Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 1
● aðdáendur sjóði saman lög David Bowie: ▲ SÍÐA 22 Efnir til samkeppni ● í erfiðum málum Micheal Jackson: ▲ SÍÐA 25 Skiptir um lögmenn ● í úrslit í handboltanum Heimir Ríkharðsson: ▲ SÍÐA 20 Spáir í IR og Haukum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR VALUR MÆTIR ÍR Tveir leikir verða í undaúrslitum Remax-deildar karla í handbolta klukkan 19.15. Haukar taka á móti KA og Valsmenn fá ÍR-inga í heim- sókn. Einn leikur verður í úrslitakeppni Remax-deildar kvenna. FH sækir ÍBV heim klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VAXANDI ÚRKOMA SÍÐDEGIS víða umland síst þó austantil. Bjart allra austast en þykknar upp er líður á daginn. Nokkuð milt á landinu. Sjá síðu 6. 27. apríl 2004 – 114. tölublað – 4. árgangur ÁSTANDIÐ ÓVIÐUNDANDI Forsætisráðherra segir að samþjöppun á fjölmiðlamarkaðnum hafi skapað óviðunandi ástand. Sjá síðu 2 LANDSBANKINN TIL AÐSTOÐAR Landsbankinn stærsti kröfuhafi í Íslensku kvikmyndasamsteypunni leggur nú hönd á bagga til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Heildarskuldir Íslensku kvikmyndasam- steypunnar nema um hálfum milljarði króna. Sjá síðu 6 DEILT UM ÞINGVELLI Kirkjuráð mót- mælir því að Þingvellir séu taldir til ríkis- jarða í frumvarpi til laga um þjóðgarðinn. Kirkjan hefur ítrekað óskað eftir viðræðum við ríkisvaldið um eignarhald. Sjá síðu 8 AUKIÐ TRAUST Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og sá fjölmiðill sem flestir nota á hverjum degi. Þeim sem treysta blaðinu hefur því fjölgað um 19 prósent. Sjá síðu 10 Sævar Lúðvíksson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Aldrei latur á æfingum ● heilsa 53%66% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 JÓRDANÍA, AP Jórdönsk stjórnvöld segja að hryðjuverkahópur sem þau brutu upp hafi ætlað sér að myrða allt að 80.000 manns í efna- vopnaárásum á skotmörk í Amm- an, höfuðborg Jórdaníu. Jórdanska ríkissjónvarpið sýndi í gær upptökur af forsprakka hóps- ins þar sem hann viðurkennir tengsl við Abu-Musab al-Zarqawi og kveðst hafa þegið andvirði 12,5 milljóna króna af honum við fjár- mögnun fyrirhugaðra árása. Bandaríkjamenn segja al- Zarqawi náinn samstarfsmann Osama bin Ladens og hafa heitið andvirði rúmra 700 milljóna króna fyrir handtöku hans. „Ég hef heitið Abu-Musab holl- ustu og því að hlýða honum,“ sagði leiðtogi hryðjuverkahópsins, Azmi al-Jayousi, í einu þeirra myndskeiða sem voru sýnd í sjónvarpinu. Að auki voru sýndar myndir af honum og níu félögum hans en fjórir þeirra eru sagðir hafa fallið í bardaga við öryggislögregluna. Mennirnir voru handteknir í tveimur aðgerðum, í þessum og síðasta mánuði. Þá fund- ust efni til efnavopnagerðar og segja stjórnvöld að það hefði dugað til að bana minnst 20.000 manns. ■ FYLGST MEÐ ÚTSENDINGUNNI Margir Jórdanar fylgdust spenntir með 20 mínútna langri upptökunni þar sem for- sprakki hryðjuverkamanna játar sök. Komið í veg fyrir efnavopnaárásir hryðjuverkamanna í höfuðborg Jórdaníu: Hugðust myrða tugþúsundir Halda á Araratfjall: Vilja mynda örk Nóa WASHINGTON, AP Bandarískir og tyrkneskir menn vonast til að færa sönnur á að örk Nóa, þeirr- ar er getið er í Biblíunni, sé að finna á Araratfjalli í Tyrklandi. Þeir telja örkina hafa komið í ljós þegar snjór á fjallinu bráðnaði í hitunum miklu í Evrópu á síðasta ári og hyggjast ná myndum af henni í sumar. Jarðfræðingar hafa sagt að þrátt fyrir sannanir um flóð í Mesópótamíu fyrir margt löngu sé útilokað að skip hafi komið að landi jafn hátt og Araratfjall ligg- ur en það nær hæst í 5.346 metra yfir sjávarmál. ■ Le Pen illa tekið: Heilsað með eggjakasti ENGLAND, AP Rúmlega hundrað manns mótmæltu heimsókn Jean- Marie Le Pen, leiðtoga franska Þjóðarflokksins, til Englands á sunnudaginn. Öfga hægri- maðurinn Le Pen var í Englandi til að sækja fund Breska þjóðar- flokksins (BNP), en þegar hann mætti á fundinn var eggjum og rusli fleygt í áttina að honum. Þá voru hrópuð slagorð: „Svartir og hvítir sameinast og berjast. BNP er nasistaflokkur.“ Le Pen furðaði sig á mótmæl- unum og sagðist hafa gengið óá- reittur í nýlegum heimsóknum sínum til Írak, Tyrklands, Indónesíu og Malasíu. Á blaða- mannafundi ítrekaði hann þá skoðun sína að helsta ógnin við Evrópu væru innflytjendur. ■ LJÚFT LÍF Í LAUGINNI Sólarblíðan lék við íbúa á höfuðborgarsvæðinu í gær þar á meðal þessar þrjár stúlkur sem létu fara vel um sig í Sundlaug Kópavogs í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 77 prósent á móti Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir mikla andstöðu við frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Þingmaður Framsóknarflokksins segir niðurstöðuna í samræmi við afstöðu sína. SKOÐANAKÖNNUN Ríflega 77 pró- sent þjóðarinnar eru andvíg frum- varpi ríkisstjórnarinnar um eign- arhald á fjölmiðlum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Tæp- lega 23 prósent segjast fylgjandi frumvarpinu. „Mér finnst þetta mjög athygl- isvert,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknar- flokksins. „Ég tel að niðurstaðan þýði það einfaldlega að almenn- ingur sé andvígur lagasetningu að svo komnu máli og að það þurfi vandaða umræðu um þetta. Ég fagna þessu að mörgu leyti, þetta er í samræmi við mína afstöðu.“ Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, segir nið- urstöðuna ekki koma á óvart. „Þetta sýnir að almenningur lætur stjórnast af málefnalegri hvötum en forysta ríkisstjórnar- innar,“ segir Össur. „Þessi afger- andi munur staðfestir að formenn Sjálfstæðis- flokks og Framsókn- arflokks hafa algjör- lega orðið viðskila við eigin þjóð í þessu máli.“ Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins, efast um að fólk hafi í raun for- sendur til að svara svona könnun. „Ég efast um að almenningur hafi séð skýrsluna eða frumvarpið,“ segir Sigríður Anna. „Þess vegna er mjög var- legt að draga einhverjar ályktan- ir af könnun eins og þessari. Fólk er í raun aðeins að draga ályktanir um það sem fram hef- ur komið í fjölmiðlum og margt af því sem þar hefur verið staðhæft er ekki rétt.“ Ögmundur Jónas- son, þingflokksfor- maður Vinstri- grænna, segir greini- legt að fólk vilji ekki neina frávinnu í þessu máli. „Ég túlka það svo því ég gef mér að menn séu ekki búnir að fara í rækilega ofan í þetta,“ segir Ögmundur. „Menn vilja ekki svona hraða af- greiðslu á þessu og leggjast þess vegna gegn því af mörgum ástæð- um, annars vegar gegn frumvarp- inu sem slíku og hins vegar gegn vinnubrögðunum.“ Magnús Þór Hafsteinsson, for- maður þingflokks Frjálslynda- flokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. „Málsmeðferðin er öll búin að vera með ólíkindum. Það er því ekki skrýtið þó fólk rísi upp gegn frumvarpi sem ríkisstjórnin ætlar greinilega að troða í gegn um Al- þingi og ofan í þjóðina.“ Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Rúmlega 23% sögðust óákveðnir eða neituðu að svara. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur frumvarpi Davíðs Oddssonar um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla? ■ 77,3% 22,7% NIÐURSTAÐA KÖNNUNAR Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti frumvarpi um fjölmiðla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.