Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 25
E F T I R L A U N A S J Ó Ð U R SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Boðað er til ársfundar Eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suðurlands. Fundurinn verður haldinn að Fosshálsi 1, 3. hæð, mánudaginn 10. maí n.k. kl. 17:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings, tryggingafræðilegrar úttektar og fjárfestingastefnu. 3. Önnur mál. Stjórnin ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2004 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! All-Terrain-dekkin frá BFGoodrich hafa fyrir löngu sannað frábær gæði sín við íslenskar aðstæður. Þú færð þessi dekk á ótrúlegu verði hjá okkur. JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Ríkisstjórnin undirbýr laga-setningu sem á að tryggja að fjölmiðlarnir í landinu lendi ekki á alltof fáum höndum. Ýms- ir láta tilefnið að lagasetning- unni fara í taugarnar á sér og þá alveg sérstaklega að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur gengið fram fyrir skjöldu vegna þess að margir og ólíkir fjöl- miðlar eru nú komnir undir hatt Norðurljósa, þar sem Baugur ræður för. Upphefjast menn hver um annan þveran með stór orð og telja sig sjá vá fyrir dyr- um í því að ráðherrann vilji setja lög á fyrirtæki og menn sem honum er prívat og persónulega í nöp við. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur margt við þessi áform að athuga enda liggur í hlutarins eðli að ritstjóri dagblaðs er í sama liði og eigandi þess, sem skiljanlega vill ekki láta aðra ráðskast með eign sína. Þetta þýðir ekki að eigandinn sé stöðugt að horfa yfir öxlina á ritstjóra og blaða- mönnum og segja þeim fyrir verkum. Ekki heldur að hann ætlist til að fá um sig loflegar greinar og fréttir upp á hvurn dag, en hann getur ekki unað því að dagblað í hans eigu standi til langframa fyrir viðhorfum sem hann vill alls ekki eiga pening- ana sína í. Þetta ættu allir að skilja af þessu einfalda upphugsaða dæmi: Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, tilkynnir ritstjórninni dag einn að fram- vegis berjist Morgunblaðið fyr- ir sósíalísku þjóðfélagi. Hafi hann gert þetta án samráðs við eigendurna, halda menn þá að þeir myndu una slíkri breyt- ingu? Nei, að sjálfsögðu ekki, Styrmir yrði látinn fara. Annað dæmi: ritstjóri Frétta- blaðsins tilkynnir sinni rit- stjórn, án samráðs við eigendur, að framvegis verði blaðið sér- stakur málsvari samvinnu- félagsskapar og ríkisrekstrar og svarinn andstæðingur hvers- konar gróðabralls með hluta- bréf. Myndu hluthafarnir vilja eiga peninga sína í slíkum miðli? Nei, auðvitað ekki og það sem meira er, það væri ekkert athugavert við þá afstöðu eig- enda beggja blaðanna að reka ritstjórana og ráða aðra liðs- menn í staðinn. Gunnar Smári Egilsson, rit- stjóri Fréttablaðsins, fjallar um þetta mál í blaðinu sl. sunnudag og segir meðal annars: „Löngun Davíðs til að hluta sundur Norð- urljós og koma miðlum fyrir- tækisins í hendur nýrra eigenda er ósköp lík löngun tölvunörda um allan heim, sem helst vilja sjá stórfyrirtækinu Microsoft komið fyrir kattarnef og Bill Gates rekinn úr samfélagi manna“. Hér er ritstjórinn framúr- skarandi seinheppinn í leit að rökum, nema því aðeins að hon- um finnist eðlilegt að eitt fyrir- tæki ráði öllu í sínum geira. Það eru ekki bara „tölvunördar“ sem eru ósáttir við einokunaraðstöðu Microsoft og hvernig fyrirtækið notar ráðandi stöðu sína, meðal annars með yfirgengilegri verð- lagningu á hugbúnaði. Evrópu- sambandið hefur nýlega sektað fyrirtækið um milljarða dollara, ríkisstjórn Clintons í Bandaríkj- unum gerði hvað hún gat til þess að brjóta niður einokunar- aðstöðu þess en þeirri tilraun var hætt þegar Bush, vinur stór- fyrirtækjanna, komst til valda. Microsoft er sláandi dæmi um til hvers samþjöppun og einokun getur leitt. Fjölmargir hægri menn hafa margoft látið í ljós þá skoðun að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag og einkavæðingar- sinnar myndu hrópa ferfalt húrra ef hlutabréfin yrðu síðan sett á „almennan markað“ eða stofnunin einkavædd á annan hátt. Ef engar reglur um tak- mörkun á einokun fjölmiðla yrðu til við þau skilyrði gæti auðveldlega skapast hér eins- konar Microsoft-ástand, fjár- sterkir aðilar gætu safnað nán- ast öllum fjölmiðlum landsins undir sína regnhlíf, nákvæm- lega eins og Microsoft hefur gert með urmul stórra og smárra fyrirtækja út um allan heim. Það er þess vegna fullkom- lega eðlilegt að settar verði reglur til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun á fjölmiðla- markaði og sýnist sannarlega ekki veita af ef eigendur Norð- urljósa eru sammála ritstjóra sínum um að það séu bara hall- ærislegir „nördar“ sem vilja dreifða eign á fjölmiðlum. Ekki verður séð að nokkru máli skipti hvort Davíð Odds- syni er vel eða illa við Baug og Jón Ásgeir Jóhannesson. Það vill svo til að akkúrat núna ráða Baugsmenn gríðarlega stórum hluta af ýmiskonar þjónustu- starfsemi í landinu og hafa þar að auki notað styrk sinn til að komast til áhrifa á fjölmiðla- markaði. Þeir eru hvorki verri né betri en aðrir bisnissmenn, sem eiga það yfirleitt sameigin- legt að vilja færa út kvíarnar – á næstu árum geta aðrir haft sömu stöðu. Fjölmiðlun er á hinn bóginn svo mikilvæg í lýð- ræðisþjóðfélagi að það er sjálf- sagt mál að huga að skynsam- legum reglum sem koma í veg fyrir að hún færist á örfáar hendur. Þess vegna ber að fagna því að ríkisstjórnin – ekki síst vegna þess að hún er hægri stjórn – hefur tekið við sér, hættumerkin blasa við og þess vegna rétt að setja reglurnar sem fyrst. ■ Umræðan HELGI GUÐMUNDSSON ■ skrifar um fjöl- miðlafrumvarpið. Í sama liði FJÖLMIÐLAR Í BRENNIDEPLI Greinarhöfundur vill skynsamlegar reglur til að tryggja að fjölmiðlun færist ekki á örfáar hendur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.