Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 16
Ástæða þess að ríkisstjórn DavíðsOddssonar setti ekki í fjölmiðla-
frumvarp ákvæði um takmarkanir á
eignaraðild að dagblaðaútgáfu er sú
að engum stjórnvöldum í lýðræðis-
samfélagi hefur dottið slíkt í hug síð-
an slík samfélög fóru að mótast fyrir
fáeinum hundruðum ára síðan. Rit-
frelsi og tjáningarfrelsi eru undir-
staða slíkra samfélaga. Stjórnvöld
sem settu í lög takmarkandi ákvæði
við því hverjir mættu gefa út dag-
blöð væru því í raun að yfirgefa lýð-
ræðisfyrirkomulagið eins og við
þekkjum það á Vesturlöndum. Það
eru því söguleg tíðindi að slíkar
fyrirætlanir hafi verið á borðum rík-
isstjórnar Davíðs þó að við það borð
sitji blessunarlega nógu skynsamt
fólk til að hafna slíku.
Ástæða þess að stjórnvöld í lýð-
ræðisríkjum hafa gert útvarps- og
sjónvarpsrekstur leyfisskyldan er sú
að til þess að útvarpa dagskrá þess-
ara miðla þarf hver stöð að hafa til-
tekið tíðnisvið. Og tíðnisviðin eru
takmörkuð. Víðast hvar eru nothæf
tíðnisvið takmarkaðri en eftirspurn-
in. Af þeim sökum hefur þurft að
skammta þau. Og stjórnvöld hafa
beitt mismunandi reglum í mismun-
andi löndum. Langflest hafa lagt
áherslu á verndun minnihlutasjónar-
miða og lítilla málsvæða eða til að
tryggja aðgang margbreytilegrar og
mismunandi menningar að þessari
takmörkuðu auðlind. En það þekkjast
einnig reglur sem eru sprottnar af
öðrum sjónarmiðum – byggðar á fjöl-
þættustu sjónarmiðum. Þessar regl-
ur eru ekki settar til að stjórna því
hverjir eiga eða reka fjölmiðla eða
vernda fjölmiðla fyrir óæskilegum
eigendum eða almenning fyrir vond-
um fjölmiðlum. Þetta er reglugerða-
verk byggt á þeirri staðreynd að það
geta ekki allir sem vilja fengið út-
hlutað tíðnisviðum. Stjórnvöld smíða
sér því einhverjar reglur til að láta
einhvers konar sanngirni ráða út-
hlutun þeirra.
Á Íslandi er enginn skortur á
tíðnisviðum. Það er nóg af þeim fyrir
þá sem vilja stofna útvarps- og sjón-
varpsstöðvar. Það er því engin þörf
fyrir flóknar reglur um úthlutun
tíðnisviða og það er í raun ólýðræðis-
legt að setja slíkar reglur, alveg á
sama hátt og það er ólýðræðislegt að
setja reglur um eignarhald dagblaða
– eða annarra fjölmiðla sem búa ekki
við tæknilegar takmarkanir.
Við búum við kvóta í sjávarútvegi
og sættum okkur við það. Við deilum
hins vegar um þær reglur sem notað-
ar eru við úthlutun hans. En hvernig
myndi fólk bregðast við kvótakerfi í
sjávarútvegi þótt nægur væri fiskur-
inn í sjónum? Myndi það sætta sig
við útskýringar stjórnvalda um að
eðlilegt væri að stjórna því hverjir
hefðu aðgang að greininni og að þau
væru í raun að gera þetta fyrir rétt-
lætis- og sanngirnissakir? Fólki
myndi finnast slíkt kvótakerfi til-
gangslaust og fráleitt – jafn fráleitt
og nýjar reglur um takmarkanir á
eignarhaldi í fjölmiðlum. ■
Skítkast, óhróður og rökleys-islágkúra.“ Þessi orð notar
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs, til að lýsa þeim
sem voga sér að gagnrýna flokk
hans. Af ummælum hans að dæma
í Fréttablaðinu sl. sunnudag er
greinilegt að ég hef komið við
snöggan blett í kviku flokksins,
hér í blaðinu sl. fimmtudag, og
hlýtur það að skýra þá augljósu
vanstillingu sem einkenna skrif
formannsins.
Skautað fram hjá gagnrýni
Í greininni hafði ég orð á þeirri
gagnrýni sem komið hefur fram
hjá fólki sem tilheyrir vinstri
armi VG og álítur flokkinn stjórn-
ast um of af háskólafólki í Reykja-
vík úr efri og millistétt. Það er
hinsvegar eftirtektarvert að í
ýtarlegu svari þar sem formaður-
inn fer mikinn og veður bókstaf-
lega á súðum minnist hann ekki
einu orði á tilefni minna skrifa;
það er, gagnrýni eigin flokks-
manna á forystu VG. Hann skaut-
ar algerlega fram hjá þeirri gagn-
rýni og tekur þess í stað til við að
níða skóinn af boðbera tíðindanna.
Sem hlýtur nú að teljast heldur
ódýr afgreiðsla.
Í grein minni benti ég á að eitt
af því sem hugsanlega gæti skýrt
óánægju almúgafólks í flokknum
(hópurinn kennir sig sjálfur við
almúga) sé að forysta flokksins
setur ekki endilega kjör þeirra
lægst settu á oddinn. Ég tók dæmi
úr viðtali við Katrínu Jakobs-
dóttur, þegar hún var kjörin vara-
formaður flokksins, en þá sagði
hún aðspurð að brýnast af öllu í
íslenskum stjórnmálum væri að
breyta orðræðunni. Mér þótti
merkilegt að leiðtogi félags-
hyggjuaflanna á Íslandi teldi það
brýnna en að bæta kjör alþýðunn-
ar. Í greininni benti ég á að
kannski séu það slík ummæli sem
valda því að vinstri armur flokks-
ins telur forystuna úr takti
gengna við almenna flokksmenn
og sé komin heldur hátt upp í hinn
akademíska fílabeinsturn.
Karlremba Steingríms
Nú skil ég svo sem að Stein-
grími svíði þessi gagnrýni eigin
flokksmanna og get líka alveg
skilið að hann kjósi fremur að
taka gremju sína út á mér í stað
þess að takast á við gagnrýni eig-
in flokksmanna. Það er auðvitað
miklu auðveldara.
En ég fæ hinsvegar alls ekki
skilið hvað í ósköpunum gefur
honum tilefni til að saka mig um
karlrembu, eins og hann gerir í
grein sinni, þótt ég hafi leyft mér
að gagnrýna varaformann flokks-
ins og það vilji svo til að hún er
kvenkyns. Ég sé ekki að kyn henn-
ar komi málinu nokkurn skapaðan
hlut við. Enn síður fæ ég nokkurn
botn í þá einkunn formannsins að
ég hafi lagst alveg sérstaklega
lágt þegar ég tók það fram í grein-
inni að ég tel Katrínu Jakobsdótt-
ur að öðru leyti vera stórefnilegan
stjórnmálamann en hún er sann-
arlega ein fremsta vonarstjarna
flokksins. Getur verið að for-
maðurinn sé kominn svo djúpt
ofan í sínar pólitísku skotgrafir að
hann telji óhugsandi að fólki sé
hrósað þvert á flokkslínur og taki
allt slíkt sem merki um kaldhæðni
og pólitískt háð? Hlýt ég að biðja
formanninn um að skýra þessi
ummæli sín betur út fyrir mér og
lesendum. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um aðgangstakmarkanir að
fjölmiðlum.
16 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir
og Jón Kaldal
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Talsmönnum markaðslausna ogeinstaklingsfrelsis er gjarnan
gerð upp sú skoðun að telja að
peningar séu það eina mikilvæga í
lífinu. Talsmenn ríkisþvingaðrar
tekjujöfnunar og ríkisrekstrar, í
m.a. heilbrigðis-, velferðar- og
menntamálum, segja í sama mund
að fyrir þá skipti lífskjör hinna
fátækustu mestu máli og jafnvel
meira máli en fyrir þá sem tala
fyrir einkaframtaki og takmörk-
uðu ríkisvaldi. Svokallaðir græn-
ingjar taka í sama streng og telja
að með hertu taki ríkisvaldsins á
öllu sem spillir eða breytir um-
hverfinu sé verið að vinna á upp-
byggilegan hátt gegn mengun og
eyðileggingu á náttúrunni. Þegar
betur er að gáð stenst slíkt tal
hins vegar enga skoðun.
Ekki bara peningaspursmál
Vinstrivillurnar eru margar og
gjarnan byggðar á miklum mis-
skilningi. Þegar hægrimenn boða
breytingar sem miða að því að há-
marka auðsköpun er yfirleitt inni-
falið ótal margt annað sem gjarn-
an er í takt við yfirlýstan boðskap
vinstrimanna. Hvað fátæka varð-
ar er alveg ljóst að mikil ríkis-
umsvif eru ekki lykillinn að
bættri velferð þeirra. Í hagkerf-
um takmarkaðra ríkisafskipta eru
ráðstöfunartekjur þeirra fátæk-
ustu margfaldar á við ráðstöfun-
artekjur þeirra fátækustu í hag-
kerfum mikilla ríkisafskipta.
Lífslíkur aukast einnig þegar rík-
ið leyfir markaðinum að vinna
sína vinnu, og hið sama má segja
um menntastig, mannréttindi, að-
gengi að menntun og heilbrigðis-
þjónustu og svona má lengi telja.
Umhverfi auðugra ríkja batnar
einnig þegar auðsköpun er mikil
því um leið og brýnasta brauð-
stritið er að baki bendir allt til að
hreinsun þess og bætt umgengni
við það sé næst á dagskrá.
Vantrúin er rík
Vantrú vinstrimanna á hinum
frjálsa markaði er ekki ný af nál-
inni. Sú vantrú á hins vegar
sjaldnast við rök að styðjast. Íbú-
ar vestrænna ríkja fóru á sínum
tíma þá leið að binda mjög hendur
ríkisins, t.d. með stjórnarskrám
sem vernduðu frelsi einstaklinga
til orða og athafna. Sú aðgerð hef-
ur skilað miklum árangri. Fátækt
er ekki til komin vegna skorts á
ríkisafskiptum. Hún er heldur
ekki til komin vegna svokallaðrar
misskiptingar auðs. Fátækt kem-
ur fyrst og fremst í kjölfarið á
fækkun tækifæra sem aftur er
oftast til komin vegna mikilla um-
svifa hins opinbera. Úrval osta,
fjöldi lækna og verð á lambakjöti
eru dæmi um þætti sem ríkið læt-
ur sig mjög varða á Íslandi í dag
með þeim afleiðingum að þeir fá-
tæku njóta verri kjara en þeir
annars þyrftu að njóta. Þetta meg-
um við gjarnan hafa í huga þegar
við hugleiðum hlutverk ríkisins,
sem í raun ætti fyrst og fremst að
snúast um að vernda einstaklinga
gegn ofbeldi og valdníðslu og
tryggja eignarrétt þeirra með lög-
reglu og dómstólum.
Auðsköpun fátækum mikil-
vægust
Efnað fólk sem á til hnífs og
skeiðar og hefur þak yfir höfuðið
er ekki sá hópur sem þarf hvað
mest á auknum tekjum að halda.
Auðvitað vilja allir geta keypt
ferskari ávexti, þykkari peysur,
sérhæfðari læknisþjónustu og
rúmbetri bíla og leggja hart að sér
til að svo megi verða. Fyrir þá fá-
tækustu er lífsbaráttan hins veg-
ar spurning um að eiga eitthvað í
sig og á. Það að hámarka mögu-
leika hagkerfis til að stækka og
dafna má í raun líkja við áhrif
flóðs á bátana í höfninni – þegar
hækkar í sjónum lyftast þeir allir
hærra. Þegar auðsköpun er sett á
oddinn batna lífskjör þeirra verst
settu mest í þeim skilningi að
brýnasta brauðstritið verður
minna áhyggjuefni. Þeir tekju-
hærri kaupa nýjan bíl og ferskari
appelsínur, en þeir fátækustu
kaupa sinn fyrsta bíl og sína einu
ávexti. Það er kjarni málsins og
ástæða þess að við eigum að berj-
ast af fullum krafti fyrir hagkerfi
tækifæra, takmarkaðs ríkisvalds,
lögverndaðs eignarréttar, gegn-
særrar stjórnsýslu og lögbundins
jafnréttis gagnvart lögum. Þeir
sem halda öðru fram eiga bágt
með að rökstyðja sinn málflutning
og án röksemda er venjan sú að
hirða lítt um boðskapinn. ■
Dapurleg lagasetning
Yfirvofandi lagasetning er mikið
stílbrot á þeirri stefnu sem ríkis-
stjórnir Davíðs Oddssonar hafa
markað frá árinu 1991. Hún lýsir
ekki mikilli trú ráðamanna á
hinn frjálsa markað. Hún er ekki
til marks um að landsstjórnin sé í
höndum manna sem hafa að leið-
arljósi frelsi einstaklingsins til
orðs og æðis. Það er dapurlegt
þegar stjórnmálaflokkur sem á
síðustu árum hefur leyst íslenskt
þjóðfélag úr viðjum hafta og ríkis-
afskipta, skuli standa á bak við
slíka lagasetningu.
Þar fyrir utan verður það að telj-
ast afar óheppilegt að lögunum sé
einkum beint gegn ákveðnu fyrir-
tæki sem forsætisráðherra hefur
ítrekað lýst sem andsnúnu sér.
RITSTJÓRN Á DEIGLAN.COM
Engum treystandi
Hverjir eiga og mega eiga fjöl-
miðla á Íslandi? Einu sinni áttu
stjórnmálaflokkarnir blöðin og þá
mátti enginn annar en ríkið reka
útvarp og sjónvarp. Einn grunn-
tónninn í skýrslu fjölmiðla-
nefndarinnar er að í raun sé eng-
um treystandi til að reka fjöl-
miðla nema ríkinu. Alls konar
skorður þurfi að setja þegar
einkaaðilar eiga í hlut.
EGILL HELGASON Á STRIK.IS
Siðareglur DV
Í DV hafa þeir siðapostular, sem
rita forystugreinar í blaðið,
býsnast yfir því, sem ég sagði um
Sigurð Líndal hér á vefsíðu minni
í síðasta pistli mínum, þegar ég
velti því upp, að söguþekking
hans á 20. öldinni virtist ekki
mikil, þegar hann teldi mig hafa
svipaða afstöðu til Hæstaréttar
og Jónas frá Hriflu. Ég ætla ekki
að árétta hér álit mitt á þeim
siðareglum, sem ráða ferðinni á
DV. Ég læt orð blaðsins og ávítur
mér í léttu rúmi liggja, enda eru
skilin milli uppspuna og stað-
reynda að engu orðin í blaðinu
undir hinni nýju ritstjórn þess.
BJÖRN BJARNASON Á BJORN.IS
Umræðan
GEIR ÁGÚSTSSON
■ verkfræðinemi og stjórnarmaður í
Frjálshyggjufélaginu, skrifar um peninga,
fátækt og auð.
Andsvar
EIRÍKUR
BERGMANN
EINARSSON
■
bregst við grein
Steingríms J.
Sigfússonar um
Vinstri græna. Einblínt á
auðsköpunina
■ Af netinu
Komið við
snöggan blett
Kvóti í allsnægtum
TOGSTREITA
Greinarhöfundur telur að óánægju gæti
innan VG vegna þess að flokksforystan
setji ekki kjör hinna lægst settu á oddinn.
FÁTÆKT
Greinarhöfundur segir að mikil ríkisumsvif séu ekki lykillinn að bættum hag fátækra.