Þeir gangi allir erinda eigenda sinna. FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands lýsir harðri andstöðu við frumvarp rík- isstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, en verði það að lögum munu strangari reglur gilda um slíkt eignarhald hér á landi en í flestum viðmiðunarlöndum okk- ar.“ Kemur þetta fram í ályktun sem var einróma samþykkt á aðal- fundi félagsins í gærkvöld. „Með frumvarpinu er starf hundruða manna sett í uppnám og lífsviðurværi þúsunda í óvissu. Blaðamannafélagið hvetur alþing- ismenn til að taka málið til ítar- legrar skoðunar, ábyrgð þeirra er mikil, enda getur frumvarpið, ef það verður að lögum, leitt til þess að fjöldi manna missi vinnu sína. Frumvarpið, eins og það liggur fyrir, er til þess fallið að draga úr mætti frjálsra fjölmiðla á Íslandi og skerða möguleika þeirra til framþróunar. Það veikir þessa fjölmiðla fjárhagslega, sem leiðir til þess að þeir verði vanmáttugri í gagnrýnni umfjöllun um málefni samfélagsins og síður líklegri til að veita valdhöfum nauðsynlegt aðhald,“ segir einnig í ályktun- inni. ■ Blaðamannafélag Íslands: Frumvarp dregur úr mætti fjölmiðla RÓBERT MARSHALL Formaður Blaðamannafélags Íslands. Fé- lagsmenn lýstu andstöðu við fjölmiðla- frumvarp stjórnarinnar á aðalfundi félags- ins sem fór fram í gærkvöldi. ■ Kjaramál

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.