Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 6
6 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.75 0.41% Sterlingspund 131.38 0.63% Dönsk króna 11.73 -0.07% Evra 87.3 -0.09% Gengisvísitala krónu 123,36 0,24% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 259 Velta 2.080 milljónir ICEX-15 2.717 -0,18% Mestu viðskiptin Bakkavör Group hf. 426.022 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 167.755 Straumur fjárfestingarbanki hf. 89.457 Mesta hækkun Bakkavör Group hf. 2,14% AFL fjárfestingarfélag hf. 1,72% Tryggingamiðstöðin hf. 1,33% Mesta lækkun Fiskmarkaður Íslands hf -20,00% Þormóður rammi-Sæberg hf. -5,41% Straumur fjárfestingarbanki hf. -3,05% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.472,6 0,0% Nasdaq * 2.044,7 -0,2% FTSE 4.571,8 0,0% DAX 4.125,8 0,5% NK50 1.527,5 -0,0% S&P * 1.138,9 -0,1% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Frá hvaða landi er elsta kona heims? 2Hvaða tónlistarhátíð verður kannskihaldin í Egilshöll eftir tvö ár? 3Hver hefur verið valinn besti leik-maður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta? Svörin eru á bls. 30 NAUÐASAMNINGAR „Landsbankinn er stærsti kröfuhafinn í fyrir- tækið en þeir hafa gefið mér leyfi til að spila úr því ef það hjálpar til við að ná landi,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri, en fyrirtæki hans Íslenska kvik- myndasamsteypan er í greiðslu- stöðvun. „Bankinn gengur ekki að sínu að svo stöddu og við erum að skoða þær leiðir sem færar eru á þessari stundu.“ Heimildir blaðsins herma að bankinn telji talsverð verðmæti í fyrirtæki Friðriks og verið sé að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Heildarskuldir Íslensku kvikmyndasamsteypunnar nema um hálfum milljarði króna en samningaviðræður við Ríkis- útvarpið um kaup á sýningarrétti mynda fyrirtækisins sem vonir stóðu til að gætu bjargað því frá gjaldþroti gengu ekki eftir. Þær viðræður hafa ekki verið teknar upp aftur. ■ Ein mesta þvæla Íslandssögunnar Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar í mál ef frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum verður að lögum. Hrein og klár eignaupptaka. Um 400 milljóna hagræðing í súginn og milljarða lán í uppnámi. FJÖLMIÐLAR „Það er alveg ljóst að ef þetta frumvarp verður að lög- um förum við með þetta mál fyrir dómstóla - alla leið,“ segir Jón Ás- geir Jóhannesson, forstjóri Baugs, um frumvarp um eignar- hald á fjölmiðlum sem þingflokk- ar stjórnarflokkanna samþykktu í gær og lagt verður fyrir þingið í vikunni. Jón Ásgeir segir að verði frum- varpið að lögum á þingi verði far- ið með það fyrir dómstóla daginn eftir að það hafi verið samþykkt. „Ef dómstólar munu ekki dæma lögin ógild er stjórnarskrá- in ekki í lagi.“ Jón Ásgeir segir alveg ljóst að frumvarpið beinist gegn Norður- ljósum. „Forysta Sjálfstæðisflokksins sættir sig greinilega ekki við eig- endur Norðurljósa, það skín í gegn. Þetta er hrein og klár eigna- upptaka og það er verið að rýra eignir okkar með þessu frum- varpi.“ Jón Ásgeir segir að með frum- varpinu sé verið að kippa stoðun- um undan rekstri ljósvakamiðla. „Ef það er hægt að taka eignir af mönnum á þennan hátt koðnar allt niður. Atvinnulífið getur ekki verið að fjárfesta fyrir milljarða króna ef það getur átt á að hættu að lagaumhverfinu sem það starfar eftir verði breytt eftir duttlungum einhverra ákveðinna stjórnmálamanna. Eins og Björgólfur (Guðmundsson) orð- aði það í ræðu sinni á viðskipta- þingi þá gengur ekki að breyta reglunum í miðjum leik. Það er ekki hægt að bjóða atvinnulífinu upp á þessi vinnubrögð. Hver mun þora að fjárfesta í fjölmiðl- um ef þetta gengur eftir? Það mun enginn setja peningana sína út í rekstur sem á yfir sér að lög- um verði breytt eftir hentisemi stjórnmálamanna. Ég sé heldur ekki fram á að lánastofnanir vilji lána fjölmiðlum sem sí- fellt hafa þessa ógn yfir sér. Að stjórnvöld skuli síðan leyfa sér að setja þetta frumvarp fram með þeim hætti að verið sé að auka frelsi á fjölmiðlamarkaði er náttúrlega einhver mesta þvæla sem komið hefur fram í Íslandssögunni.“ Jón Ásgeir segir að Fréttablaðið og DV hefðu aldrei verið sameinuð Stöð 2 undir merkjum Norðurljósa ef þetta hefði legið fyrir. Um 400 millj- óna króna hagræðing myndi fara í súginn ef frumvarpið yrði að lögum og milljarða lán Landsbank- ans til Norðurljósa yrði í uppnámi. Hann segist ekki botna í þeim látum að reyna að koma frumvarpinu í gegn á yfirstandandi þingi. „Ég hefði viljað sjá dýpri umræðu og þá bara styttri aðlögunarfrest.“ trausti@frettabladid.is Handtaka á skemmtistað: Tekinn með exi og hnífa LÖGREGLUMÁL Dyraverðir á veit- ingastað í miðborg Reykjavíkur óskuðu eftir aðstoð lögreglu aðfara- nótt laugardags vegna manns sem grunaður var um að vera með vopn á sér inni á staðnum. Annar gestur á staðnum hafði séð vopnin og gert dyravörðunum viðvart. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að maðurinn var með eina exi, þrjá hnífa og skrúfjárn innan- klæða. Einnig fannst í fórum hans lítilræði af fíkniefnum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu um nóttina og yfirheyrður að morgni. Málið er í rannsókn hjá sér- refsilagadeild lögreglunnar. ■ EFTIRLIT Á FLUGVELLI Mörg Evrópuríki og samtök flugmanna hafa lýst andstöðu við vopnaða lögreglumenn í farþegaþotum. Bandaríkin gefa eftir: Fluglöggur ekki nauðsyn BRUSSEL, AP Bandarísk stjórnvöld tilkynntu embættismönnum Evrópusambandsins í gær að þau myndu ekki gera kröfu um að vopnaðir lögreglumenn yrðu um borð í farþegaþotum á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins ef Evrópuríki höfn- uðu slíkum tillögum. Asa Hutchinson, sem fer með öryggismál í samgöngum á vett- vangi Bandaríkjastjórnar, sagði þarlend stjórnvöld telja vopnaða lögreglumenn fæla hryðjuverka- menn frá því að ræna flugvélum en að þau gerðu ekki veru þeirra í flugvélum að skilyrði fyrir því að flugvélar fengju að fljúga til Bandaríkjanna. ■ TÍMAMÖRK Á STJÓRNARSKRÁ Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða drög að stjórnarskrá sambandsins á fundi sem hefst um miðjan næsta mánuð. Þá á að freista þess að ná samkomulagi um deiluefni, einkum atkvæðavægi aðildar- ríkja. Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí Fosshótel Lind, Rauðarárstíg 18, Rvk Hótel Keflavík, Vatnsnesvegi 12-14 Hótel Frón, Laugavegi 22b, Rvk Gisting ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Íslenska kvikmyndasamsteypan: Landsbankinn til aðstoðar FRIÐRIK ÞÓR Stærsti kröfuhafi í fyrirtæki hans leggur nú hönd á bagga til bjargar enda Friðrik með mörg járn í eld- inum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.