Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 14
27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is EGILSSTAÐA 5.999kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 4.999kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 4.999 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 28. apr. – 3. maí GRÍMSEYJAR 3.299 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Börn, 2ja– 12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 44 49 04 /2 00 4 VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.299 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Ólíkar reglur eftir löndum Fjölmiðlalög eiga að stuðla að uppbyggingu eignarhalds á fjölmiðla- markaði sem eflir tjáningarfrelsi og tryggir fjölbreytni. Fæst lönd hafa strangar reglur um eignarhald fyrirtækja í óskyldum rekstri. FJÖLMIÐLASKÝRSLA Í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum er sér- stök umfjöllun um réttarstöðu fjöl- miðla í öðrum löndum. Fjallað er um fjölmiðlalög í Noregi, Dan- mörku, Finnlandi, Svíþjóð, Bret- landi og víðar. Fram kemur að lög um fjölmiðla eru mismunandi eftir löndum. Mesta frelsið er ef til vill í Bretlandi, þar sem eignar- hald á fjölmiðlum er afar frjálst. Ný lög um fjölmiðla voru sam- þykkt í Bretlandi í fyrra. Sænska menntamálaráðuneytið lagði fram frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum en það náði ekki fram að ganga. Noregur Fjölmiðlalög eiga að stuðla að uppbyggingu eignarhalds á fjöl- miðlamarkaði sem eflir tjáningar- frelsi og tryggir fjölbreytni í fjöl- miðlum. Komið var á fót sérstakri stofnun sem fylgist með eignar- haldi. Hefur hún leyfi til að grípa inn í viðskipti með fjölmiðlafyrir- tæki ef þau leiða til þess að eitt fyr- irtæki hafi eða muni öðlast verulega eignarhlutdeild á fjölmiðlamarkaði. Ekki sérstakar reglur um lárétt eignatengsl. Danmörk Engar takmarkanir um eignar- hald á dagblöðum. Fyrirtæki í óskyldum rekstri mega ekki eiga ráðandi hlut í félagi sem hefur leyfi til að reka sjónvarp eða útvarp. Þeir sem hafa útvarpsleyfi verða að hafa þann rekstur sem sitt eina markmið. Engar takmarkanir á láréttum eignatengslum eða eignarhaldi útlendinga. Finnland Engar takmarkanir um eignar- hald á dagblöðum. Engar beinar tak- markanir varðandi eignarhald fyrir- tækja í sjónvarps- og útvarps- rekstri. Þó er lögð áhersla á að með veitingu útvarpsleyfa sé það hindr- að að eignasamþjöppun í fjölmiðlun ógni tjáningarfrelsi. Ef hlutafjár- eign breytist í fyrirtækjum með út- varpsleyfi fellur leyfið niður. Engar takmarkanir á láréttu eignarhaldi eða eignarhaldi útlendinga. Svíþjóð Engar takmarkanir gilda um eignarhald á dagblöðum í Svíþjóð aðrar en almenn samkeppnislög. Sænska menntamálaráðuneytið lagði fram frumvarp að lögum um eignarhald á fjölmiðlum sem náði ekki fram að ganga. Útlendingar innan EES geta átt eignarhlut í dag- blaðaútgáfum. Bretland Sett voru ný lög um fjölmiðla og samskipti í Bretlandi í júlí 2003. Þar var samþykkt að dagblaðaútgáfa og rekstur sjónvarpsstöðva fari saman að vissu marki. Sá sem ræður yfir meira en tveimur tíundu hluta af upplagi dagblaða getur átt tvo tíundu hluta í sjónvarpsstöð. sda@frettabladid.is SKÝRSLA NEFNDAR UM EIGNARHALD FJÖLMIÐLA Fram kemur að lög um fjölmiðla eru mismunandi eftir löndum. Mesta frelsið er ef til vill í Bretlandi, þar sem eignarhald á fjölmiðlum er afar frjálst, en ný lög voru sett þar í fyrra. DÆMI UM LÁRÉTT EIGNARHALD FJÖLMIÐLA Í BRETLANDI Daily Mail og General Trust – fjölmiðlafyrirtæki með stærsta hluti í eigu Lord Rothermere. Eiga dagblöðin Daily Mail, Mail on Sunday, Evening Standard og Metro. Reka að auki útvarpsstöðvar. News International – hluti af News Corp., sem Rupert Murdoch á stærstan hluta í. Gefur út dagblöðin The Sun, The Times, News of the World og The Sunday Times. BskyB – er að mestu í eigu Rupert Murdoch. Fyrirtækið rekur gervihnattasjónvarps- stöðvar svo sem Sky News og fleiri. Guardian Trust – Gefur út dagblaðið The Guardian og sunnudagsblaðið The Observer. Fyrirtækið rekur einnig útvarpsstöðvar. EMAP – á útvarpsstöðvar og gefur út fjölda tímarita. Pearson – á Financial Times og framleiðslufyrirtæki sjónvarpsefnis að auki. Íslenskur fiskifræðingur fundar með danskri þingnefnd: Sóknardagakerfi Fær- eyinga vekur áhuga SJÁVARÚTVEGSMÁL „Reynslan af sókn- ardagakerfi Færeyinga hefur verið það góð að aðrar þjóðir en Íslend- ingar eru farnar að taka eftir svo um munar,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, en hann hefur verið boðaður fyrir danska þingnefnd á miðvikudaginn kemur til að útlista kosti kerfisins fyrir Dönunum. Jón hefur um hríð starfað í Færeyjum og verið dyggur stuðningsmaður sóknardagakerfisins þar. „Danir eru að reka sig á það að kerfi Evrópusambandsins er að ganga að sjávarútvegi dauðum og að grípa verður til aðgerða. Sömu sögu er að segja af Bretum og Írum, en gríðarleg óánægja er með núver- andi kerfi í þessum löndum.“ Í Færeyjum fær hver skipa- flokkur úthlutað allt að 300 sóknar- daga ár hvert og heimilt er að skipta þeim innan hvers flokks en ekki milli flokka. Minnstu bátarnir fá úthlutað nálægt eyjunum en frystitogurum er gert að fara út fyrir landhelgi til að fiska. „Aðalatriðið er það að allir mega koma með allt sem þeir veiða að landi og engin hámörk á þeim tegundum sem veiða má hvern dag. Engu er hent og aflinn er raunveru- legur mælikvarði á lífið í sjónum en ekki áætlanir fjölda fræðinga sem sífellt hafa rangt fyrir sér.“ ■ FISKVEIÐAR Danir hafa fengið sig fullsadda af fiskveiði- reglum Evrópusambandsins og vilja skoða aðrar leiðir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.