Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 13
FRIÐARGÆSLA Tveir Íslendingar eru
komnir til Kabúl, höfuðborgar
Afganistan, til að undirbúa yfir-
töku íslensku friðargæslunnar á
stjórn Kabúl-flugvallar. Hallgrím-
ur Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn,
verður yfirmaður flugvallarins og
stýrir um 500–600 manna liði frá
um tuttugu þjóðlöndum.
„Verkefnið gengur út á það að
reka flugvöllinn og þjálfa heima-
menn í öll störf á vellinum,“ segir
Hallgrímur en hann heldur til
Kabúl í kringum 20. maí. „Stefnt
er að því að innan þriggja ára geti
heimamenn tekið við stjórn flug-
vallarins af Nató.“
Um fimmtán Íslendingar verða í
Kabúl hverju sinni á vegum
íslensku friðargæslunnar og munu
þeir meðal annars sinna slökkvi-
starfi og annast flugumsjón. Krist-
ján Björgvinsson slökkviliðsmaður
hélt til Afganistan fyrir um tveim-
ur vikum en hann verður slökkvi-
liðsstjóri á Kabúlflugvelli.
Hallgrímur er nýkominn heim
frá Kosovo en hann var yfirmaður
flugvallarins í Pristina. Hann
segir að verkefnið í Kabúl sé
margfalt stærra en í Pristina og
aðstæður öðruvísi. „Afganistan er
meira hernaðarsvæði og mennt-
unarstig heimamanna er mun
lægra.“ Hallgrímur hlakkar þó til
að hefjast handa og er bjartsýnn á
að árangur náist. ■
■ Evrópa
13ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2004
Íslendingar taka við yfirumsjón Kabúl-flugvallar:
Stjórna fjölmennu liði
frá tuttugu þjóðlöndum
KANADÍSKIR HERMENN Í KABÚL
Fjöldi erlendra hermanna er í Kabúl til að tryggja öryggi heimamanna
og vinna að uppbyggingu.
LEYSTUR ÚR HALDI Marokkósk-
um manni sem handtekinn var
vegna hryðjuverkanna í Madríd
var í gær sleppt úr haldi vegna
skorts á sönnunargögnum gegn
honum. Bróður hans, sem einnig
var handtekinn, var líka sleppt úr
haldi en gert að koma fyrir dóm-
ara einu sinni í viku og bannað að
fara úr landi án leyfis dómstóla.
FRJÓSAMUR NASHYRNINGUR
DEYR Hvíti nashyrningurinn
Kruger er dauður en hann komst
í metabækur fyrir að geta tólf
kálfa með sömu kvígunni. Hinn
35 ára Kruger var vinsæll meðal
gesta í dýragarðinum í Edinborg
í Skotlandi þar sem hann dvaldi
um nær 30 ára skeið.
Þetta voru þær aðgerðir sem
snúa beint að sjúklingum.
Aðgerðir lyfjaverðsnefndar
Meðan heilbrigðisráðherra
var að setja saman þessar aðgerð-
ir ræddi lyfjaverðsnefnd stíft við
lyfjahóp Félags íslenskra stór-
kaupmanna, það er fulltrúa lyfja-
heildsala. Um miðjan mánuðinn
bárust svo þær fréttir úr þeim
herbúðum, að náðst hefði sam-
komulag um umtalsverða lækkun
á álagningu lyfja í heildsölu. Var
þar um að ræða um 300 milljónir
króna. Í þessu sambandi voru
nefnd þrjú mest seldu lyfin hér á
landi, magalyf, hjartalyf og geð-
lyf. Gert var ráð fyrir að álagning
í smásölu myndi samhliða lækka
um 200 milljónir. Þá tilkynnti
lyfjaverðsnefnd heimila hækkun
heildsöluverðs um allt að 20% á
samheitalyfjum til að örva inn-
flutning þeirra.
Þá fór að kárna gamanið
Mikið fjölmiðlastríð hófst milli
fylkinga, enda ekki lítið í húfi,
hvorki fyrir ríkisvaldið né við-
skiptageirann.
Útreikningar streymdu til fjöl-
miðla úr herbúðunum til skiptis og
útkoman sýndi ýmist himinháar
hækkanir einstakra lyfjategunda
til sjúklingahópa, eða afar hóf-
stilltar verðbreytingar, allt eftir
því hver það var sem leit silfrið.
Þá riðu sjúklingasamtökin og
fagaðilafélög á vaðið, hver á fæt-
ur öðrum, og mótmæltu ráðslagi
ráðherra hvað varðaði hjartalyf,
geðlyf og fleiri. Þeir bentu á að
lyf væri ekki sama og lyf. Svo ein-
falt væri málið ekki.
Fyrir hvern?
Eftir sat hinn almenni lyfjanot-
andi og vissi vart hvaðan á sig
stóð veðrið. Menn spurðu sig, og
spyrja enn, hvort heilbrigðisyfir-
völd, lyfjaheildsalar og smásalar
væru virkilega svo sjúklingavæn-
ir að lækka álagningu, velja ódýr-
ari en jafngóð lyf og berjast í hví-
vetna fyrir hagsmunum sjúkra og
fátækra.
Og þar kemur að klemmunni,
sem minnst var á í upphafi.
Heildsalar lýstu því yfir, að for-
sendur samkomulagsins við lyfja-
verðsnefnd um lækkun álagning-
ar lyfjaverðs væru brostnar með
tilkomu viðmiðunarverðsins.
Enda er það ljóst, að heildsalar
missa stóran spón úr aski sínum
ef ódýr samanburðarlyf fara að
tröllríða markaðinum. Smásalar
ruku upp til handa og fóta og
kváðust nauðbeygðir til að af-
nema sjúklingaafslætti á lyfjum,
sem næmu um 500 milljónir
króna á ári, vegna sömu ástæðna.
Alls staðar var undirstrikað að
verið væri að koma á fót tvöföldu
kerfi þeirra sem efni hefðu á að
borga meira fyrir lyfin og hinna
efnaminni.
Það er heilbrigðisráðherra að
gera upp hug sinn. Ef hann stend-
ur við viðmiðunarverðið er hætt
við að af stað rúlli lítil þúfa sem
getur endað hvernig sem er. Ef
hann gerir það ekki, þarf hann að
finna aðrar leiðir til að spara 450
milljónir króna. Biðleikurinn
gæti orðið sá að fresta gildistöku
viðmiðunarverðsins um einhvern
tíma. ■