Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 39
31ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2004 Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl n.k. kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. Dagskrá: 1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. 2. Fyrirliggjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna liggja frammi á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 0900. Einnig má nálgast tillögurnar á vefsíðu sjóðsins www.lifbank.is Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is FJÖR Í VINNUNNI Að baki frægðinni liggja blóð, sviti og tár. Þau Gussi, Jónsi, Elma Lísa og Álfrún Helga eru meðal þeirra sem sjást hér vinna fyrir frægðinni en æfingar á sumarsmellinum Fame eru nú í fullum gangi. Dr. Gunni er alltaf hress ábloggsíðunni sinni. Nú er hann kominn með topp tíu lista yfir þau atriði sem hann vill bæta við fjölmiðlafrumvarpið. Í efsta sæti trónir ósk hans um að bann- að sé að spila sama lagið oftar en einu sinni á dag, hvort sem er á útvarps- eða sjónvarpsstöðvum. Auk þess vill hann banna spilun- arlista með öllu. Í þriðja lagi megi útvarpsmenn aðeins einu sinni í hverjum þætti upplýsa fólk hvað klukkan er og greini- lega er hann ekki hrifin af „fyndnum fréttum af Netinu“, sem hann vill einnig banna. Þeg- ar kemur að sjónvarpi vill hann að tryggt sé að alltaf sé eitthvað áhorfanlegt á einhverri stöð, þó ekki fleiri en einni í einu nema öruggt sé að hann eigi tóma vídeóspólu. Þá sé bannað að end- ursýna bíómyndir oftar en þrisvar nema hann hafi misst af þeim. Hann vill að bannað verði að bjóða upp á dagskrárefni með „Oprah Winfret, Carrot Top, Ash- ley Djödd og Randver Þorláks- syni“ og að Gísli Marteinn megi ekki fá sömu gestina oftar en einu sinni á önn. Þá vill hann skylda þáttastjórnendur kjafta- þátta til að skjóta viðmælendur séu þeir leiðinlegir eða vilji ekki hætta að röfla og hindra þar með framgang dagskrár. Að lokum vill hann að Páll Benediktsson haldi áfram með „Í brennidepli“ enda sé það eini almennilegi fréttaþátturinn. Frænkurnar Guðrún KristínEinarsdóttir og Ragna Sigrún Kristjónsdóttir, sem eru nemend- ur í níunda bekk Hlíðaskóla, hafa auglýst nýstárlega þjónustu hér í bæ. Um er að ræða aðstoð stúlkn- anna við lausn á ýmsum vanda- málum eða í það minnsta á flækj- um. „Mér datt þetta nú bara í hug þegar ég var að leysa jólaseríu- flækjuna eftir áramótin,“ segir Guðrún Kristín, sem er hug- myndasmiður þjónustunnar. „Það tók talsverðan tíma að leysa flækjuna og eftir á talaði ég við frænku mína. Við ákváðum að setja upp auglýsingu þar sem við bjóðumst til að leysa úr ýmiss konar flækjum eins og hálsfesta- flækjum, bandaflækjum eða jóla- seríuflækjum.“ Stelpurnar geta státað af því að hafa fengið eitt atvinnutilboð. „Það var viðskiptavinur sem sagð- ist hafa flækt fæturna sína við borð á Kaffi List. Ég held hann hafi hringt meira í gríni en alvöru og þar sem við gátum ekki séð okkur fært að mæta á svæðið sendum við honum bara góða strauma í staðinn.“ Guðrún segir það ekki svo dýrt að fá lausn á sínum flækjum. „Mér finnst mjög gaman að leysa hnúta og þetta var gert meira í gríni en í alvöru en að sjálfsögðu metum við það eftir verkefnum hversu dýr þjónustan er hverju sinni,“ segir Guðrún sposk og má kannski álykta sem svo að það sé húmorinn sem leysi allar flækjur eða í það minnsta vandamálin? ■ ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Púertó Ríkó. Evrópska MTV-tónlistar- verðlaunahátíðin. Thierry Henry. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4Fréttiraf fólki Lárétt: 1fáki,5inn,6ma,7na,8man, 9fórn,10lá,12aga,13ala,15am, 16naut,18rótt. Lóðrétt: 1finnland,2ána,3kn, 4mannamót,6marga,8móa,11ála, 14aur, 17tó. Lárétt: 1 hesti, 5 stefna, 6 skóli, 7 átt, 8 ambátt, 9 offur, 10 hvíldist, 12 væta, 13 fæða, 15 sk.st., 16 tarfur, 18 kyrrt. Lóðrétt: 1 þúsund vatna landið, 2 kind- ina, 3 skáld, 4 samkoma, 6 ófáa, 8 sjást óljóst, 11 fiska, 14 peningur, 17 unnin ull. Lausn: Þjónusta FLÆKJULOSUN ■ Frænkur leysa hnúta. GUÐRÚN KRISTÍN Sérhæfir sig í að leysa úr ýmiss konar flækjum og hefur fengið frænku sína Rögnu Sigrúnu til liðs við sig. Leysa allar flækjur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.