Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 28
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Ég hef aldrei undirritað, samþykkt, séð eða vit- að nokkuð um nokkra ávísun til Balco,“ sagði frjálsíþróttakonan Marion Jones. „Þetta er það eina sem ég get sagt að þessu sinni.“ New York Times sagði frá því á sunnudag að 7.350 dollarar hafi verið greiddir af reikningi Jones til Victor Conte, stofnanda Balco. Conte er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir að selja íþróttamönn- um stera sem hann hafði þróað svo þeir greindust ekki í hefð- bundnum lyfjaprófum. Marion Jones hefur ítrekað neitað því að hafa notað lyf til að bæta árangur sinn og að hafa átt nokkur sam- skipti við Conte. Hún segist sann- færð um að nafn hennar verði hreinsað í náinni framtíð. ■ FÓTBOLTI „Baggio á skilið að leika í Evrópumeistarakeppninni,“ segir í leiðara ítalska íþróttadagblaðsins Corriere dello Sport. „Ekki vegna glæsilegs ferils heldur vegna þess að hann hefur leikið vel og aðrir sóknarmenn okkar hafa átt í vand- ræðum.“ Alessandro Del Piero er enn meiddur á kálfa og leikur Antonio Cassano hefur ekki þótt nógu stöðugur fyrir landsliðið. Giovanni Trapattoni valdi Roberto Baggio í leikmannahóp Ítala sem leikur við Spánverja í Genúa á morgun. Trapattoni efnir þar fyrirheit frá í vetur þegar hann sagðist vilja gefa Baggio kveðjuleik með landsliðinu. Ekki virðast allir Ítalir á því að kveðju- leikur sé nóg því Baggio hefur leikið vel í vetur. Corriere dello Sport bauð fótboltaáhugamönnum að segja sína skoðun og ekki stóð á yfirlýsingunum. „Enginn Baggio, engin Ítalía,“ sagði í einum skila- boðanna. „Baggio ber af öllum öðrum leikmönnum á eftirstríðsárunum,“ sagði Gino Corioni, forseti Brescia, sem fékk Baggio til félagsins fyrir fjórum árum þegar ekkert annað félag vildi ráða hann. Baggio nýtur mikilla vin- sælda í Brescia og er búist við að fjöldi stuðningsmanna félagsins verði meðal 35.000 áhorfenda í Genúa á morgun. „Hann lítur ekki á þetta sem sýningu. Hann ætlar að gera sitt besta til að sýna að hann sé í góðu formi,“ sagði Gianni De Biasi þjálfari Brescia. Og staðarblaðið í Brescia bætti um betur: „Baggio mætir á dansleikinn á miðviku- dagskvöld til að sýna að hann get- ur enn dansað“. ■ 20 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR PORTO MEISTARI Stuðningsmenn Porto fagna 19. meistaratitli félagsins. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 APRÍL Þriðjudagur Frakkinn ThierryHenry var út- nefndur leikmaður ársins af Samtök at- vinnuknattspyrnumanna á Eng- landi á sunnudag. Henry var einnig leikmaður ársins í fyrra og varð fyrstur til að hljóta sæmdarheitið tvö ár í röð. Að- eins tveir aðrir leikmenn hafa tvisvar verið útnefndir leik- menn ársins, Alan Shearer árin 1995 og 1997 og Mark Hughes árin 1989 og 1991. Norman Hunter, leikmaður Leeds, var leikmaður ársins 1974, þegar Samtök atvinnu- knattspyrnumanna stóðu fyrir þessu vali í fyrsta sinn. Leeds var Englandsmeistari þetta ár en fimmtán sinnum hefur leik- maður ársins leikið með meist- araliðinu en sextán sinnum hef- ur hann ekki komið úr röðum Englandsmeistaranna. ■ „Yrði ekki hissa ef sömu lið og í fyrra kepptu um titilinn“ Heimir Ríkarðsson telur breidd Hauka og sterkt byrjunarlið ÍR ráða úrslitum. HANBOLTI Undanúrslitin í RE/MAX- deild karla í handknattleik hefjast í kvöld klukkan 19.15. Þá mætast annars vegar Íslandsmeistarar Hauka og bikarmeistarar KA á Ás- völlum og hins vegar ÍR og Valur í Austurbergi. Fréttablaðið sló á þráðinn til Heimis Ríkarðssonar, þjálfara Fram, og fékk hann til að spá í viðureignirnar. „Ég hef á til- finningunni að þessi einvígi bæði verði mjög jöfn þótt þau komi lík- lega til með að spilast nokkuð ólíkt. Haukar og KA vilja spila mjög hraðan handbolta og þau skora gjarnan mjög mikið en hafa einnig að undanförnu fengið á sig mikið af mörkum. Þegar þau mættust í lokaumferðinni í deildinni voru skoruð sjötíu mörk og ég á von á að svipað markaskor verði uppi á ten- ingnum í þessu einvígi. Ég hef trú á að Haukar klári þetta því þeir eru með meiri breidd og þá tel ég að heimavallarrétturinn kunni að skipta sköpum. Ef hins vegar þeir misstíga sig í leiknum í kvöld eru þeir í mjög erfiðum málum. Hauk- ar voru í vandræðum með varnar- leikinn í leikjunum á móti ÍBV en ef þeir koma til með að bæta hann verða þeir illviðráðanlegir. KA er með mjög sterkt sóknarlið en breiddin er þeirra helsti veikleiki.“ Það er alveg á mörkunum að ég treysti mér til að spá fyrir um viðureignir ÍR og Vals,“ segir Heimir og hlær. „Þetta verður alveg svakalega jafnt og spenn- andi. Valsarar koma líklega til með að sakna Markúsar Mána og ef það er raunin geta þeir lent í vandræð- um. Það er hins vegar gríðarleg seigla í þessu Valsliði og þeir hafa meiri breidd en ÍR-ingarnir og ef Bjarki kemur sterkur inn aukast líkur þeirra. Þessi lið eru meiri varnarlið en Haukar og KA og mun minna skorað í flestum leikjum þeirra. Það er svipað með ÍR- ingana og KA, þeir eru ekki með breiðan hóp en afar öflugt byrjun- arlið sem erfitt getur verið að hemja. Ég hef meiri trú á að ÍR- ingar fari annað árið í röð fram hjá Valsmönnum og í lokaúrslitin, ég yrði það minnsta ekki mjög hissa ef við sæjum sömu lið í lokaúrslit- unum og í fyrra, Hauka og ÍR,“ sagði Heimir Ríkarðsson. ■ ■ ■ LEIKIR  18.00 Valur keppir við Stjörnuna á Leiknisvelli í deildabikarkeppni kvenna í fótbolta.  19.15 Haukar og KA leika á Ásvöll- um í undanúrslitum RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 Valur mætir ÍR í Valsheimil- inu í undanúrslitum RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 ÍBV og FH keppa í Eyjum í undanúrslitum RE/MAX-deildar kvenna í handbolta.  20.00 KR leikur við Breiðablik á Leiknisvelli í deildabikarkeppni kvenna í fótbolta.  20.15 HK og Stjarnan keppa í Hagaskóla í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki. ■ ■ SJÓNVARP  14.15 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  18.10 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  18.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.00 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  20.00 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik í undan- úrslitum RE/MAX-deildar karla í hand- bolta.  20.00 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.  20.30 Fákar á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Supercross (Texas Stadium) á Sýn.  23.25 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim. Ensku bikarúrslitin: Miðaklúður FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið (FA) hefur viðurkennt að það hafi gert mistök þegar það út- hlutaði Millwall og Manchester United miðum á úrslitaleik bikar- keppninnar í næsta mánuði. Millwall fékk 7000 miðum færra en United og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst þeim ekki að rétta sinn hlut. FA ber fyrir sig öryggisjónar- miðum við úthlutun miða og segist hafa tekið mið af ráðlegg- ingum lögreglunnar í Suður-Wales. FA lýsti því yfir að það muni í framtíðinni hafa félögin sem leika til úrslita með í ráðum við undir- búning leiksins, jafnvel þó það sé ekki í samræmi við hefð að félög sæki fundi þar sem öryggismál á úrslitaleikjum eru rædd. ■ ■ Tala dagsins 31 Marion Jones: Ég borgaði ekki Balco ROBERTO BAGGIO Leikur sinn síðasta landsleik annað kvöld, segir Tapattoni þjálfari. Margir Ítalir vilja að hann fái fleiri tækifæri. Ítalska fótboltalandsliðið: Baggio fær kveðjuleik HEIMIR RÍKARÐSSON Hallast að sigri Hauka og ÍR. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.